Harmonikublaðið - 01.05.2011, Síða 6

Harmonikublaðið - 01.05.2011, Síða 6
Persmoen og Svartkopptreffen í öðru tölublaði Harmonikublaðsins 2010, skrifaði ég um ferð okkar Friðjóns og eigin- kvenna til Ransater f Svíþjóð sem er harm- onikumót á stærðargráðunni 23-25.000 manns. Égminntistá aðvið hefðum heim- sótt tvö önnur mót í þessari ferð án þess að útlista það nánar. Gestgjafi okkar og hjálparhella IvarThoresen, mælti eindregið með þvf að upplifa umrædd mót úr þvívið værum í landinu. Ekki þurfti að jarma mikið í okkur til að kveikja áhugann, en um var að ræða mót norðausturafÓsló sem heitir Persmoen en mótið ber nafn af því svæði og eru mótsgestir nú á milli 1-2000. Síð- asta mótið og jafnframt það sérstakasta Svartkopptreffen, var í um íyí tíma akstri frá útjaðri Óslóar sem kalla má einkamót, með uþb. 115 gesti og af þessum eina og hálfa tfma ókum við í um 45 mínútur um hlykkjóttan götuslóða gegnum þéttan skóg. Reyndar tók ferðin mun lengri tíma þarsem leiðsögumaðurokkarvilltist, enda afleggjarinn inn á mótsstaðinn illa merktur. Hér á eftir reyni ég að útlista það helsta sem við upplifðum á þessum tveimur mótum. Persmoen Mótið var nú haldið f 4. sinn. Á leiðinni á mótssvæðið rigndi þó nokkuð, en ervið beygðum inn á afleggjarann að svæðinu var sem skrúfað væri fyrir krana, ekki dropi úr lofti eftir það. Það voru hjónin Jan Nygárd og Kari Bráten sem hófu þetta mótshald og eru þarna í fullu starfi meðan á þvf stendur, ásamt fleira starfsfólki. Að þeirra sögn var það fyrst og fremst áhugi á harmonikunni sem dró þau af stað oghefurstöðugaukn- Frá vinstri, Ivar Th. Dagenborg, SigríðurSigurðar- dóttir, Hilmar Hjartarson, Guðný Sigurðardóttir, Frið- jón Hallgrímsson, Sigurður Helgi jóhannsson og kona hans Kristín Hlín Gestsdóttir ing orðið á aðsókn þessi ár sem liðin eru. Hægt er að kaupa sér hina fjölbreyttustu næringu og drykki þarna. Mótið sækir fjöldi hljóðfæraleikara, dansara og áhugamanna. Margir þekktustu harmonikuleikarar Nor- egs gieðja gesti með nærveru sinni. Mann- legi þátturinn og lífsgleðin er allsráðandi, á morgnana og fram eftir degi er tími fyrir spjall og vinafundi úti á svæðinu ítjöldum og húsvögnum eða taka lagið með ein- hverjum. Húsakostur er líklega gamalt sveitasetur, útihúsum breytt og nýtt fyrir starfsemina, dansgólf undir þaki og hús með opnar hliðar þar sem fólk getur setið nálægt dansgótfinu og senunni og notið þess sem fram fer. Okkur var ákaflega vel tekið, fólk forvitið um ísland enda eldgos nýafstaðið og þarna urðum við Friðjón að sýna hvað við hefðum að bjóða fyrir dans- unnandi Norðmenn með norskum bassa- og gítarleikara. Danshljómsveitirnar er komu þarna fram voru hver annarri betri, Hérerveriðáfullu að baka sérstakar pönnukökur ofan í gestina. Astrid Löken sember við mitt hjólhýsið hrærir ídeiginu. Fyrirmiðju ereldavélin og kaffikannan með svarta kaffinu en til hægri við litla ofninn ermjöðurinn íkútnum fyrirkaffið varla mátti á milli sjá nema hvað hljóð- færaskipan breyttist og fjöldi á senu. Dagur var kominn að kveldi og vel það er við ókum frá gleði og gamni, með norskan takt hljóm- andi í eyrunum. Svartkopptreffen Eins og kom fram í innkomu þessarar frá- sagnar lentum við í villum á leið á síðasta og jafnframt það sérstakasta af umræddum mótum. En nú vorum við loks komin á staðinn. Okkur hafði verið tjáð að á mótinu myndum við hitta íslending sem heitir Sigurður Helgi Jóhannsson frá Akureyri er flutt hefði til Noregs fyrir einhverjum árum og væri flinkur tónlistarmaður, bassa- leikari ásamt því að reka hljóðver og allt mögulegt annað sem þvf fylgir. Mótið var fyrst haldið árið 2000, þá mættu einungis 15 manns. Það eru hjónin Ivar Löken 63 ára og kona hans Astrid Löken 60 ára sem standa að þessu móti. Næsta ár komu 100 manns og um 115 árið 2010 semsagt mótið sem við Friðjón og föruneyti upplifðum. Þau hjónin eiga myndbandsupptökur af ötlum mótunum til þessa ásamt skráðri gestabók frá upphafi. Mótssvæðið er umlukt skógi frá öllum hliðum og er nú meiningin að stækka það um helming, Hilmar Hjartarson vegna aukinnar aðsóknar. En af hverju þetta skringilega nafn Svartkopptreffen (Svartbollamótið)? Jú eitthvað þurfa mót að heita, en þarna leita þau hjónin í gamla menningarhefð sem sótt er f þegar Norð- menn komu saman á góðri stund og hellt var uppá sterkt kaffi. Helltvaríhvítan boll- ann þartilþú sást ekki lengurtil botns, svo var hellt brennivínf út í þar til þú sást aftur til botns. Þessum sið er að sjálfsögðu við- haldið þarna, Astrid lagar kaffi f risastórum katli á gamalli eldavél sem stendur úti undir berum himni. Okkur var boðið til langborðs hlaðið veitingum og skammt var f að Iff- legar umræður hæfust. Sigurður Helgi var með konu sinni og dóttur ásamt 4 íslenskum vinum sínum og að vonum mjög gaman að hitta þessa landa sína á þessum stað. Það var unun að heyra í mörgum góðum nikkurum er þarna voru bæði snill- ingum með diatónískar og krómatfskar, þá var stiginn dans undir kvöld, líklega í gamalli hlöðu og var okkur Friðjóni boðin þátttaka meðal spilaranna. Með söknuði kvöddum við eftir þessar vinsamlegu og gestrisnu móttökur gestgjafanna. í raun var að koma þarna eins ogað hitta fjölskyldu- meðlimi sem maður hefur saknað lengi. Ungur maður ókokkur heim, eftir að hann fann loks staðinn eftir mikla leit, og við þökkuðum mjög að hann náði að ráfa rétta leið til baka gegnum þennan frumskóg á svefnstað hjá gestgjafa okkar Ivari. 6

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.