Reykjavík - 23.02.2013, Side 2
2 23. febrúar 2013
Umboðsmaður borgarbúa ráðinn
Umboðsmanni er ætlað að leiðbeina borgarbúum í samskiptum við
borgaryfirvöld telji þeir á sér brotið sem og að veita upplýsingar um kæruleiðir.
Ingi B. Poulsen héraðsdómslög-maður hefur verið ráðinn umboðs-maður borgarbúa og hefur hann
störf um mánaðamótin.
Helstu verkefni umboðsmanns
borgarbúa verða að leiðbeina íbúum
í samskiptum þeirra við stofnanir og
embætti Reykjavíkurborgar og veita
borgarbúum ráðgjöf um rétt þeirra.
Einnig að leiðbeina borgarbúum og
fyrirtækjum sem telja á sér brotið í
samskiptum við Reykjavíkurborg um
meðferð mála og sinna almennum
kvörtunum og ábendingum varðandi
þjónustu. Þá á umboðsmaðurinn að
veita ráðgjöf um endurupptökuheim-
ildir og eða kæruleiðir vegna mála
sem honum berast og hafa eftirlit
með stjórnsýslunni í umboði forsætis-
nefndar borgarinnar. Þá hefur hann
heimild til að rannsaka mál að eigin
frumkvæði. Og einnig er honum ætlað
að veita mannréttindaskrifstofu laga-
lega aðstoð vegna erinda borgarbúa er
lúta að mismunun.
Alls sóttu nítján manns um stöðu
umboðsmanns. Ingi B. Poulsen er með
meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla
Íslands og stundaði framhaldsnám í
umhverfis- og auðlindarétti. Undan-
farin ár hefur hann starfað á lögmanns-
stofu, en um fjögurra ára skeið vann
hann hjá embætti borgarlögmanns við
almenn málflutningsstörf, lögfræði-
lega ráðgjöf innan borgarkerfisins og
málflutning á kærustigi innan stjórn-
sýslunnar.
Reykjavík vikublað óskar eftir að komast í samband við borgar búa sem sjaldan eða
aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl.
Vinsamlegast sendið okkur tölvu póst á ritstjorn@fotspor.is eða hringið í síma 698-6789.
Reykjavík vikublað 8. Tbl. 4. áRganguR 2013
Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is.
auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykja vík. Auglýsingasími 578-1190, netfang: auglysingar@fotspor.is.
Ritstjóri: Haukur Holm, netfang: haukur@fotspor.is. Myndir: Ýmsir, netfang: ritstjorn@fotspor.is, sími: 698-6789.
Umbrot: Prentsnið. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Upplag: 47.500 eintök. dreifing:
Reykjavík vikublaði eR dReift í 47.500 eintökum ókeypis í allaR íbúðiR í Reykjavík.
Viltu segja skoðun þína?
ReykjavíkuRgetRaunin
Virðing Alþingis er þingmönnum mikils virði, í það minnsta segja þeir það flestir, ekki síst ef gagnrýna á framgöngu pólitískra andstæðinga. Alþingi nýtur hins vegar vægast sagt takmarkaðrar
virðingar í samfélaginu eins og marg oft hefur komið fram.
Nú í vikunni varð uppákoma sem erfitt er að henda reiður á, en það má
áreiðanlega draga þá ályktun að hún hafi lítið gert til að hjálpa virðingar-
snauðu þjóðþinginu.
Málið snerist um vantrauststillögu sem Þór Saari þingmaður Hreyf-
ingarinnar kynnti síðdegis á fimmtudag vegna þess að allt stefnir í að
stjórnarskrárfrumvarpið færi ekki í gegnum þingið. Samkvæmt tillögunni
færi ríkisstjórnin frá, yrði vantraust samþykkt, starfstjórn tæki við og
kosið yrði 13. apríl. Fjórtán dögum áður en á að kjósa hvort eð er. Að
vísu þýddi þetta að önnur ríkisstjórn sæti í hálfan annan mánuð eða svo.
Einhverjir höfðu á orði að formgalli væri á tillögu Þórs. Aðrir bentu á
að með þessu væri þingmaðurinn að tryggja að stjórnarskrármálið væri
endanlega dautt. Sjálfur sagði hann að það væri einfaldlega raunin miðað
við núverandi aðstæður.
