Harmonikublaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 13

Harmonikublaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 13
að heldur færri væru í salnum. Þá var bara meira pláss tíl að dansa. Núna spiluðu Norðmenn- irnir síðastír á dagskránni, þannig að ég fékk að vera allt til enda, en þurfti ekki að fara á „miðju balli!“ eins og kvöldið áður og kann ég Friðjóni skemmtinefndarformanni bestu þakkir fyrir þessa ráðstöfún. Að afloknum dansleik var hald- ið á Hótel Borgarnes og gengið til náða og hygg ég að flest höfúm við verið orðin lúin eftir dag- inn, en ánægð. Á mánudag var svo komið að þvf að halda aftur til Reykjavíkur. Ekki var nú farið með neinum offorsi eða óðagoti af stað og milli klukkan ellefu og hálf tólf ókum við síðan af stað og skyldi nú haldið fyrir Hvalfjörð. Nú var svo komið að enginn leiðsögumaður var með í för og varð ég að takast það á hendur að segja lauslega frá þttí sem fyrir augu bar. Gekk það vonum framar, þó svo að ég kunni ekki norsku og að „skandinavískan“ mín sé ekki upp á marga fiska, þá komst flest til skila. Þegar til Reykjavíkur kom, héldum við beint í Perluna og er fólk hafði notíð útsýnisins þar um stund, fengið sér hressingu o.þ.h. var haldið á Hótel Cabin og dagskrá þessa dags þar með lokið. Samkvæmt upprunalegri áætlun, hafði ég gert ráð fyrir að á þriðjudeginum myndum við aka svokallaðan Reykjaneshring með viðkomu í Bláa Lóninu og síðan um Krísuvík tíl Reykjavíkur. Nú var það svo, að undanfarna daga höfðu ver- ið miklar setur í rútu og annað hitt að hinir norsku gestír okkar höfðu mjög lítínn tíma feng- ið til þess að sjá sig um í höfúðborginni. Það varð því að ráði að sleppa Reykjaneshringnum, fara aðeins í Bláa Iónið fyrir hádegi á þriðjudag og eiga síðan eftírmiðdaginn án dagskrár. Eftir hátt í þriggja klukkustunda dvöl í Bláa Lóninu, héldum við síðan aftur tíl Reykjavíkur og hinir norsku vinir okkar fóru sem ákafast að styrkja íslenska verslun, en við Hilmar Hjartarson, sem verið hafði fararstjóri þennan síðasta dag, fór- um hvor til sína heima. A miðvikudag var síðan komið að hinni óumflýjanlegu kveðjusmnd, sem alltaf er örlítið tregablandin eftir ferðir sem þessa. Lýkur þar með að segja frá þessari Is- landsdvöl Brönnöy Trekkspillklubb. Geta má þess í eftirmála, að á miðvikudagskvöldið sjö- unda ágúst, átmm við fjórir stjórnarmenn úr FHUR, þ.e. Álfhildur Álfþórsdóttir, Haukur Ingibergsson, Hilmar Hjartarson ásamt undir- rimðum, fúnd með öðrum norskum harmon- ikuklúbbi, „Lesja Toraderklubb“ sem, eins og nafnið gefur til kynna, leggur áherslu á tveggja raða „diatónískar“ harmonikur. Hitmm við þau í Perlunni og átmm með þeim ánægjulega kvöld- smnd, við spjall og spilamennsku. Að lokum vil ég geta þess að mótið að Varma- landi tókst held ég að megi fullyrða í alla staði vel og var mjög vel sótt. Vil ég þakka fyrir hönd FHUR öllum sem þar lögðu hönd á plóg, sem og öllum þeim góðu gestum sem komu og skemmm sér og sköpuðu þá frábæru stemningu sem þarna var. Nú, þegar vetrarstarfið fer að hefjast, vil ég einn- ig þakka fyrir liðið sumar og hlakka til ánægjulegs starfs í vemr. Lifið heil! Ráll S. E/iasson form. FHUR A 'L almomkusatn ÁSGEIRS S. SIGURÐSSONAR býdur öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða, ísafirði. Símanúmer: 456-3485 og 863-1642 Málningarbúðin Sindragata 14 400 ísafirði Sínii: 456 4550 1 ^ ^ * Þarf að fara að mála? Við eigum málninguna og verkfærin fyrir þig! 13

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.