Harmonikublaðið - 01.12.2013, Page 15
I verum
Asi í Bce (lag og Ijóð)
Höfundur lagsins í blaðinu er Ástgeir Kristinn
Olafsson, betur þekktur sem Ási í Bæ. Hann
fæddist þann 27. febrúar 1914. Ungur byrjaði
hann sjóróðra með föður sínum á opnum vél-
báti. Ási var landskunnur texta- og lagasmiður,
vísnasöngvari og afkastamikill rithöfundur og
lét mikið að sér kveða en þó sérstaklega eftir
að hann lét af sjómennsku. Hann var í þeim
margrómaða mannræktarkvartett með Árna
úr Eyjum, Lofti Guðmundssyni og Oddgeiri
Kristjánssyni, sem kallaðir eru feður hinna sí-
gildu þjóðhátíðarlaga í Ejrjum. Mörg laga hans
lifa s.s. 1 verum, Maja litla, Vertu sœlmej og fleiri.
Ási bjó í Vestmannaeyjum til 1968 þegar hann
fluttist til Reykjavíkur, þar sem hann bjó til
dauðadags 1985. Samstarf þeirra Ása í Bæ og
Oddgeirs Kristjánssonar varð víðfrægt og úr
því urðu til landsþekkt lög, t.d. Sólbrúnir vangar
og Eg veitþú kemur.
Þann 9. febrúar n.k. mun Félag harmonikuunn-
enda í Reykjavík kynna tónlist Ása í Bæ á
skemmtifundi í Iðnó.
Ritstjórinn
Áður var nóg af síld í sænum
sunnan frá Gerpi að Skagatá,
þá var nú fjör í fiskibænum
flogist og sopið á.
Braskarar voru þá fljótir að fitna
fengu stelpurnar meira en nóg.
Nú er sko orðin öldin önnur
ekki fæst bein úr sjó.
Gefi nú góðan byr
og glannaleg síldarköst,
svo koppurinn fyllist
og kapteinninn tryllist
og kraumi í blárri röst.
Svo höldum við hafnar til
og heilsum með gleðibrag
þeim lífsglöðu meyjum
sem löngum við þreyjum
og létta okkur strangan dag.
En léleg var hýran þó lengi við biðum
lukkunnar stóru norður þar,
en svellandi er út á síldarmiðum
er sólin hnígur í mar,
drekka þar saman rennandi rauðvín
ránardætur og himinský.
I bröggunum stelpurnar buðu upp á kaffi
og brjóstin sín ung og hlý.
Gefi nú góðan byr
æ gráttu ekki ástin mín
þó ég sé á förum
frá freistandi vörum
í fjarska ég minnist þín.
Já við siglum á suðurmið
því síldin er komin þar
og braskarar kætast
og bytturnar mætast
og berjast um stelpurnar.
1 Grindavík drukkum við daga og nætur
en drungaleg ströndin og veður höst,
þar eru heiðvirðar heimasætur
hræddar við eftirköst.
Aldrei sáum við Sölku Völku,
ja sú hefði kunnað það franska lag.
En geltandi rakkarnir gáfu til kynna
göfugan sveitarbrag.
Gefi nú góðan byr
og gráðuga síld í nótt
svo koppurinn fyllist
og kapteinninn tryllist
og kokksa dreymi rótt.
Svo höldum við hafnar til
hreistraðir upp fyrir haus
þó sjóði á keipum
og syngi í reipum
er sjóarinn óttalaus.
Að síðustu lentum við út í Eyjar
þó oft sé þar garri og sjávarrót.
Þar eru glettnar glæsimeyjar
sem gefa okkur undir fót,
um eftirköstin þær aldrei hugsa
því ástin er þeirra hjartans geim,
fyrst stígum við dansinn stundarlengi
og stingum svo af með þeim.
Gefi nú góðan byr
af glitrandi þorski nóg
svo koppurinn fyllist
og kapteinninn tryllist
og kraumi í grænum sjó.
Svo höldum við hafnar til
og heilsum með gleðibrag
þeim lífsglöðu meyjum
sem löngum við þreyjum
og létta okkur strangan dag.
Ur suðrinu fljúga sólskinsdagar
sumarið heilsar um strönd og ver,
lifna þá aftur landsins hagar
og lífið í brjósti mér.
Ungir við leitum ævintýra
á ólgandi veraldarrútunni
þar til að endingu loks við lendum
á lífstíðarskútunni.
Gefi þá góðan byr
og glannaleg ástarköst
þó krakkarnir argi
og kerlingin gargi
og kraumi í hjónabandsröst.
Stýrum því strikið enn
og stefnum til betri hags
:þó sjóði á keipum
og syngi í reipum
til síðasta lokadags:
Harmonikuviðgerðir
Tek að mér viðgerðir á harmonikum
Gunnar Kvaran sími: 824-7610
15