Harmonikublaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 6

Harmonikublaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 6
Sumarhátíð H.F.H. var haldin í 10. skipti í sumar, nú á nýjum stað. Hafði áður verið í Hótel Svartaskógi og Brúarásskóla, en nú 2013 í Iþrótta- húsinu í Fellabæ, um verslunarmannahelgina eins og áður. Undirbún- ingur hófst á þriðjudag, en þá mættu vaskir menn til að setja upp sviðið og raða borðum og stólum. A miðvikudag voru hljómflutnings- tæki sett upp og þá var húsið tilbúið. Sumarblíðan hjá okkur fyrir austan var óvenju mikil þetta sumarið, 25 til 29 gráður vikum saman. Öll tjald og húsbílastæði á Héraði yfirfull. Á mánudaginn fyrir verslunarmannahelgina dró ský fyrir sólu, það voru veðrabrigði í nánd. Veðurfræðingurinn í sjónvarpinu spáði norðaustan roki og rigningu. Næstu kvöld var þessi vonda spá ítrekuð og bætt í frekar en hitt. Tjaldstæðin tæmdust eins og dögg fyrir sólu, en vonda veðrið lét á sér standa, það kólnaði aðeins kannski niður í 12 eða 14 gráður en hægviðri og besta veður. Föstudagurinn rann upp með hæg- lætisveðri, 5 eða 6 húsbílar tíndust að um daginn. AÖalsteinn Isjjörð kynnti nýjan geisladisk sinn sem keitir Siðasti sjens Föstudags dansleikurinn hófst klukkan hálf tíu og gestir byrjuðu að tínast í hús. Aðsókn var þokkaleg þegar upp var staðið og dansað af krafti til eitt. Ritmasveitin var skipuð þeim Grími á Rauðá á bassagítar og Pálma á Hofi á slagverk. Harmonikumenn skiptust á að spila, ýmist einn eða tveir í senn. Fyrstur á svið var Guttormur Sigfússon. Næstir á svið stigu þeir Sveinn Vilhjálmsson og Jón Sigfússon. Aðalsteinn Is- fjörð sá um næsta kafla áður en þeir Gylfi Björnsson og Jón Sigfússon gerðu sig klára. Sigurður Eymundsson og Jón kláruðu síðan ballið. Laugardagurinn þriðji ágúst heilsaði með þokkalegu veðri, alskýjuðu, en úrkomulausu að mestu og 13 stiga hita. Dagskrá hófst klukkan tvö. Jón formaður setti samkvæm- ið og skipaði Björn Pálsson dagskrárstjóra og fór hann með gamanmál á milli atriða. Dagskráin hófst á þH að tveir félagsmenn, þeir Guttormur Sigfússon og Sigurður Ey- mundsson, léku á harmonikur. I kjölfar þeirra flutti Leikfélag Fljótsdalshéraðs leikþátt. Þá tók við söngatriði. Þau Broddi Bjarnason og Sóley Guð- mundsdóttir sungu dúett við undirleik Kristmanns Jóns- sonar. Þá var aftur komið að harmonikunni. Sigurður Leósson spilaði nokkur lög eftir sjálfan sig. Þess má geta að í síðasta tölublaði Harmo- sömu sáu um taktinn og fyrra kvöldið, þeir Grímur og Pálmi. Sömu harmonikuleikarar og á föstudagskvöldið, nema hvað Sigurður Leós- son bættist nú í hópinn og Kristmann spilaði með Sigurði Eymundssyni milli eitt og tvö. Balhð var vel sótt og mikið dansað. Hávaða í hljóm- sveitinni var stillt í hóf, svo menn gátu talað saman í salnum. Tel ég það grundvallaratriði að valda samkomugestum ekki heyrnaskaða með of miklum hávaða. Þegar upp er staðið var Sumarhátíð H.F.H. vel heppn- uð á nýja staðnum. Húsbflar voru fáir. Flestir sóttu samkomuna á litlum bflum og komu úr nágrannabyggðarlögunum. F.H. Harmonikufélags Héraösbúa, Jón Sigfússon. Broddi Bjarnason og Sóley Guðmundsdóttir sungu dúett, undirleikari ~Leikfélag Fljótsdalshéraðs með leikþátt. Kristmann Jónsson Mjndir: Jón Sigfússon nikublaðsins birtist Lands- mótslagið fyrir næsta landsmót, en Sigurður samdi lagið. Aðalsteinn Isfjörð sá um lokaatriðið á tónleikunum, þegar hann kynnti nýjan disk, Síöasti séns, sem hann var að gefa út. Dagskráin fékk hinar bestu viðtökur. Dagskránni lauk með kaffi. Kvenfélag Hróarstungu sá um kaffið og meðlæti og var það vel þegið. Laugardagsballið hófst klukk- an hálf tíu og stóð til tvö. Þeir 6 SigurðurLeósson spilaði nokkur lóg eftir sjálfan sig Sigurður Eymundsson Guttormur Sigfússon spilaði á barmoniku r

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.