Harmonikublaðið - 01.05.2011, Page 26
Fréttirfrá Harmonikufélagi Reykjavíkur
Heil og sæl
Ýmislegt hefur á daga okkar drifið í Harm-
onikufélagi Reykjavíkur sfðustu mánuði.
Sameining Hljóms og Harmonikufélags
Reykjavíkur er nú orðin að veruleika.
okkur, sem kornum frá Hljómi og erum
nýliðar í stjórninni, skemmtilega á óvart
að vera kölluð „unga fólkið“, „ungmennin"
og jafnvel á stundum „krakkarnir"!! Það
segir okkur kannske eitthvað, því við
erum á fimmtugsaldri og vel að
merkja eitt okkar nýlega komið
á sextugsaldurinn!!
Stjórnin hefur eftir bestu getu
sinnt föstum liðum félagsins í
vetur og má þar nefna tónleika-
hald í Ráðhúsinu og dansleiki
íVfkinni í Sjóminjasafninu sem
að jafnaði eru haldnir fyrsta
sunnudag hvers mánaðar.
Áviðburðum sem þessum er
hefð fyrir þvf að Léttsveit
Harmonikufélags Reykjavíkur
spili en hún heldur enn sínar
reglubundnu æfingar íTónabíó
undir stjórn Einars Friðgeirs.
Innan HR eru einnig starfandi
minni grúppur sem taka að sér
tilfallandi verkefni á vegum félagsins og
verður í því sambandi að minnast á kynn-
Einar Fridgeir Björnsson.
Samhristingurinn hefur tekist vonum
framar og áætlað að halda áfram með
þennan dagskrárlið. Lögð er áhersla á
afslappað andrúmsloft laustvið öllform-
legheit. Ungir sem aldnir, reyndir sem
óreyndir mega stíga á stokk, spila, syngja,
nú eða bara segja sögu, - allir velkomnir f
salinn með eða án harmonikunnar. Félagar
Frá vinstri: Gudrún Guðjónsdóttir, Hjálmar Þ. jóhannesson, ÓlafurÞ.
Kristjánsson, Jón Kristján Brynjarsson, Björn Ólafur Hallgrímsson,
jóhann Gunnarsson.
Ný stjórn hins sameinaða félags er tekin
við stjórnartaumunum en hún var kosin á
Guðrún Guðjónsdóttir, Hjálmar Þ. Jóhannesson.
síðasta aðalfundi þann 28. september
2010. Guðrún Guðjónsdóttir sem hefur
unnið ötult starf í þágu félagsins lét (form-
lega) af formennsku og undirrituð Guðný
Kristín tókvið kyndlinum alls óreynd og
blaut á bak við eyrun. Henni til halds og
trausts er Jón Kristján Brynjarsson varafor-
maður sem hefur áralanga reynslu af
störfum innan félagsins. Aðrir stjórnar-
menn eru Jón Þór Jónsson gjaldkeri, Ólafur
Briem ritari ogSigurðurJ Sigurðsson með-
stjórnandi. Þótt Guðrún reyni af öllum
mætti að slíta sig frá stjórnarstörfum þá
hefur nýi formaðurinn séð til þess að hún
næði því markmiði sínu ekki enn sem
komið er. Formaðurinn ónáðar fyrirrennara
sinn í tíma og ótíma með spurningum og
vangaveltum um ýmis stjórnarmálefni.
Guðrún hefur sýnt okkur hið mesta lang-
lundargeð og miðlað af dýrmætri reynslu
sinni til okkar nýliðanna og færum við
henni okkar bestu þakkir fyrir það með von
um að öðlast kjark til að klippa á nafla-
strenginn fyrr en síðar. Það hefur komið
26
ingu á harmonikunni íleikskólum
Reykjavíkurog nágrennis. Guðrún
og Hjálmar eiga allan heiður af
þeirri kynningu, en þau sinna
þessu verkefni af mikilli alúð.
Nýtt af nálinni í vetur var „Sam-
hristingur á sjónvarpslausu
fimmtudagskvöldi “ íNemaForum
gamla Slippsalnum við Mýrargötu.
Tilvitnun í auglýsingu:
„Harmonikufélag Reykjavíkur
býður upp á óhefðbundið og
afslappað harmonikukvöld og músiktilraun
á „sjónvarpslausum" fimmtudegi.
Innan vébanda félagsins eru einstaklingar
og hópar sem hafa verið að bauka ýmislegt,
gjarnan hver í sínu horni og felst tilraunin
í því að laða þá fram og upp á sviðið til að
skiptast á framlögum. Um leið er kvöldið
kynning á hljóðfærinu og þeim félagsskap
sem hljóðfærið dregur að sér.
Hver veit nema stemning verði fyrir dansi
.... eða söng. Það kemur í ljós.“
úr F.H.U.R. hafa heiðrað okkur með nær-
veru sinni og tekið fullan þátt í tilrauninni
með spili og söng, kærar þakkir fyrir það!!
Framundan er landsmótið og ráðgerum við
félagar HR að fjölmenna, sýna okkur og sjá
aðra, njóta samverunnar og harmoniku-
tónlistar til hins ýtrasta.
Sjáumst,
f.h Harmonikufélags Reykjavíkur
Gudný Kristín Erlingsdóttir (formadur)