Harmonikublaðið - 01.05.2011, Qupperneq 21

Harmonikublaðið - 01.05.2011, Qupperneq 21
Fréttir úr Skagafirði Starfsemi Félags harmonikuunnenda í Skagafirði haustið 2010 hófst með almennum dansleik fyrsta vetrardag. Þá var og ákveðið að gefa út geisladisk fyrir komandi jól með sex frumsömdum jóla- og áramótalögum. Á honum syngja þau Dag- björt Jóhannesdóttir og Stefán Jökull Jóns- son af mikilli snilld ásamtstúlknakórhéðan fráSauðárkróki en allur hljóðfæraleikurer f höndum hljómsveitar félagsins sem nú kallar sig Manstu gamla daga. Öll tónlist á diskinum er eftir félaga í hljóm- sveitinni en textasmíð að mestu úr öðrum áttum. Svo sem fram kom í Harmonikublaðinu, september 2010, setti félagið upp sýningu á vordögum 2010 sem bar heitið Manstu gamla daga og fjallaði um fréttir og sögur úr Skagafirði á árunum 1959 og 1960 ásamt vinsælum dægurlögum þess tíma sem hljómsveit félagsins lék. Þessar sýningar gengu mjögvelog hefur þvíverið ákveðið að setja upp framhaldssýningu sem mun r Yfirklór og kattarþvottur Einn af lesendum blaðsins, Guðmundur Samúelsson, skrifar grein í síðasta Harm- onikublað, þarsendirhann mérhamingju- óskir. Tilefnið er heimsóknir félaga í Harmonikufélagi Reykjavíkur í leikskóla, en það höfum við gert árum saman, eini munurinn á heimsóknum okkar að þessu sinni er að þær fara fram á skipulagðan hátt, reyndar að mínu frumkvæði en stjórnað frá Félagsmiðstöðinni Gerðubergi. Mín skoðun er sú að leikskólarnir séu óplægður akur sem plægja þarf og sá í, ef fara á f kynningu á harmonikunni af ein- hverju viti, þarna er vettvangurinn og þarna þarf að hefjast handa og uppskeran mun ekki láta á sér standa. í þessa kynningu á harmonikunni var farið að beiðni S.Í.H.U. Ég hvet öll harmonikufélög í landinu að hefjast nú þegar handa og heimsækja leik- skóla hvert á sínu svæði það mun skila árangri ogvæntanlega nýrri kynslóð harm- onikuleikara. Við erum byrjuð á annarri umferð í þessa sömu leikskóla og nú er það harmonikuball með börnunum og aðstandendum. í grein Guðmundar sem mér finnst nú vera hálfgert yfirklór og kattarþvottur, segir hann að alls ekki eigi að rigsa áfram með hornin úti ísamskiptum við foreldra. Ég veit að Guðmundur er hokinn af reynslu íþessum efnum ogtalar auðvitað út frá henni, en ekki er ég nú eins viss um að G.S. sé rétti maðurinn til þess að kenna mér eða öðrum eitthvað um mannleg samskipti. En hvað er það sem er að angra Guðmund í sambandi við Ung- mennalandsmót 2009, hann segir að allir þurfi að læra af mistökum. Það er alveg rétt og erum við Guðmundur þar ekki undanskilin. Umfjöllun Guðmundar um Ungmennalandsmót sem aldrei var haldið, er orðin þvílík þráhyggja að það minnir helst á gamlan trukk sem er alltaf að spóla í sama forarpyttinum. Mér finnst nú meira en nóg komið af þessari þvælu. Ættir þú ekki Guðmundurfrekarað snúa þérað því að fjalla um þá atburði sem haldnir hafa verið á vegum sambandsins eins og t.d. Harmonikukeppnina, það er verðugt umfjöllunarefni. Þú nefnir mikla sjálfboða- vinnu kennara í svona mótum, „öllvinna við svona mót er unnin í sjálfboðavinnu“ hvort sem um ér að ræða kennara eða aðra, það er óhemju mikil sjálfboðavinna unnin íöllum harmonikufélögum ílandinu einnig afstjórn Landssambandsins ogveit égekki til þess að fólksé neitt að kvarta eða kveina undan því. Keppni f harmonikuleik sem haldin var á sfðasta ári tókst mjögvel og geta allirverið sáttir með útkomuna. Að vera þátttakandi í svona keppni hefur mikil áhrif á kepp- endur það hlýtur að vera bæði hvetjandi og þroskandi að því ógleymdu að þegar frá Ifður verður þetta alltaf einn dropi í brunni minninganna. Mikil undirbúnings- vinna ervið svona keppni, Friðjón Hall- grímsson sá um skipulagningu keppninnar sem var til fyrirmyndar og ætti því að vera auðveldara með framkvæmd næstu keppni ef ekki líðurof langt á milli. Friðjón bar upp þá tillögu á síðasta aðalfundi S.Í.H.U. að heita Manstu gamla daga 2. Sú sýning mun verða með svipuðu sniði og fyrri sýningin nema hvað nú verður fjallað um tímabilið 1962 - 64. Æfingar eru hafnar og er stefnt að fyrstu sýningu í Bifröst á Sauðárkróki þriðjudaginn 17. maí n.k. Sögumaðurverðursem áður Björn Björns- son fv. skólastjóri á Sauðárkróki. Önnur verkefni sem framundan eru hjá félaginu eru harmonikudansleikur sem haldinn verður í Ljósheimum 5. maí n.k. sem er fimmtudagurfsæluviku en héráður fyrr voru fimmtudagskvöldin f sæluviku gömludansakvöld. Þá mun hin árlega Jóns- messuhátíð verða haldin f Húnaveri eins og sjá má á auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. halda harmonikukeppni árlega, fram kom önnurtillaga frá varaformanni S.Í.H.U. um að halda þessar keppnir á þriggja ára fresti og var sú tillaga samþykkt, ég var í sann- leika sagt mjög undrandi á þessu, því í ósköpunum var stjórn S.Í.H.U. ekki búin að gera faglega könnun meðal harmoniku- kennara á málinu og fá þeirra álit. Tveir kennarar voru á fundinum og létu í Ijós sínar skoðanir, en þeirra rök fannst mér ekki vera nógu sannfærandi, mér finnst þetta vera svo mikitvægt mál bæði fyrir keppendur og kennara að það sé varla ásættanlegt að ætlast til þess að ég og aðrir fundarmenn sem engan veginn geta lagt faglegt mat á málið séu að greiða um það atkvæði. Þetta ætti að vera sá atburður sem stjórn Landssambandsins og samtök kennara stæðu sameiginlega að. Að lokum vil ég beina þeim tilmælum til fundarmanna aðalfundarS.Í.H.U. að reyna einsogkosturerað koma fvegfyrirað það séu tveir eða fleiri úr sama harmoniku- félaginu samtímis í stjórn S.Í.H.U., þetta eru landssamtök með 14 harmoniku- félögum og nauðsynlegt er að gæta jafn- ræðis. Ég óska lesendum blaðsins gleðilegs sum- ars. Sjáumst á Landsmótinu á Hellu. Guðrún Gudjónsdóttir, Harmonikufélagi Reykjavíkur. 21

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.