Harmonikublaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 13

Harmonikublaðið - 01.12.2013, Blaðsíða 13
annað klassískt ásamt erfiðum skalaæfingum sem þarf að skila. Satt að segja veit ég ekkert um möguleika mína á því að komast inn í skólann. Fari svo, ætla ég að gera hlé á verkfræðináminu, en myndi stefna á að ljúka því eftir heimkomuna. Það má ætla að námið úti geti tekið 3-4 ár.“ Aðspurður um önnur áhugamál sagði Jónas þau vera ýmis, m.a. hefði hann æft ólympískar skylmingar frá sama tíma og hann hóf harmoniku- námið, en orðið að leggja það á hilluna þegar hann las undir stúdents- próf. „Það gaf mér mikið og þar á ég traustan vinahóp,“ sagði Jónas. Hann nefndi ekki af hógværð sinni það sem ég las mér síðan til, að hann hefur nokkrum sinnum orðið Islandsmeistari og Norðurlandameistari í þessari íþrótt. Mér fannst það skipta máli í ferilskrá þessa fjölhæfa unga manns og læt það því fylgja hér. Við Jónas ræddum um félagslíf harmonikufóiks. „Ég hef komið á harmo- nikuskemmtanir í Árnesi og spilað á skemmtifundum FHUR, en við unglingarnir eigum ekki alltaf samleið með eldra fólkinu sem stund- ar harmonikuhátíðirnar. Þar er að mestu leikin önnur tón- list en við erum að æfa. Ég ber samt mikla virðingu fyr- ir þessu fólki og þeim áhuga sem það hefur á harmoniku- tónlistinni. Það er okkur yngra fólkinu algjörlega nauðsynlegt og stuðningurinn hefur verið okk- ur drjúgur. Helstu félagar mínir núna eru krakkarnir í Harmonikukvin- tettinum í Reykjavík. Við erum samheldinn hópur og leiðbeinum og styðjum hver annað ásamt því að gagnrýna. Án þessa jafningjastuðnings og hvatningar Guðmundar værum við líklega flest hætt fyrir löngu.“ Ég spurði Jónas hvort hann væri í sambúð eða sambandi um þessar mundir. Jónas sló á létta strengi: „Ertu frá þér maður, Guðmundur mjmdi aldrei leyfa það!“ Jónas er meðlimur í Harmonikukvintettinum í Reykjavík ásamt fjórum öðrum nemendum Guð- mundar Samúelssonar og hefur komið fram við mörg tilefni og vann m.a. Nótuna 2012 þar sem hann keppti fyrir hönd Tónlistarskólans í Grafar- vogi og Tónskóla Eddu Borgar. Jótias varð baði hlands og Norðurlandameistari í skylmingum Af framanskráðu er ljóst að verkefni eru þegar næg hjá Jónasi Ásgeiri Asgeirssyni harmonikuleikara og enn fleiri framund- an. Harmonikublaðið þakkar honum fyrir að deila þessum upplýsingum um sig með lesendum blaðsins, sem almennt er mikið áhugafólk um harmonikuleik og harmonikuleikara, ekki síst hina ungu. Jónasi fær vafalaust góðan stuðning á inntökuprófinu með hlýjum straumum frá lesendum. Myndir: Asdís Hinriksdóttir SAGNABELGURINN KÓRAMÓT NORÐLENSKRA KARLAKÓRA Kóramót norðlenskra karlakóra var haldið fyr- ir nokkrum árum. Þar á meðal voru tveir ákaflega vinsælir kórar sem sungu 3 — 4 lög hvor (fór eftir tímalengd laganna). Annar kórinn var með hljómsveit með sér sem annaðist undirleikinn og var þetta nokk- urt nýnæmi. I hljómsveitinni voru tveir tenor saxofónar, trompet, harmonika, bassagítar og trommur. Aður nefndur kór var fjórði í röðinni á svið og stillti sér vel og fagmannlega upp fyrir framan áheyrendur og ég tala nú ekki um hljómsveitina sem stillti sér upp þar fýrir fram- an, skælbrosandi og öryggið uppmálað. I þriðja laginu sem kórinn flutti taldi kórstjórinn í lagið og hljómsveitin byrjaði með forspil. En þá kom babb í bátinn, því annar saxofónleikarinn mundi ekki hvaða lag átti að spila né heldur hvernig lagið byrjaði, en spilaði samt, eitthvað sem var ekkert í líkingu, né nálægt því lagi sem kórinn átti að flytja. Eftir fjóra til fimm takta rang- hvolfdust augun í stjórnandanum og hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Hann sér að karlakórsmeðlimir eru í krampakasti af hlátri upp á sviði og slær lokatón. Hann lítur síðan á saxofónleikarann með augnaráði sem ekki er hægt að lýsa með orðum, gengur til hans og spyr hvort hann væri ekki til í að spila sama lag og hinir væru að spila. „Og hvaða lag er það“, spyr saxofónleikarinn. Kórstjórnandinn fletti nómablöðunum saxofónleikarans, benti á eitt blaðið og sagði: „Við yrðum allir mjög þakk- látir ef þú spilaðir þessar nótur fyrir okkur“. Karlakórinn Heimir var næstur á svið og höfðu þeir félagar lúmskt gaman af aðförunum. Sá sem kynnti lög kórsins ávarpaði gestina og sagði: Það voru einu sinni trompedeikari og saxofón- leikari sem létust og fóru til himna. Þegar þeir standa fyrir framan Lykla Pétur og vilja komast inn spyr Lykla Pétur trompedeikarann hvað hann hafi spilað margar falskar nótur um æfina. „Bara eina“, svaraði trompedeikarinn. Þá stakk Lykla Pétur hann einu sinni með nál í rassinn. „A“, heyrðist í trompedeikaranum og hann fékk inngöngu. Þegar inn var komið heyrðust sker- andi óp, öskur og óhljóð, trompedeikarinn snýr sér að Lykla Pétri og spyr hvað sé á seyði. ,JE, þetta er bara saxofónleikari, sem lenti í sauma- vélinni." Eftir tónleikana fóru þessir tveir kórar í sam- floti til sinna heima og þar hélt grínið áfram, en saxofónleikarinn var kominn á aftasta bekk í rútunni og lét lítið fara fyrir sér. 13

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.