Harmonikublaðið - 01.10.2013, Side 12

Harmonikublaðið - 01.10.2013, Side 12
HEIMSOKN BRONNOY TREKKSPILLKLUBB Nú í lok sumarstarfsins hjá FHUR, þá lang- ar mig til þess að segja í nokkrum orðum frá komu vina okkar í Brönnðy Trekkspill- klubb til Islands og þátttöku þeirra í mótinu okkar „Nú er lag“ um verslunarmannahelg- ina að Varmalandi. Um aðdraganda komu þeirra vísast í síðasta tölublað Harmoniku- blaðsins en þar lýsti Hilmar Hjartarson,vara- formaður félagsins, honum. Hilmar tók síðan að sér að annast und- irbúning að komu hópsins, hótelbók- anir og fleira, sem og öll samskipti við forsvarsmenn hans. Eg tók hins vegar að mér að útvega rútu og aka henni þá daga sem á dvöl Norðmannanna stóð, sem og að skipuleggja skoðunarferðir með þá. Var nú kyrrt um hríð. Hinn fyrsta ágúst 'var síðan komið að því að gestirnir kæmu. Tókum við Hilmar á móti þeim í flugstöð Leifs Eiríkssonar og lá leiðin síðan til Reykja- víkur, á Lykilhótel Cabin, þar sem gest- ir okkar dvöldu fyrstu tvær nætur dvalarinnar á Islandi. Föstudaginn annan ágúst var síðan haldið í fyrstu skoðunarferðina, sem var hinn svokallaði „Gullni hringur“ þ.e. Þingvellir, Gullfoss og Geysir. Eg hafði, þar sem Hilmar var snúinn til annarra starfa í tengslum við Varma- landsmótið, fengið mér tdl fulltíngis sem leiðsögumann norska kunningjakonu mína búsetta á Islandi, Susanne Adser- balle og þurftí þar af leiðandi ekki að vera neitt að flíka minni „ágætu“ eða þannig norskukunnáttu. Ég hafði stungið því að Norðmönn- unum kvöldið áður, þegar við skildum á hótelinu, hvort þeim þættí ekki við- eigandi að hafa hljóðfærin með í ferð dagsins og tóku þeir vel í það. Ferðin gekk síðan að áætlun, fyrsta stopp var á Hakinu við Almannagjá, þar sem farþegar yfirgáfu rútuna ásamt leiðsögumanni og gengu þau niður Gjána, en ég hélt á rútunni sem leið liggur niður að Fiosagjá og beið þeirra þar. Síð- an var haldið sem leið liggur að Gullfossi. Eftír hæfilegan stans þar, var síðan brunað til baka að Geysi og þar var stoppað í um það bil eina og hálfa klukkustund, þannig að fólk gæti fengið sér eitthvað í svanginn. Við höfðum rætt það okkar á milli, ég og Susanne, hvar við ætmm að „efna til óundirbúinna tónleika“ með öllu þessu hljómlistarfólki sem var í ferðinni. Niðurstaða þeirrar umræðu varð sú, að ég hafði samband við húsráðendur í Tryggvaskála á Sel- fossi og varð að ráði að við kæmum þangað og héldum smtta tónleika á planinu fyrir utan skál- 12 ann. Lét ég síðan formann Harmonikufélags Selfoss, Birgi Hartmannsson, vita af þessum merka viðburði, ef vera kynni að hann gætí mætt á staðinn. Er síðan ekki að orðlengja það, að um klukkan hálf sex var búið að stilla upp og þarna spiluðu Norðmennirnir í fast að þremur kort- erum. Er þeir höfðu lokið tónlistarflutningi sín- um þá spiluðum við Birgir og Þórður Þorsteinsson (Doddi rafvirki) nokkur lög. Síðan var pakkað saman og haldið sem leið liggur til Reykjavíkur. Voru allir þátttakendur ánægðir með daginn og Susanne leiðsögumanni var sér- staklega þakkað fyrir hennar góðu leiðsögn, en hennar þætti í ferðalaginu lauk hér. Á