Harmonikublaðið - 01.12.2013, Síða 12

Harmonikublaðið - 01.12.2013, Síða 12
W0 0* HARMONIKAN ER EITT FJÖLBREYTTASTA HLJÓÐFÆRISEM VÖL ER Á ^ jmr Pétur Bjurnason ræðir við Jónas Ásgeir Ásgeirsson harmonikuleikara leg. Ég reyni að upplifa sem flestar tegundir tónlistar og hef mjög gam- an af nýjungum, hvort heldur er á klassíska sviðinu eða nútímatónlist." Það er því greinilega nóg að starfa hjá Jónasi, en hann gat hitt mig um kvöldmatarleytið, dag nokkurn í nóvember, þar sem fannst smuga á þéttri dagskrá. Jónas er tvítugur, fæddur 2. júlí 1993 og hóf harmonikunám 9 ára gam- all í Tónlistarskóla Eddu Borg. Kennarinn hans var frá upphafi Guð- mundur Samúelsson. „Guðmundur ber alla ábyrgð á því að ég hélt áfram þessu námi,“ sagði Jónas. „Hann hefur svo mikinn metnað, eða réttara væri að kalla það ástríðu, fyrir okkar hönd og er vakinn og sofinn í því að koma okkur áfram. Guðmundur var þá nýfarinn að kenna á hnappa- harmoniku svo ég byrjaði strax að læra á hana. Ég hef svo verið hjá Guðmundi alla tíð síðan ogget ekki hugsað mér betri kennara og félaga. Mér finnst harmonikan vera eitthvert fjölbreyttasta hljóðfæri sem völ er á og ég reyni að kynnast sem flestum tegundum tónlistar fýrir hana. Þar að auki eru stöðugt að ljúkast upp fyrir mér nýir möguleikar. Ég hef komist að því að það er heill heimur þarna úti sem er okkur algjörlega framandi og ég hlakka til að fá að kynnast.“ Hér er Jónas að tala um það sem er næsta verkefni efdr lokatónleikana, en það er inntökupróf sem hann mun þreyta við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn í janúar næstkomandi. Ég skrapp á hádegistónleika í Háteigskirkju í byrjun nóvember. Þar var Tríó Kalinka að spila fýrir kirkjugesti. Tríóið skipuðu við það tækifæri Gerður Bolladóttir sópran, Marina Shulmina sem lék á rússneska hljóð- færið domra, sem er smágert en ótrúlega hljómmikið og svo einn hinna ungu ogefnilegu harmonikuleikara okkar, Jónas Asgeir Asgeirsson, sem leysti hlutverk sitt þar af mikilli prýði svo sem vænta mátti. Þessir tón- leikar voru afar skemmtilegir og hádegistónleikar eru gott form, stuttir og hnitmiðaðir. Það fór vel um mig, því ég sat hjá Guðmundi Samúels- syni, mentor Harmonikukvintettsins í Reykjavík, en hann fylgir nem- endum sínum hvert fótmál og hvetur þá til dáða. Flestir lesenda Harmonikublaðsins hafa fylgst með þessum ungu harmo- nikuleikurum á síðustu árum. Það er Hklega ekki rétt að tala um þau sem efnileg lengur, því þau hafa þegar skipað sér í fremstu röð harmoniku- leikara okkar og stefna enn hærra. Ég fékk Jónas Ásgeir ril þess að spjalla við mig fyrir Harmonikublaðið. Jónas er í námi í Háskóla Reykjavíkur og leggur stund á heilbrigðisverk- fræði auk harmonikuleiksins, en hann hefur lokið framhaldsnámi í harmonikuleik við TónHstarskóla Eddu Borg undir handleiðslu Guð- mundar Samúelssonar. Hann er reyndar sá fyrsti sem lýkur framhalds- prófi frá skólanum. Þegar þessi grein kemur fyrir augu lesenda eru lokatónleikar hans að baki. Auk þessa kennir hann harmonikuleik við tónskólann DoReMi. „Ég byrjaði að kenna í Utlum mæH í fyrra, en svo tók ég við kennslu af Helgu Kristbjörgu Guðmundsdóttur í haust, þeg- ar hún hélt utan til framhaldsnáms. Hún lék áður í Tríó KaUnka og ég tók við særi hennar þar, en Gerður Bolladóttir sópransöngkona kennir einnig í tónskólanum DoReMi. TónHst tríósins er sérstök og skemmti- „Inntökuprófið er mjög stíft. Það er t.d. þriggja tíma skriflegt próf og svo þarf ég að spila eitthvert verk á píanó, sem ég hef aldrei spilað á og kann ekki ennþá. Síðan er einleikur á harmoniku, eitt nútímaverk og Trío Kalinka, Marína Shulmina, Gerður Bolladóttir ogjónas Asgeir Asgeirsson 12

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.