Reykjavík


Reykjavík - 31.05.2014, Blaðsíða 14

Reykjavík - 31.05.2014, Blaðsíða 14
14 31. maí 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Einkarekið Apótek Lágt lyfjaverð - góð þjónusta Hitaveitu & gasskápar Blikksmiðjan Vík ehf / Skemmuvegur 42, 200 Kópavogi / kt. 4309850279 / Sími: 557-1555 / blikkvik@blikkvik.is fyrir sumarbústaði og heimili Gæði • Þjónusta • Öryggi Hitaveituskápar Við sérsmíðum og eigum líka hitaveitukassa á lager. Einnig smíðum við mikið af kössum á kerrur, bíla ofl. Fáanlegir í mörgum litum. Gasskápar Eigum gasskápa á lager. Læsanlegir og smíðaðir úr áli. Láttu ekki stela af þér kútunum! Réttlát Reykjavík – V fyrir vinstri! Á morgun kjósum við Reykvík-ingar um í hvernig samfélagi við viljum búa. Stefna Vinstri grænna er að gera gott samfélag enn betra, með réttlæti, jöfnuð og sjálfbærni að leiðarljósi. Stefna Vinstri grænna er að standa vörð um þá sigra sem við vinstra- fólk höfum unnið í gegnum tíðina, vel- ferðarkerfið og grunnþjónustuna, og að sækja fram á nýjum sviðum. Bæta þessa þjónustu og efla velferðarkerfið. Framboð VG er eina framboðið til vinstri í þessum kosningum. Það þarf að útrýma fátækt og tryggja börnum jöfn tækifæri til menntunar óháð efnahag foreldra þeirra. Það viljum við gera með því að afnema gjaldheimtu fyrir leikskóla, skólamáltíða og frístunda- heimila og tryggja barnafjölskyldum með því auknar ráðstöfunartekjur. Við munum standa vörð um almanna- þjónustuna og eigur almennings. Þannig tryggjum við að borgin bjóði upp á fjöl- breytta og góða þjónustu í samræmi við þarfir og vilja borgarbúa en ekki einka- aðila og gróðasjónarmiða. Mikilvægt er að standa með starfsfólki í almanna- þjónustu, bæta kjör þess og aðstæður til starfsþróunar. Margir borgarbúar eiga í vandræðum með að finna sér öruggt og varanlegt húsnæði á viðráðanlegu verði og það er langt síðan húsnæðismál hafa verið jafn mikilvægt viðfangsefni í stjórn- málum. Borgarstjórn verður að leggja sitt af mörkum til að jafna aðstöðumun leigjenda og eigenda húsnæðis. Við viljum stuðla að uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða á félagslegum grunni með aðkomu borgarinnar. Auk þess að mæta biðlistum eftir félagslegu húsnæði og hækka húsaleigubætur. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru ein helsta ógnin við það samfélag manna sem við þekkjum og við því þarf að bregðast. Í allri stefnumótun okkar og ákvarðanatöku á vettvangi borgarstjórnar munum við hafa breytta samgönguhætti og ábyrga auðlindanýtingu að leiðarljósi. Það verður að virða mannréttindi og frelsi allra borgarbúa. Það er óásættan- legt að hugmyndafræði sem gengur gegn mannréttindum og elur á fordómum fái að hreiðra um sig borgarstjórn. Allir borgarbúar eiga að njóta sömu réttinda, frelsis og tækifæra án undantekninga. Atkvæði greitt Vinstri grænum er í þágu réttlætis í Reykjavík. Vinstri græn standa vörð um velferðarkerfið og það sem hefur áunnist, og eru reiðubúin til að stíga róttæk og nauðsynleg skref til til að gera gott samfélag enn betra. Rödd Vinstri grænna í borgarstjórn veitir mikilvægt aðhald, setur mál á dag- skrá og er rödd umhverfissjónarmiða og vinstri áherslna. Sú rödd verður að hljóma í Ráðhúsinu áfram. Til að svo megi verða þarf að kjósa V á kjördag! Birta og ylur: Heima, í skóla og í vinnunni Björt framtíð hefur lýst mark-miðum sínum í kosningabaráttu undanfarinna vikna á mjög ein- faldan og skýran hátt. Borgarstjórn þarf að vinna að því að Reykjavík standist samanburð við höfuðborgir stærri landa og geti jafnvel gert betur. Það er fyrst og fremst þrennt sem þarf að rækta og byggja upp til að ná þessu markmiði: • Borgaryfirvöld þurfa að vinna að því að tryggja að í borginni geti allir fundið