Harmonikublaðið - 01.05.2011, Síða 13
Skemmtun Harmonikufélags Þingeyinga
og Kveðanda 26. febrúar í Ljósvetningabúð
Sigurður Leósson Uppboðshaldarinn Stefán Þórisson Fyrri hópur hagyrðinga
Við byrjudum skemmtunina kl. 20:30 á þvf
að dansa við harmonikuspii Stefáns Þóris-
sonarogÁsgeirs Stefánssonar, með undir-
leikarana Grím Vilhjálmsson á bassa og
Hjört Hólm á trommur. Þá tóku hagyrðingar
Kveðanda við og voru tveir hópar, sem
skemmtu okkur góða stund. Aftur var
dansað við undirleik hins síunga Stráka-
bands og svo spilaði Sigurður Leósson.
Undir miðnætti voru ailir orðnir svangir og
gert hlé á dansleikrium og haldið böggla-
uppboð, sem Stefán Þórisson stjórnaði af
sinni alkunnu snilli. Var boðið vel í alla
pakka, sérstaklega það sem var matarkyns,
svo sem tertur, flatbrauð og pönnukökur.
Dansað var svo til klukkan tvö og fóru allir
saddir og sáttir heim.
Sigurdur Ólafsson form. HFÞ
Seinni hópur hagyrðinga
Grímur, Hjörtur, Stefán Ásgeir
Nýr hljómdiskur sem inniheldur fjórtán lög
eftir tónlistarmanninn ástsæla, Baldur
Geirmundsson, kom íverslanir um miðjan
desember. „Þetta eru allt lög eftir sjáífan
mig sem hafa safnast saman í gegnum
árin,“ segir Baldur sem er betur þekktur
sem BG. Honum til fulltingis eru Samúel
Einarsson sem spilará bassa, Jón Hallfreð
Engilbertsson á gítar og sonur hans Hólm-
geir á trommur auk þess sem Baldur spilar
sjálfur á hljómborð og harmoniku. Þá fær
hann einvalalið söngvara til
að flytja lögin en það eru
þau Margrét Geirsdóttir,
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Benedikt Sigurðsson, Karl
Geirmundsson ogSvanfríður
Arnórsdóttir. Einnig syngur
Agnes Marzellíusardóttir
bakrödd í einu lagi.
Á disknum er að finna fjórtán
lög.
13