laugardagsmorgni var síðan haldið áleiðis að Varmalandi. Þangað var komið laust fyrir klukk- an eitt og þegar hafist handa við að stilla upp fyrir tónleika sem hefjast skyldu klukkan tvö. Tókst að gera allt klárt í tæka d'ð og er ekki að orðlengja það að sem næst húsfyllir varð á tón- leikunum og gestir almennt mjög ánægðir með þá. Þó nefndi einstaka tónleikagestur að meira hefði mátt vera af f|örugri lögum á dagskránni. Næst á dagskrá var síðan kvöldverður sem FHUR bauð hinum norsku gestum til og var hann vel sóttur og hin ágætasta stemning við borðhaldið. Að kvöldverði loknum hófst síðan dansleikur þar sem ýmsir flottir spilarar léku fyrir dansi, íslenskir og einnig fjölskipuð sveit Norðmanna. Var dansleikurinn geysilega vel sóttur og má segja að jaðrað hafi við að vera húsfyllir á honum, ekki síður en á tónleikunum fyrr um daginn. Á sunnudagsmorgunn í Borgarnesi var frekar svona ró yfir hópnum, en um d'u leyt- ið voru þó flestir búnir að fá sér morg- unmat. Nokkur úr hópnum notuðu tækifærið til þess að skoða sig um í Borgarnesi og fóru m.a. og skoðuðu sýninguna í Landnámssetrinu og er óhætt að segja að hún hafi vakið mikla hrifningu þeirra sem hana sáu. Leið- sögumaður dagsins sem ég hafði feng- ið mér til halds og trausts, Alfhildur Alfþórsdóttir, sem auk þess að syngja í sama kirkjukór og ég er einnig stjórn- armaður í FHUR, mætti á svæðið á tilsettum d'ma og um hálf tólf var haldið af stað. Fyrst var ekið að Borg og var ætlunin að skoða kirkjuna þar, en þar sem hún var læst og enginn fannst sem gætí hleypt okkur inn, varð ekkert af því. Alfhildur sagði frá helstu þáttum Egilssögu, sem vörðuðu það svæði sem við fórum um og eftir stud- an akstur um bæinn var haldið að Hvanneyri. Á Hvanneyri var litið við í Ullarsetrinu og Búvélasafninu og verður að segjast eins og er að Búvéla- safnið sigraði Ullarsetrið með algjör- um yfirburðum hvað athygli varðar. Ekki spillti það heldur fyrir að við móttöku í safninu var enginn annar en próf. Bjarni Guðmundsson sem hefur verið einn ötulastí hvatamaður að varðveislu þessara gömlu véla og er höfundur bókanna „Og svo kom Ferguson“ og „Alltaf er Farmall fremstur”. Einnig fór Bjarni með okkur í kirkj- una og sagði frá henni. Nú var mál til komið að halda ferðinni áfram og kvöddum við Bjarna með þökkum fyrir frábærar módökur og héldum sem leið liggur að Hraunfossum. Frá Hraun- fossum héldum við í Reykholt, þar sem við hlýddum á fyrirlestur um sögu staðarins og Snorra Sturlusonar. Nú var aðeins Deildartungu- hver eftir og veitingahúsið Hverinn, þar sem snæddur var kvöldverður. Að honum loknum var aftur ekið til Borgarness og hér skildu leiðir okkar og Álfhildar, þar sem starfi hennar var nú lokið. Voru henni færðar bestu þakkir fyrir frá- bæra leiðsögn og skal tekið undir þær af heilum hug. Dansleikur sunnudagskvöldsins var Hkt og á laugardagskvöld hin besta skemmtun, þó svo Brömiöysundfélagar við Tiyggvaská/a. Mynd: Táll Elíasson Það var víða setið á tónleikum Brönnöy trekkspillklub. Mynd: Sigurður Harðarson

x

Harmonikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.