Harmonikublaðið - 01.10.2013, Page 16
I Arbœjarkirkju
Spilafélagar í Harmonikufélagi Rangæinga
hafa komið saman til æfinga vikulega yfir
vetrartímann. Þessar æfingar hafa flestar
farið fram í safnaðarheimilinu á Hellu.
Félagarnir hafa víða leikið á ýmsum samkomum
og eins og venjulega við góðar undirtektir. Það
er orðin föst venja að leika árlega á leikskólum
og dvalarheimilum aldraðra í sýslunni svo það
má segja að þessi tónlist sé vel þegin í öllum
aldursflokkum.
Farin var skemmdferð út í Arnessýslu haustið
2012. Komið var við á mörgum áhugaverðum
stöðum svo sem í Forsæti, Strandakirkju,
Draugahúsinu á Stokkseyri, Þorlákskirkju og
endað á því að snæða dýrindis kvöldverð á
Hajið bláa hafið þar sem hægt er að njóta stór-
fenglegs útsýnis við ströndina. I Þorlákskirkju
fengum við feikna góðar móttökur þar sem Rán
Gísladóttir kirkjuvörður sýndi okkur kirkjuna
og rakti sögu hennar og uppruna. Félagarnir
tóku hljóðfærin upp og léku nokkur lög. Þá
kom dl tals að Harmonikufélag Rangæinga
kæmi til Þorlákshafnar ásamt kór Arbæjarkirkju
og haldin væri sameiginleg guðþjónusta í Þor-
lákskirkju. Söngstjórar kirknanna Hannes Birg-
ir og Hannes Baldursson ásamt prestunum
skipulögðu fyrirkomulag messunnar sem var
svo haldin 10. mars 2013. Kirkjukórar beggja
kirknanna sungu við undirleik félaga í Harmon-
ikufélagi Rangæinga. Sr. Halldóra Þorvarðar-
dóttir prófastur prédikaði. Um 170 manns sóttu
þessa samkomu.
Þessi nýbreytni þótti takast mjög vel og var rætt
um að efna til slíkrar samkomu á haustdögum
í Rangárvallasýslu.
Haldin var harmonikumessa samkvæmt venju
í Arbæjarkirkju 23. júní 2013. Þar var m.a.
frumflutt lag eftir Jóhann Bjarnason formann
með texta eftir Elsu Arnadóttur. Lagið heitir
Obyggðin laðar og lokkar og kirkjukórinn söng.
Eftír athöfnina sem var vel sótt var boðið upp
á súpu og brauð.
Grétar Geirsson ogjóhann Bjarnason að leika jyrir börn á leikskólanum að Lauga- I Þorlákshafnarkir/yu. Mytidir: Valur Haraldsson
landi
Harmonikuviðgerðir
Tek að mér viðgerðir á harmonikum
Gunnar Kvaran sími: 824-7610