Harmonikublaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 17

Harmonikublaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 17
Kt *• GAF FELAGIHARMONIKUUNNENDA MYNDBANDASAFN SITT Hann var ávallt mættur meðal fyrstu manna á skemmtifundi félagsins, þegar þeir voru haldn- ir í Templarahöllinni við Eiríksgötu og Hreyf- ilshúsinu, með ljósmyndavélina og myndbandsupptökuvél, sem hann svo tyllti á þrífót. Maður hugsaði kannski ekki svo mikið út í þennan friðsama mann, annað en hann væri mikill áhuga- og hugsjónamaður um að festa á filmu það sem var að gerast þarna. Umræddur maður heitir Reynir Guðmundsson og segir hann Friðjón Hallgrímsson þáverandi og nú- verandi formann skemmtinefndar hafa hvatt sig til að koma og taka upp fundina, sem hann gerði og þar með voru þeir rækilega festir á myndbandsfilmu. Nú var undirritaður mættur heima hjá Reyni í lok maímánaðar 2013 fyrir hönd FHUR að taka formlega við filmunum, en nokkru áður hafði Reynir látíð vita um áform sitt. Er ég rak inn nefið hjá Reyni og sambýlis- konu hans í Garðabænum lagði pönnukökuilm á mótí manni og þegar sest var til borðs blasti við veisluborð með allslags góðgætí og rjúkandi kaffi. Nú var rétta smndin runnin upp til að inna Reyni eftir hans lífshlaupi í stórum drátt- um. Látum Reyni nú um framhaldið. Hvar liggur uppruni þinn? Eg er fæddur 16. september 1937 að Drápuhlíð í Helgafellssveit og ólst þar upp til 1950, en þá fluttíst ég til Stykkishólms og fór að vinna í fiskvinnslu hjá Kaupfélaginu. Síðan var haldið til Reykjavíkur árið 1962, þar sem ég gifti mig það sama ár, Láru Ingiborgu Hjartardóttur frá Fossi í Saurbæ. Hana misstí ég í maí 1983. Eg fór að vinna hjá Jöklum h/f þegar ég kom suður og starfaði þar til 1970, þegar ég fór ég að vinna hjá Armanni Friðrikssyni útgerðar- manni (Ingimundurh/f) þar sem égvar til 1990. Næst lá leiðin til Umbúðamiðstöðvarinnar í Rfjnir GuÖmundsson og Ragnheiður Þorsteinsdóttir Reykjavík, þar sem maður undi sínum hag frá 1990-2002. Þess má til gamans geta að í Um- búðamiðstöðinni voru að stórum hluta fram- leiddar fiskvinnsluumbúðir. Hef sem sagt unnið við fiskvinnslufyrirtæki alla tíð. Hvenær kviknaði ljósmyndaáhuginn? Eg byrjaði snemma að taka myndir af öllu mögulegu innan fjölskyldunnar, svo kom hes- taáhugi líka inní, hrossin þurftí líka að mynda. Fjölsk^ldan er mikið hestaáhugafólk og hesta- eigendur. Ljósmyndatæknin hefur tekið miklum brejMingum i tímans rás og svo kom mynd- bandatæknin. Eg tek það nú fram að ég er eng- inn sérstakur harmonikuunnandi, en fór að taka upp á myndbönd skemmtifundina hjá FHUR eftir að Friðjón Hallgrímsson sóttist eftir að ég tæki þessa viðburði upp. Það varð úr að ég hóf að koma og endaði með því að enginn fundur fór framhjá mér tímabilið 1994 til 1999. Flest- ar upptökurnar eru úr Templarahöllinni við Eiríksgötu og Hreyfilshúsinu. Þarna má m.a. finna upptökur ýmissa harmonikuleikara og af tónlistarkynningunum sem voru mikils metnar á þessum tíma og dansinum sem allir fund- irnir enduðu á. Nú eru flestir höfundarnir látnir sem verið var að kynna. Þú hefur nú haft nokkuð gaman af þessu? Jú auðvitað og það var h'ka virkilega passað uppá að ég mætti, því vinur minn Sigurður Jónsson (Siggi tollari) náði alltaf í mig og skil- aði mér heim að samkomunum loknum. Ut frá þessari reglu var aldrei brugðið. Þarna á böndunum liggja miklar heimildir, sem mér finnst best að séu varðveittar hjá viðkom- andi félagi sem sá um og hélt þessar samkom- ur. Þess vegna afhendi ég með gleði þetta mj’ndefni, sem vonandi getur varðveitt þetta merkilega starf félagsins um ókomin ár. Nú þegar komið er að lokum þessa litla viðtals vill undirritaður þakka kærlega fyrir hönd FHUR. Félagið gerir sér grein fyrir heimildagildi þessarar gjafar sem verður þá viðbót við ýmis- legt annað sem haldið er utanum varðandi sögu elsta harmonikufélags á Islandi. Eins og áður hefur komið fram býr Reynir í Garðabænum með sambýliskonu sinni Ragnheiði Þorsteins- dótmr frá Markarskarði í Hvolhreppi, Rangár- vallasýslu. Við óskum Reyni og fjölskyldu alls hins besta um ókomin ár. Hilmar Hjartarson 17

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.