Harmonikublaðið - 01.05.2011, Qupperneq 22
Hvað vakti áhuga minn á
harmonikunni og hver var hvatinn að
því að ég fór að leika á harmoniku?
Þorsteinn Þorsteinsson
Ég er uppalinn með harmoniku, pabbi átti
alla tíð hnappanikku og tók hana oft upp,
þannig að ég fékk þessa tóna í eyrun með
móðurmjólkinni.
Þá var ég einn af stofnendum Ásatríósins
ásamt Baidvini E. Arasyni og Hafsteini Snæ-
land.
Þá spilaði ég í nokkur ár með Guðjóni
Matthíassyni og seinna með Jóni Sigurðs
(íbankanum) ogsvoýmsum öðrum harm-
onikuleikurum, í u.þ.b. 30 ár.
Það var svo heimsókn Svíans Lars Ek sem
kveikti auka áhuga - ekki bara hjá mér,
heldur mörgum öðrum líka. Koma hans
varð algör vítamínsprauta fyrir harmonik-
una á íslandi. Það var hann sem hvatti
okkur Hilmar til að gefa út harmonikublað
og eins að koma upp harmonikumóti/úti-
legu, sem við stóðum fyrir í mörg ár. Við
fengum góðan meðbyr, og ekki má gleyma
eiginkonum okkar - án þeirra miklu
aðstoðar, hefði þetta alls ekki geta gengið
upp.
Þetta er sem sé einskonar „baktería" sem
þú verður með áfram, eins og margt annað
smit- á meðan þú lifir.
Hilmar Hjartarson
Ég er fæddur og uppalinn í afskekktri sveit, Árneshreppi á
Ströndum, Steinstúni f Norðurfirði árið 1940. Ég er bókstaflega
alinn upp við harmonikuleik, þar sem fóstri minn og bóndi á
Steinstúni, Gísli Guðlaugsson móðurbróðir minn, hafði ungur
keypt sér harmoniku og náð svo góðum árangri að hann varð
fljótlega aðal harmonikuleikari sveitarinnar, allt frá þvf er dans-
Útileguhelgi H.U.V.
í Fannahlíð
verður haldin dagana
8.-9. og 10. júlí 2011
Spilað, spjallað og dansað
föstudag og laugardag.
Upplýsingar:
Jón Heiðar í síma 431-2038
Valdimarí síma 431-2396
Þórðurí síma 431-1547
Harmonikukveðjur,
HarmonikuunnendurVesturlands.
2 Jti
leikir fóru fram í
heimahúsum þar
sem rými fannst og
síðar í samkomu-
húsi sveitarinnar í
Trékyllisvfk, ára-
tugum saman. Hann
spilaði alltaf á tvö-
falda diatóníska
nikku og sagði mér
að éghafi snemma sýnt áhuga oglét migfara að prófa hljóðfærið.
Fóstri endurnýjar harmonikuna um 1950, en þá á ég greiðari
aðgang að þeirri gömlu. Árið 1952 flutti ég úr sveitinni suður á
Kjalarnes, þar sem móðir mín festi ráð sitt með Bjarna Jónssyni
bónda í Dalsmynni sem þá var orðinn ekkill. Er ég flutti gaf fóstri
mér þá gömlu í vegarnesti því hann vildi endilega að ég héldi
áfram að þróa spilamennskuna. Þessa gömlu nikku á ég enn. Að
flytja breytti miklu, ég hætti fljótlega að æfa, man heldur ekki eftir
neinum harmonikuáhuga á Kjalarnesinu, fyrir utan það að hinn
nýi fóstri minn sýndi þessu nokkurn áhuga, hann hafði eitthvað
leikið á einfalda nikku á yngri árum í Kjósinni, en hann rak þarna
stórt kúabú og því frítími af skornum skammti fyrir unga sem eldri.
Svo um 20 ára aldurinn flyt ég á höfuðborgarsvæðið og fer að
detta inn á gömludansaböll þar sem harmonikuleikararnir blöstu
við. Þá blossaði virðing mín aftur upp fyrir þessum magnaða tóni
harmonikunnar. Nú var ekki til baka snúið og mér tókst loks að
vinna mér inn fyrir píanóharmoniku um 25 ára, byrjaði að fikta og
fikta, en náði engum vitrænum tökum fyrr en ég fór f nám til Karls
Jónatanssonar, síðartil Emils Adolfssonar, Grettis Björnssonarog
Guðna Guðnasonar, með brauðstritinu. Þá hefurSigurður Alfons-
son mikið hjálpað mér. Áhuginn hefur síst minnkað 70 árum síðar,
en auðvitað er ég opinn fyrir ýmsum tónlistarformum hvort um
harmoniku eða önnur hljóðfæri erað ræða. Félagharmonikuunn-
enda íReykjavíkhefurverið mittfélagfrá upphafi stofnunarþess,
framanaf þar ístjórnkerfinu og hljómsveitinni en nú einn meðlima
hljómsveitarinnar Vindbelgirnir ásamt að leika fyrir þjóðdans-
ahópinn Sporið frá árinu 2002. Aðkoma að ýmsu tengdu harm-
onikunni hefur svo fylgt í kjölfarið s.s. blaðamennska, harmon-
ikumót, ásamt að skrifa ínorskt harmonikublað. Auðvitað er best
að byrja ítónlistarnámi sem yngstur, en til sveita kom slíkt sjaldan
til greina hér á árum áður, en samt er best að þakka fyrir það litla
sem maður kann.
22