Harmonikublaðið - 01.05.2011, Side 7
Ferð Harmonikufélags Þingeyinga og
Kveðanda í Breiddalinn 8.-10. apríl
Hress og skemmtilegur 40 manna hópur úr
báðum félögum fór austur í Staðarborg í
Breiðdal og skemmtum við okkur vel alla
dagana og skemmtum Austfirðingum líka á
laugardagskvöldinu. í svona ferðum er hefð
fyrir því að allir sem það geta setja saman
vísur um allt mögulegt og ómögulegt og hafa
allir gaman af. Eftir að komið var í Staðar-
borg voru hljóðfærin sett upp og létt æfing
tekin um kvöldið. Á laugardeginum fórum
við yfir í Berufjörð með frábærum fararstjóra,
Birni Björgvinssyni frá Breiðdalsvíkog sagði
hann okkur ótal sögur og lýsti staðháttum
fyrir okkur. Stoppað var á bænum Berufirði,
þar sem er skemmilegt byggðasafn og ein
elsta kirkja landins.Ábúandinn Bragi Gunn-
laugssson sýndi okkur staðinn. Er þetta
alveg þess virði að skoða. Síðan var ekið á
Djúpavog og auðvitað byrjað í Löngubúð,
þar sem okkar beið kynning á svæðinu,
ásamt kaffi og vöfflum. Bryndís Reynisdóttir
ferðamálafulltrúi þeirra sýndi okkur flest
það sem áhugavert er á Djúpavogi, svo sem
steinasöfn, fatahönnun úrskinnum ogfisk-
roði ásamt steineggjunum í Gleðivík. Þarna
er greinilega mikill metnaður lagður f mót-
töku ferðamanna og mikil uppbygging í þeim
efnum. Þegar komið var aftur í Staðarborg
var góður kvöldverður snæddur, svo við
hefðum orku í það sem beið um kvöldið.
Dagskrá kvöldsins hófst kl. 21 á stuttum
tónleikum og Strákabandið síunga spilaði
nokkur vel valin lög og svo Aðalsteinn
ísfjörð af sinni alkunnu snilli. Þá komu Kveð-
andafélagar og fóru með frábæran vísnaþátt
ogsíðan vardansað af miklum krafti ífjóra
tíma. Vart varð við smá þreytumerki þegar
lagt var af stað á sunnudeginum, en það
rann fljótlega af mannskapnum við stopp á
Breiðdalsvík, þar sem við skoðum nýuppsett
steinasafn og einnig ýmsa fallega trémuni.
Allir komu heilir og sælir heim og bíðum við
spennteftirnæstuferð.
Sigurður Ólafsson formaður
Harmonikufélags Þingeyinga
Við bæinn Berufjörð
Rúnar og Friðrik í Löngubúð
Hópurinn við Gleðivíkina
Kveðandafélagar
Á Breiðdalsvík
7
Aðalsteinn ísfjörð
Leiðsögumenn okkar
Steinasafn á Breiðdalsvík