Harmonikublaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 2

Harmonikublaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 2
Ágæti harmonikuunnandi Þetta starfsár hefur á margan hátt verið við- burðarríkt og ýmislegt verið gert af hálfu sam- bandsins og spennandi verkefni í gangi. Fyrst skal þó telja aðalfund sambandsins sem hald- inn var að Hótel Hamri í Borgarfirði í boði Harmonikuunnenda Vesturlands. Oll aðstaða tíl fundarhalda að Hamri er tíl mikils sóma og ekki var síðri matur og gistíaðstaða. Eg vil byrja á því að þakka Vestlendingum fyrir móttök- urnar og sérstaklega vil ég koma á framfæri þakklætí til Einars Oskarssonar, for- manns og konu hans fyrir alla þá vinnu sem þau lögðu á sig við að gera þennan fund sem bestan. Fundurinn tókst vel og ýmis mál rædd og sam- þykktir urðu að veruleika, er munu verða okkur öllum til hagsbóta. Þar var samþykkt tillaga um að Sambandi íslenskra harmonikuunnenda sé heimilt að halda harm- onikuhátíð þau ár sem landsmót eru ekki. Þó skal gæta þess að sambandið taki tillit til dag- seminga er aðildarfélögin hafa ákveðið fyrir þau mót er þau hafa haldið liðin ár. Lagt var tíl að sambandið hefði sitt mót í ágústmánuði. Hafa skal í huga að sambandið þarf á auknum tekjum að halda svo ekki gangi á sjóði þess. Fundarmenn voru sammála um að samræma skuli gjaldskrá fyrir þá harmonikuleikara er gefa sig út fyrir að spila við hin ýmsu tækifæri og samþykkti fúndurinn tillögu að leiðbeinandi verðskrá fyrir harmonikuleik, kr. 15.000 fyrir fyrsta klukkutímann og svo kr. 5.000 fyrir hvern hálftíma eftir það. Eg er þeirrar skoð- unar að þessi tillaga hefði átt að koma fram í dagsljósið fyrir löngu, því er það hið besta mál að þessi samþykkt varð að veruleika. Formaður sambandsins flutti eftírfarandi til- lögu um breytingu á reglugerð um heiðurs- félaga: Aðalfúndur SÍHU samþykkir að 6. grein reglugerðar um heiðursfélaga hljóði svo: Heið- ursfélagar skuli fá Harmonikublaðið endur- gjaldslaust og einnig aðgang að skemmtunum aðildarfélaganna og landssambandsins. Að- ildarfélög skulu taka vel á móti heiðursfélögum og sýna þeim viðeigandi virðingu. Og 7. grein hljóði svo: Nöfn heiðursfélaga skulu ávallt vera í Harmonikublaðinu. Einnig má geta þess að rætt var um að endurvekja hugmyndina um ferð til Castelfidardo á Italíu og var stjórn sambandsins fal- ið að kanna þátttöku í ferð þessa haustið 2014. Á þessum fundi var mikil eining og umræða öll mjög málefnaleg og man ég ekki eftir að hafa setið aðalfund þar sem fúndarmenn voru tilbúnir að tjá hug sinn til þeirra mála er fram komu á fundinum í mun meira mæli en áður. Fundarstjórn var traustum höndum Jóhanns Bjarnasonar. Eins og flestum er kunnugt hefur sambandið lagt áherslu á að kj'nna harmonikuna í leik- skólum landsins og hafa þær Guðrún Guð- jónsdóttir og Elísabet H. Einarsdóttir borið hitann og þungann af þessu verkefni. Fjöldi leikskóla um allt land hefur verið heimsóttur og hefur þetta framtak okkar fengið mjög góð- ar undirtektir í leikskólunum. I framhaldi af þessum góðu undirtektum ákvað stjórn sam- bandsins að gefa út geisladisk með lögum fyr- ir leikskólana og hefur Baldur Geirmundsson þegar hafið vinnu við að spila inn á diskinn og sonur hans Hólmgeir Baldursson sér um upptökur og hljóðblöndun á disknum. Magn- ús Reynir Guðmundsson mun annast kynn- ingu á lögunum á disknum en þau verða alls 13. Það er von sambandsins að þessum diski verði vel tekið á leikskólum landsins og eins af for- eldrafélögum leikskólanna. Eg veit að allir harmonikuunnendur hlakka tíl næsta sumars, en þá er landsmót Sambands íslenskra harmonikuunnenda og verður það haldið að Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu. Það eru Eyfirðingar og Þingejingar sem sjá um mótið að þessu sinni. Eg veit að mikið hefur verið lagt í undirbúning og mikið verk er enn óunnið varðandi komandi mót. Það er ótrúleg tdnna sem liggur að baki svona móti og veit ég að þessi ágætu aðildarfélög er standa að mótinu munu leggja sig fram um að það verði sem glæsilegast. Nú Hður senn að jólum og svo mun nýtt ár ganga í garð. Eg vil þakka öllum samstarfs- mönnum mínum í stjórn S.I.H.U., formönnum og stjórnum aðildarféiaganna, svo og öllum harmonikuunnendum fyrir frábært samstarf á árinu 2013 og er það von mín að árið 2014 verði okkur öllum gjöfult, gæfuríkt og gott harmonikuár. Gleðilegajólahátíð, Gutwar Kvarati, formaður Harmonikusafn Ásgeirs S. Sigurðssonar býður öldruðum harmonikum farsælt ævikvöld á Byggðasafni Vestfjarða. Sími: 456 3485 og 844 0172. Netfang: assigu@intcrnet.is Veffang: www.nedsti.is 2

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.