Harmonikublaðið - 01.05.2011, Síða 24

Harmonikublaðið - 01.05.2011, Síða 24
Harmonikumeistarinn BÉ GE í 50 ár hafa íslenskir hlustendur Ríkisútvarpsins heyrt auglýsingar um dansleiki og mannfagnaði þar sem einhver BÉ GE er í aðalhlutverki. BG og Ingibjörg, BG flokkurinn, BG og Margrét, BG og... Hver er þessi BG? Baldur Geirmundsson er fæddur að Látrum í Aðalvík (friðlandinu á Vestfjörðum) árið 1937. Foreldrar hans bjuggu í Fljótavík, en fluttu til Flnífsdals árið 1946. Einn bræðra Baldurs, Gunnar, hafði eignast harmoniku, en þegar hann fórá síld eittvorið, greip Baldur tækifærið og hertók nikkuna. ÞegarGunnarkom afsíldinni ogheyrði hvað Baldur var orðinn flinkur, gaf hann honum harmonikuna. Frá þeim tíma hefur tónlistin fylgt Baldri og aldrei orðið lát á. „Ég held ég hafi verið 14 ára þegar ég spilaði á fyrsta ballinu, í afleysingum í ungmenna- félagshúsinu í Flnífsdal. Þá voru bara harm- onikur og þeir sem spiluðu á þessu fyrsta balli voru Daníel Rögnvaldsson og Guðjón B. Ólafsson, síðar forstjóri S.Í.S. Þegar ég var 16 ára var mér boðið að koma í hljómsveit með Bæring Jónssyni harmonikuleikara og trommara og Karli Einarssyni harmoniku- leikara. Karl bróðir minn kom síðar inn í hljómsveit- ina í stað Bærings. Við spiluðum mjög mikið á böllum á ísafirði og í nágrenninu næstu misserin“. Fékkst þú einhverja tilsögn í harmonikuleiknum? „Þegar ég var 17 eða 18 ára eignaðist ég harmonikuskóla, Lærebok for trekkspil eftir Ottar Akre og þá lærði ég að lesa nótur. Einnig fékk ég lánaðan orgelskóla, en svo fylgdist ég með þeim eldri og greip það sem mér þótti nýtt og framandi. Haustið 1957 fórum við Kalli bróðir suður til Reykjavíkur. Ég fór í tónfræðinám hjá Fjölni Stefánssyni, en Kalli fór að læra á kontra- bassa. Það var svo 15. október 1958 sem ég stofnaði fyrsta BG bandið. Fyrir rúmlega 50 árum. í þessari hljómsveitvoru aukmín, sem spilaði þá á altsaxófón, Kalli bróðir með gítar, Magnús Þórðarson píanó, Kristinn Frið- björnsson kontrabassa og Karl Einarsson trommur. Þetta var upphafið að BG. Síðar kom svo Gunnar Hólm Sumarliðason til liðs við okkur sem söngvari og þá hét bandið BG og Gunnar Hólm“. Ogsvo leið tíminn? „Það urðu nú miklar breytingar í tónlistinni þessi árin og um 1960 var ég alveg hættur að snerta harmonikuna og farinn að spila á hljómborð ogsaxófón. Frá árinu 1961 raksvo hver hljómsveitin aðra: BG ogÁrni, BG og Ingibjörg, BG flokkurinn og BG og Margrét". 24 Margir ísfirskir hljómlistarmenn voru nokkuð lengi með þér? „Já, en án þess að ég geri upp á milli þessa ágæta fólks þá voru þeir Karl Geirmundsson gítarleikari, Samúel Einarsson bassaleikari, Rúnar Vilbergsson trommuleikari og svo Gunnar Hólm trommuleikari og söngvari, sem BG og Ingibjörg. Frá vinstri: Samúel Einarsson.lngibjörg Guðmundsdóttir.KarlGeirmundsson, ÓlafurGuðmunds- son.Rúnar Vilbergsson og Baldur Geirmundsson. léstfyrir skömmu, sem spiluðu einna lengst með mér. Þá voru margir söngvarar, konur og karlar, m.a.Árni Sigurðssonog Svanfríður Arnórsdóttir og tveir söngvarar, sem létust langt um aldur fram, þeir Kristinn Sigurjóns- son og Ólafur Guðmundsson. Margir, margir fleiri, sem of langt yrði upp að telja". En BG og Ingibjörg gleymast nú seint? „Það var árið 1967 sem BG og Ingibjörg byrj- uðu og 1970 kom fyrsta BG platan út, Þín innsta þrá. Næsta plata, Fyrsta ástin kom svo 1971 og 1974 spiluðum við inn á plötuna Hrif I, en þar er m.a . að finna lagið „Góða ferð“. Loks kom platan Sólskinsdagarút árin 1976“. Þið ferðuðust víða hér áður fyrr? „Já, við spiluðum mjög víða, vafalaust í flestum félagsheimilum landsins og sumir Frá vinstri: Karl Geirmundsson, Baldur Geirmundson og Karl Einarsson túrarnir voru langir. Við vorum einu sinni í þrjár vikur samfellt og enduðum í Austur- bæjarbfói. Það voru BG og Gunnar Hólm og við vorum með töframanninn Jón Aðalbjörn Bjarnason, sem gerði ótrúlegustu töfrabrögð. Viðfórum svo nokkrar ferðir til Ameríku titað spila á þorrablótum íslendingafélaga, fyrir gamla aðdáendur. Það er margs að minnast". Mörg lög með BG og Ingibjörgu urðu landsþekkt, hvenær byrjaðir þú að semja? „Það var nú ekki mikið um það að hljóm- sveitir væru að semja sfna eigin músik hér áður fyrr, aðallega voru það erlend lög sem fengu síðan ístenska texta. Ég samdi nokkur lög í gamla daga til að hafa á B hliðinni, en íseinni tíð hef ég samið dálftið. Á nýju plöt- unni minni, sem kom útfyrir jólin, eru 14 lög ogá ég þau öll nema eitt. Á landsmótum harmoniku- unnenda hafið þið Villi Valli vakið athygli fyrir góð lög, sem HarmonikufélagVestfjarða hefur spilað. Ég minnist sérstaklega landsmótslagsins 2002, sem ereftirþig „Já, það erskemmtilegt lagsem alltaf er jafn vinsælt á dansleikjum og öðrum uppákomum, en einnig höfum við Villi verið að semja svolítið fyrir harmonikufélagið“. Þú ogVilli Valli eruð nú mótorarnir í harmonikufélaginu, en hafið þið aldrei verið saman í hljómsveit? „Nei, eiginlega ekki, Villi var með sína eigin hljómsveit áratugum saman og oft var sam- keppni á milli hljómsveitanna. Við höfum þó spilað saman í lúðrasveit og hér í Harmon- ikufélagi Vestfjarða. Villi er magnaður. Við Vestfirðingarnir höfum alltaf spilað á böllum á landsmótunum og náð nokkuð vel saman". Baldur, nú hefur þú spilað á fjölda hljóðfæra um ævina, hvaða hljóð- færi finnst þér skemmtilegast? „Fyrst var það harmonikan, síðan saxófónn, sem ég spilaði á f öllum hljómsveitunum ásamt hljómborði, en nú finnst mér mest gaman að leika mér á nikkuna". Við kveðjum Baldur Geirmundsson, BÉ GE og konu hans, Karitas Pálsdóttur, sem nú er for- maður Harmonikufélags Vestfjarða og er að undirbúa landsmótið, sem haldið verður á Hellu í sumar. mrg \

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.