húsnæði við hæfi til leigu eða kaups á því verði og með þeim skil- yrðum sem fólk ræður við. Þess vegna ætlum við til dæmis að leggja kapp á að bæta leigumarkað á næstu árum. • Skólarnir í borginni þurfa að vera fyrsta flokks. Þeir eiga að vera athvarf og skjól barna og unglinga og á sama tíma uppfylla kröfur um menntun sem skilar úrvalsfólki áfram til frekara náms og starfa. Gríðarlega mikið hefur verið lagt í grunnskólana okkar, byggingar og aðstöðu. Með samvinnu við foreldra og kennara getum við séð til þess að þessi fjárfesting skili sér til nemendanna og samfélagsins. • Reykjavík er þekkingarborg með öfl- ugum háskólum og rannsóknastofn- unum. Það þýðir að borgaryfirvöld verða að leggja sig fram og vinna með fyrirtækjum og leiðtogum í at- vinnulífi að því að eflast enn frekar á sviði atvinnugreina sem byggja á þekkingu. Það gera sér ekki allir grein fyrir því að borgin á í harðri al- þjóðlegri samkeppni. Við keppum við aðrar borgir um vinnuafl og verkefni. Reykjavík þarf að vera góður búsetu- kostur sem hæfir starfsmetnaði fólks, ekki aðeins Íslendinga, heldur fyrir toppfólk hvaðanæva að. Það er óumdeilt að Besti flokkurinn hefur breytt borgarmálunum til hins betra á síðustu fjórum árum. Birtan og gleðin af góðum árangri heldur áfram með góðri kosningu Bjartrar framtíðar. Við höfum ekki verið að búa til langar og innihaldslitlar stefnuskrár heldur haft markmiðin skýr og látið verkin tala og þannig verður það áfram. Velferð eldri borgara er velferð allra Í Reykjavík er fjöldi þeirra sem eru eldri en 70 ára um 11 þúsund manns. Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands mun öldruðum fjölga verulega á næstu áratugum. Nauðsynlegt er því að byrja að endurhanna þjónustu við aldr- aða. Bæði vegna þess að hún er ekki nógu góð í dag og eins að mun fleiri munu þurfa á þjónustu að halda eftir nokkur ár. Stærsti hluti þeirra sem fær heima- þjónustu frá Reykjavíkurborg eru aldr- aðir. Líklegt er að þetta séu um 2.300 manns í dag. Á biðlista eftir heimaþjón- ustu fjölgar nú milli ára um 30%, svo ekki hefur tekist að koma til móts við þörf fyrir þjónustu. Eins er það svo að þeir sem fá aðstoð inn á heimili sín fá lítið um það að segja hvernig sú aðstoð er veitt. Þeir fá ekki að velja hver kemur, hvenær eða hvernig að þjónustunni er staðið. Auðvelt er að skilja að ekki ríkir ánægja með slíkt. Stefna Sjálfstæðisflokksins í borginni hvað varðar þjónustu við aldraða er mjög skýr. Fólk á að hafa frelsi til að velja þá þjónustu sem þeim hentar best. Ef sá sem þarf þjónustu tekur ákvörðun um hvaðan hann sækir þá þjónustu og með hvaða hætti hefur hann í hendi sér það nauðsynlega tæki að geta valið. Um leið verður til heilbrigð samkeppni. Án hennar er ekki hvati til að mæta við- skiptavinum á þeirra forsendum. Mjög nauðsynlegt er að breyta þessu sem fyrst. Eins og staðan er í dag virðast innri reglur Reykjavíkurborgar hafa meiri áhrif á það hvernig þjónustu fólk fær og hversu hratt hún berst en ekki þörf viðskiptavinarins. Afar mikilvægt er að á næsta kjör- tímabili komist að ný sjónarmið og breytt vinnubrögð í Reykjavík. Sjálf- stæðisflokkurinn mun standa vörð um velferð aldraðra sem annarra og ráðast í þær breytingar sem nauðsynlegar eru samfélaginu til hagsbóta. Höfundur er Áslaug María Friðriksdóttir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins Höfundur er Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar Höfundur eru Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi skipar 1. sæti Vinstri grænna í Reykjavík og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir, fyrrverandi þulur skipar 28. sæti listans BorgarstjórnarKosningar 2014

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.