Sem kunnugt er vildu þingflokksformenn stjórnarflokkanna drífa at-
kvæðagreiðsluna í gegn, í stað þess að bíða með hana til þriðjudags eins
og tillagan gerði ráð fyrir. Þór dró því tillögu sína til baka, en segir málinu
ekki lokið, tillagan geti komið aftur síðar. Og ekki hægt að skilja öðruvísi
en svo að hann ætli að nota vantrauststillögu sem þvingunarúrræði.
Út af fyrir sig má hrósa Þór fyrir að virðast hafa það prinsip að styðja ekki
þá sem hann telur að standi ekki við gefin fyrirheit. En allt þetta sjónarspil
virkaði einfaldlega hlægilegt og ekki það sem Alþingi bráðvantaði, þvert á
móti. Það er þegar of margt sem kjósendum finnst skrýtið við vinnubrögðin
við Austurvöll, svo ekki sé farið í svona ferðalag.
Við þetta má svo auðvitað bæta, að vantraust á ríkisstjórn er alvörumál og
slíkt ber ekki að hafa í flimtingum né veifa slíkum tillögum af gamni sínu.
Það er stutt í kosningar. Við kjósendur getum bara vonað að vinnubrögðin
þar yfirleitt batni, varla geta þau versnað, svo oft hefur botninum verið náð.
Góða helgi.
Leiðari
Einmitt það sem
Alþingi vantaði
– eða ekki
Svar á bls. 14
Hvar stendur þetta hús og hvað heitir það?
Mönnum skákað í Hörpu
Reykjavíkurskákmótið, það 49, stendur nú yfir í Hörpu. Mótið hófst síðastliðinn þriðjudag og
stendur til 27. febrúar.
Jón Gnarr borgarstjóri lék fyrsta
leikinn á mótinu fyrir hollenska stór-
meistarann Anish Giri sem mætti Jo-
han Sebastina Christiansen frá Nor-
egi. Giri er stigahæsti keppandinn á
mótinu.
Mótið nú er hið fjölmennasta til
þessa, 230 keppendur, þar af 170
útlendingar frá 40 löndum. Friðrik
Ólafsson fyrsti stórmeistari Íslands
er meðal keppenda, 78 ára, og hefur
staðið sig af stakri prýði til þessa. Þess
má geta að Friðrik var einnig með á
fyrsta Reykjavíkurskákmótinu. Þá eru
tveir heimsmeistarar meðal keppenda,
Guo Qi frá Kína sem er heimsmeistari
stúlkna og Úkraínumaðurinn Alex-
ander Ipatov heimsmeistari pilta, en
hann keppir reyndar fyrir Tyrkland.
Túbusjón-
vörp vantar á
HönnunarMars
Hönnunarhátíðin Hönnunar-Mars verður haldin 14.-17.
mars. Umhverfis- og skipulagssvið
Reykjavíkurborgar tekur nú þátt í
fyrsta sinn með sýningu á Hlemmi.
Sviðið hefur aðkomu að mörgum af
stærstu hönnunarverkefnum borgar-
innar. Sem kunnugt er hefur Reykja-
víkurborg keypt BSÍ húsið og stendur
til að færa skiptistöðina á Hlemmi
þangað. Borgarbúum stendur nú á
HönnunarMars til boða að koma
með hugmyndir um hvað gera eigi
við húsnæðið á Hlemmi.
Samkvæmt
upplýsingum
frá Reykja-
víkurborg er
í uppsiglingu
mikil sýning á Hlemmi og er nú leitað
að túbusjónvörpum sem virka og eru
með skarttengi. Í hvað á að nota þau
fæst ekki uppgefið, en að það muni
koma í ljós á HönnunarMars. Að lok-
inni sýningu verður sjónvörpunum
svo komið til Góða hirðisins þannig
að þau nýtist áfram.
Þeir sem eiga slíka gripi í fórum
sínum geta komið þeim í afgreiðslu
Reykjavíkurborgar á Höfðastorgi
Borgartúni 12-14.
Framkvæmdir við hjóla-
og göngubrýr yfir Elliða-
árósa í fullum gangi
Framkvæmdir vegna hjóla- og göngubrúa yfir ósa Elliðaáa standa nú sem hæst. Stórvirkar
gröfur og vinnuvélar eru nú notaðar
við að byggja undir brýrnar, sem
þvera munu Elliðaárnar yfir Geirsnef.
Umferð er þar af leiðandi tak-
mörkuð á Geirsnefi vestanverðu.
Áætlað er að verkinu verði lokið um
mánaðamótin ágúst/september.