Harmonikublaðið - 01.05.2011, Qupperneq 8
Harmonikuball í Fálkaborg
Þorrinn var kvaddur og góu og hækkandi
sól fagnad í Fálkaborg 18. febrúar sl. með
því að slá upp harmonikuballi. Þar komu
saman börnin á Fálkaborg og starfsfólk
ásamt foreldrum og öfum og ömmum. Þau
Guðrún Guðjónsdóttir og Hjálmar Þór
Jóhannesson, félagar í Harmonikufélagi
Reykjavíkur léku fyrir dansi.
Stiginn var dans við sígild harmonikulög
einsogÓla skans. Börnin sýndu mikil tilþrif
í dansinum og má vænta þess að þau verði
liðtæk á dansgólfinu í framtíðinni. Höfðu
allir mikið gaman af enda áttu kynslóðirnar
þarna góða stund saman. Hug-
myndin að ballinu kviknaði með
verkefninu „Kynslóðir saman í
Breiðholti“ sem Guðrún Jóns-
dóttir er frumkvöðull að og
félagsstarfið í Gerðubergi hefur
staðið fyrir og standa vonir til
þess að skemmtun sem þessi
verði að árvissum viðburði á
leikskólanum. Þess má geta að
Harmonikufélag Reykjavíkur er
samstarfsaðili félagsstarfsins í
Gerðubergi.
Guðrún og Hjálmarspila fyrir leikskólabörn.
Harmonikufélagar spila á leikskólaböllum
Leikið á harmonikur fyrir leikskólabörn.
„Nei - það er ekkert erfitt að spita á harm-
oniku en hún fær meira vægi eftir því sem
hún er notuð til þess að leika fjölbreyttari
tónlist. Hún er þekktust hér á landi sem
hljóðfæri gömlu dansanna en margir nota
hana til þess að leika aðra tónlist þá ekki
sfst klassík," segja þau Guðrún Guðjóns-
dóttir og Hjálmar Þór Jóhannesson, félagar
í Harmonikufélagi Reykjavíkur. Þau segja
einnig að hnappaharmonikan eigi vaxandi
vinsældum að fagna á meðal harmoniku-
leikara þar sem hún sé fjölbreyttara hljóð-
færi og bjóði fleiri áttundir en hefðbundin
hljómborðs harmonika.
Harmonikufélag Reykjavíkur er búið að
eiga í samstarfi við félagsstarfið í Gerðu-
bergi undanfarin ár en það samstarf hófst
á árinu 2009. „Við gengum eiginlega inn í
verkefni sem heitir „kynslóð-
irnar saman“ og er hugsað til
þess að tengja börn og eldri
borgara. Hlutverk okkar er að
kynna krökkunum dragspilið
og möguleika þess auk þess
að leika tónlist fyrir þau,“
segja þau Guðrún og Hjálmar.
Félagar úr Harmonikufélaginu
eru búnir að leika fyrir börn í
flestum leikskólum í Breið-
holtinu. Þeir hafa einnig leikið
fyrirbörn íleikskólanum Vina-
gerði í Bústaðahverfi sem er í samstarfi við
félagsstarfið í Gerðubergi um verkefnið
„kynslóðirnarsaman." Nú eru harmoniku-
félagarnir að hefja aðra ferð og ætla að
heimsækja leikskólana í Breiðholti og leika
fyrir börnin á dansleikjum sem áformað er
að halda ítilefni af heimsóknum þeirra og
verður fyrsta harmonikuleikskólaballið
haldið í Fálkaborg við Fálkabakka nú 18.
febrúar.
Bændasögur að vestan
L. u
Sölumaður kom til bónda vestur á fjörðum
ogvildi selja honum eitthvað til búskapar-
ins. Bóndi var tregur til, en þó fann sölu-
maður að hann var veikur fyrir skítadreif-
ara.
„Þú kaupir nú skftadreifarann", sagði
sölumaðurinn. Eftir nokkra umhugsun
þverneitar bóndi og þá fýkur í sölumann-
inn. „Heldurðu kannski að þú fariryfir um
með þessar krónur þínar?“ Þá svarar bóndi
að bragði: „Nei, nei, en ég held að það
verði nú ekki auðveldara að koma skíta-
dreifaranum þangað."
Bóndi einn kom til prestsins og sagði að
hann væri í vanda. Hann ætti þessa ágætu
8
konu og þennan Ijómandi vinnumann.
Meinið væri bara það að hann hefði oft
komið að vinnumanni og eiginkonunni í
ástarleik á dívaninum. Hann spurði prest
hvað hann ætti að gera.
„Þú lætur vinnumanninn bara fara.“ „Nei.ég
má hreint ekki missa svona duglegan
vinnumann." „Nú, þá skilurðu bara við
konuna.“ „Nei, það geri ég aldrei, þetta er
svoddan prýðis kona.“ Þá sagðist prestur
ekki vita hvað gera skyldi. Nokkru seinna
kemur bóndi til kirkju og lætur afar vel af
sér og prestur spyr hvort hann hafi nú rekið
vinnumanninn.
Bóndi kvað nei við því. „Nú ætlarðu þá að
skilja við konuna?" spurði klerkur. „Nei,
það geri égaldrei." „Nú hvað gerðirðu þá?“ **
Þá svaraði bóndi rígmontinn: „Ég seldi bara
dívaninn."
Það hafði verið kalt á milli hjónanna í sveit
einni svo ekki sé meira sagt. Nú deyr bónd-
inn og konan hringir í Moggann til að fá
birta dánartilkynningu. Hún kynnir sig og
sá á Mogganum spyr um orðalag. „Ja.hann
Stefán er dauður, já og svo nafnið mitt
undir.“ Maðurinn ívandræðum sínum fer
að spyrja um hvort hún vilji ekki hafa þetta
lengra eða meira, það kosti ekkert meira.
Eftir smá umhugsun segir konan: „Jú.ann-
ars, bættu við: Gömul Toyota til sölu“.
Kveðja Frosti Gunn.