Harmonikublaðið - 01.12.2013, Page 16

Harmonikublaðið - 01.12.2013, Page 16
Unudansararnir Laugardaginn 9. nóvember hélt félagið sína árlegu árshátíð. Nýkjörinn formaður Þórhildur Sigurðardóttir settí samkomuna og kynnti Olínu Arnkelsdóttir veislustjóra. Þá var fjöldasöngur og lék Jón Arni Sigfússon undir. Eftir það var Þórhildurfomaður mikill veislumatur kominn á borð, framreiddur af Kristjáni Guðmundssyni og hjálparliði. Stefán Þórisson lék á harmoniku fyrir borð- haldi. Fyrsta skemmtiatriði var að Hólmfríður Bjartmarsdóttir fluttí annál ársins. Næst var Ólina veislustjóri ogJónArni 16 danssýning þriggja akureyrskra kvenna og sýndu þær línudans. Þær heita Asrún Alfreðsdóttir, Magga Kristín og Þórdís. Næst komu þeir Sig- urður Hallmarsson og Árni Sigurbjarnarson og léku snilldarlega nokkur lög á harmonikur, en að því loknu kom svo hópur Kveðandafélaga og flutti skemmtílegan vísnaþátt. Voru það Hólmfriður Bjartmarsdóttir, Sigríður Ivars- dóttir, Davíð Herbertsson, Indriði Ketilsson og Ingibjörg Gísladóttir. Þá spilaði Sigurður Hallmarsson einn og svo fór Davíð Herberts- son með gamansögu. Loka skemmtiatriðið var fótaþukl sem vakti mikla kátínu. Þau sem komu að því voru Jón Jóhannsson sem þuklaði og svo Gunnhildur Arnþórsdóttir, Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Davið Herbertsson og Ásrún Alfreðsdóttir. Að lokum var auðvitað dansað við undirleik félaga okkar, sem voru harmonikuleikararnir Kristján Þórðarson, Sigurður Leósson, Aðal- steinn Isfjörð, Rúnar Hannesson, Kristján Kárason ogjóel Friðbjarnarson. Meðleikarar þeirra voru Grímur Vilhjálmsson á bassa, Hjört- ur Hólm á trommur, Pálmi Björnsson á gítar, Jóhann Möller á gítar, Finnur Finnsson á bassa. Siguróur Ólafsson, niyndir: Sigurður Ólafsson

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.