Harmonikublaðið - 01.10.2013, Blaðsíða 22
Harmonikukvintett Reykjavíkur hélt tónleika í Guð-
ríðarkirkju fimmtudaginn 7. febrúar s.l. Á efnisskrá
voru verk eftir m.a. Claude Debussy, Marcello Mo-
retti, Duke Ellington og Vivaldi. Tónleikunum var
skipt þannig að í fyrri hlutanum léku meðlimirnir
einleik en í seinni hlutanum lék kvintettinn. Efnis-
skráin var mjög metnaðarfull, eins og kvintettinn er
frægur fyrir.
Álfheiður Gló opnaði tónieikana með Arabesque eftir Claude De-
bussy. Álfheiður hefur þroskast mikið með árunum og lék af mik-
illi næmni þetta sérlega fallega draumkennda verk. Næstur á svið
var Flemming Viðar Valmundsson. Hann flutti Fly me to the moon
eftir Bart Howard. Jass er ekki það sem áheyrendur eru vanir að
heyra frá Flemming, en hann sýndi að hann hefur ágætt vald á
hinum ýmsu tónlistartegundum. I kjölfar Flemmings kom Haukur
Hlíðberg og sveiflaði sér í gegnum It don't mean a thing eftir
Duke Ellington. Frábærlega gert hjá þessum unga harmoniku-
ieikara. Nú var komið að þættí Jónasar Ásgeirs Ásgeirssonar.
Flumingur hans á Ti amo Pessaro eftir Marcello Morettí var sér-
staklega glæsilegur og tilþrifamikill hjá þessum glæsilega tónlistar-
manni. Það reyndi svo sannarlega á alla þætti í tónlistaruppeldi
Jónasar Ásgeirs í þessu magnaða verki. Síðasmr í fyrri hluta tón-
leikanna var Halldór Pémr Davíðsson. Hann lék rússneska verk-
ið Barynya eftír A. Na Yun Kin. Þetta verk er ekki neitt léttmetí
og á köflum sannkallaður ærslaleikur. Það reyndi svo sannarlega á
allt sem Halldór Pémr hefur lært á löngum tíma. Þarna eru nánast
ótæmandi túlkunarmöguleikar og gaman að fylgjast með Halldóri
glíma við það. Hann skilaði sínu ótrúlega vel, eins og reyndar allir
þessir nemendur Guðmundar Samúelssonar.
Eftír hlé hóf kvintettínn leik á konsert í h-moll eftír Vivaldi. Nú
hafði bæst í hópinn ungur píanóleikari, Lilja María Ásmundsdótt-
ir. Kvintettínn skilaði ákaflega fallegu verki af glæsileik, sem áhorf-
endur kunnu að meta. Samæfing hópsins upp á það besta, nákvæm
og fáguð. Næst var á dagskrá Caravan eftír Duke Ellington í út-
semingu Rússans Victor Novikov. Það gekk jafn hnökralaust og
Vivaldi. Victor Novikov var höfundur að næsta verki, Samba carni-
val. Þar er um að ræða eins konar tilbrigði við m.a. Tico tico þar
sem alls konar tónakryddi er bætt í grautínn, svo úr verður mjög
bragðmikið verk, sem kvintettínn hafði auðheyrilega mjög gaman
af að leika. Þetta skilaði sér til tónleikagesta sem fíluðu það í bom.
Síðasta verkið á dagskránni var einnig eftir Novikov, tilbrigði við
Frönsku ballöðuna um haustlaufin (Les feuilles mortes). Þetta var
ekki síður skemmtilegt og hópurinn varð bara betri þegar leið á
kvöldið. Áheyrendur kunnu svo sannarlega að meta tónlistina sem
boðið var upp á og fengu aukalag að lokum, kunnuglegan músett-
vals Indifference eftir Frakkana Joseph Colombo og Tony Murena.
Tónleikarnir voru sérlega ánægjulegir, enda ekki á hverjum degi,
sem svo ungir nemendur standa að slíkum iistviðburði. Breiddin
á tónverkavalinu góð með þá Vivaldi og Duke Ellington á sömu
spyrðunni. Tónleikarnir voru öllum sem að þeim stóðu til mikils
sóma. Til hamingju.
Friðjón Hallgrímsson
\ 1 Á- •?£- ■rfíp-' * . \
k f- ‘. .
■ iK
■ •* "• ..
4*" vi - —, ii.
f " r « * • r •+■ -A' r. •
: 'v . -s /
. • ..
< \ ..' -<
- • 7 v '
'tafc *
V- -*»i