Harmonikublaðið - 01.05.2011, Qupperneq 10
T MINNING
Jóhann Sigurðsson
Fæddur 18. október 1934 - Dáinn 8. janúar 2011
L.
Jóhann Sigurðsson fæddist 18. október árið
1934 í Háagerði á Sjávarbakka, sem þá var
vísir að litlu sjávarþorpi á vesturströnd
Eyjafjarðar, milli Hjalteyrar og Hörgárósa.
Hann varð bráðkvadduráTenerife þann 8.
janúar 2011. Jóhann fluttist ungur að aldri
tilAkureyrarogvann þar lengstafsem verk-
stjóri við Ullarverksmiðjuna Gefjun, sem
var ein af verksmiðjum SÍS á Gleráreyrum
á Akureyri.
Jóhann var alla tíð mikitl frumkvöðull og
einstaklega lipur í félagsmálum. Hann var
einn af stofnendum Félags harmonikuunn-
enda við Eyjafjörð, F.H.U.E. Stýrði Jóhann
undirbúningsfundi að stofnun félagsins
sem haldinn var ÍFélagsborg, samkomusal
starfsfólks verksmiðja SÍS á Akureyri, þann
21. október 1979 og var raunar alla tíð einn
af vinsælustu fundarstjórum á aðalfundum
félagsins. Framhaldsstofnfundurvar síðan
haldinn 5. október árið eftir og er upphaf
félagsins miðað við þann dag. Tók Jóhann
strax sæti í stjórn hins nýja félags og árið
1983 var hann kjörinn formaður F.H.U.E.
Formennsku gegndi hann samfellt næstu
7 árin og varð síðar aftur formaður í 6 ár,
frá 2000 til 2006. í nokkur ár var hann
einnigfulltrúi F.H.U.E. á þingum Sambands
íslenskra harmonikuunnenda, S.Í.H.U.
Jói Sig. eins og hann var kallaður í hópi
harmonikuunnenda, var hrókur alls fagn-
aðará mannamótum. Hann vargóðurfélagi
og virkur þátttakandi í öllu sem við tókum
okkurfyrir hendur, bæði ídansleikjahaldi,
ferðalögum, harmonikumótum, skemmti-
fundum og sfðast en ekki síst í stórsveit
F.H.U.E. sem hann spilaði í frá upphafi. Á
tímabili sá hann einnig ásamt Einari Guð-
mundssyni um harmonikuþætti í Ríkisút-
varpinu með lifandi tónlist ogviðtölum við
harmonikuleikara. Við sem störfuðum með
honum viljum hér með nota tækifærið og
þakka Jóhanni fyrir vel unnin störf í þágu
félagsins okkar.
(((
Nýr geisladiskur
með Strákabandinu
Fyrir jólin kom út hljómdiskurinn Ljúfu
lögin 2, sem erafurð hins vinsæla harm-
onikuorkesturs Strákabandsins sem
skipað er spilurum sem allir eru komnir
af léttasta skeiði, en strákarnir í bandinu
eru þeir Rúnar Hannesson, Kjartan
Jóhannsson, Jóel Friðbjarnarson og Krist-
ján Kárason.
Að sögn Rúnars eru 18 lög á þessum diski.
„Allt danslög með gamla góða laginu líkt
og á þeim fyrri, sem við höfum nú end-
urútgefið, þannig að menn geta eignast
10
þá báða. Ljúfu lögin sem við gáfum út
fyrir áratug hefur lengi verið ófáanlegur
enda seldist hann í yfir 3000 eintökum
sem verður að teljast svona þokkaleg
poppstjörnusala," segir Rúnar.
Aðspurður segir hann að Strákabandið
sé að selja um allt land og ekki bara hér
í Þingeyjarsýslu. „Við erum raunar með
allan heiminn undir. Það var t.d. einu
sinni hringt í mig, maður sem var í sigl-
ingu á skútu á Miðjarðarhafinu og hann
segir mér að hiusta í símann, sem ég og
gerði, þábárust mértónarStrákabandins
þarnaaföldum Miðjarðarhafsins, þannig
að þetta hefur farið víða.“
Nýi diskurinn var tekinn upp af Knúti
Jónassyni í stúdíói sem hann hefur komið
sér uppá Knútsstöðum. Ogþeirsem hug
hafa á að eignast hnossgætið og jafnvel
báða diskana geta pantað þá hjá strák-
unum sjálfum, Jóel í síma 464-1953,
Kristjáni í síma 464-1954, Kjartani í síma
464-1374 og Rúnari í síma 464-1816.
J's