Reykjavík


Reykjavík - 19.07.2014, Blaðsíða 4

Reykjavík - 19.07.2014, Blaðsíða 4
4 19. júlí 2014REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Hitt heimsmeistaramótið í Brasilíu Fótboltinn hefur verið í öndvegi í sumar. Á meðan HM fór fram fór líka fram „heimsmeistara- mót“ barna í götubolta sem er verk- efni Unicef og samstarfsaðila í Brasilíu. Keppnin fór fram í smábænum Vila Cabral Miranda og þarna kepptu lið Paragvæ, Kenýa, Síle og Brasilíu og fleiri þjóða. Vila Cabral Miranda er ekki ríkur bær og kannski helst þekktur fyrir að þar eru tvö öryggisfangelsi og gerðu fangarnir uppreisn í fyrra. Mörg börnin sem búa í þorpinu eiga reyndar föður, móður, bróður eða systur í öðru hvoru fangelsinu. Þetta eru semsagt ekki forréttindakrakkar. Á undan keppninni voru búnir til pappírsfánar fyrir hverja þjóð og svo stilltu liðin sér upp með sína fána og það var tekin mynd. Hver leikur fór svo fram í þremur hlutum: 1. Liðin komu sér saman um reglurnar sem skyldu gilda. 2. Svo spiluðu þau fótboltaleikinn. 3. Síðan lögðu þau mat á leikinn og komust að niðurstöðu um úrslitin. Hvernig voru svo reglurnar? Til dæmis: Allir eiga að fá að vera með boltann. Ekki blóta. Ekki hrinda eða meiða. Allir eiga óska til hamingju þegar einhver skorar mark - líka þeir sem eru í hinu liðinu. Allir spila fallega og vera sanngjarnir. Stundum gildir sú regla stundum að ef ungur og lít- ill leikmaður skorar þá fást tvö mörk fyrir. Markmiðið með mótinu er að krakkarnir læri að bera virðingu fyrir hvert öðru, spila á sanngjarnan hátt og leika saman sem lið. Samfélag er samkomulag þeirra sem eru ólíkir. Gott samfélag er samkomu- lag um að lifa góðu lífi saman sem einkennist af virðingu, sanngirni og umhyggju. Ef það væri til HM í því að vera góð þjóð þá held ég að lands- liðsþjálfarar gerðu margt vitlausara en að horfa til krakkanna í Vila Cabral Miranda og heimsmeistaramótsins þeirra. Dóttir mín, sem er á sjötta ári, varð fyrir óhappi í vikunni. Hún datt þegar hún var að ganga niður stiga úr tampólíni og fékk svolítinn skurð á nef. Fyrst hélt ég að þetta væru bara blóðnasir, en við foreldrarnir ákváðum, eftir nánari skoðun, að réttast væri að kíkja með hana á slysavarðstofuna. Sem við og gerðum. Nokkuð af fólki sat og beið niðri í afgreiðslunni þegar við komum. Við ræddum við ungan mann í afgreiðslunni sem skráði okkur inn og benti okkur á að fara upp á næstu hæð, þar sem litið yrði á barnið. Við tókum lyftuna upp og þegar við komum upp á aðra hæð gerðum við grein fyrir okkur og var boðið að bíða á sérstakri barnabiðstofu. Þetta er lítið herbergi, en hlýlegt. Þar eru mjúkir stólar, nokkur leikföng og bækur og raunar sjónvarpstæki, sem við kveiktum ekki á. Þarna sátum við og lásum bók í nokkra stund og svo fékk stelpan að leika sér í síma föður síns. Þarna voru önnur börn líka, og fleira fólk og þess vegna nokkur bið. Ætli við höfum ekki beðið í um það bil klukkutíma áður en okkur var bent á að koma inn í skoðunarherbergi. Þar leit hjúkr- unarfræðingur á sárið og síðan tók við nokkur bið í viðbót eftir lækni til að gera að. Ætli þetta hafi ekki tekið um eða rétt yfir tvær klukkustundir í það heila. Þetta er ekki skrifað til þess að kvarta undan biðinni. Dóttir mín var raunar orðin nokkuð þreytt þegar þarna var komið í sögu, enda klukkan langt gengin í tólf að kvöldi. Nei, mér er efst í huga hlýleg og elskuleg framkoma og fagmennska starfsmannanna á bráðamóttökunni í Fossvogi. Ég efast ekki um að þetta geti verið erfitt starf og lýjandi. Tala nú ekki um þegar fólk gengur vaktir á öllum tímum sólarhrings og þarf að takast á við margt það versta sem fólk getur upplifað í lífi og starfi, alvarleg meiðsli, sársauka, jafnvel dauða. Það var nefnilega ekkert mál að bíða. Meira að segja fimm ára barni fannst það ekkert mál. Hún stóð sig raunar eins og hetja þegar til kastanna kom. Var ekkert hrædd við lækninn, sem var ekkert minna elskulegur en annað fólk sem við hittum þetta kvöld. Guðrún læknir ákvað að ekki væri ástæða til þess að sauma. En hún ákvað að líma sárið saman og setti svo plástra yfir. Stelpan fékk svo að velja sér verðlaun fyrir frammistöðuna, tattú og sápukúlur sem hún valdi handa litla bróður sínum. Við kvöddum. Þreytt en þakklát. Á einum tímapunkti í biðinni spurðist ég fyrir um það hvort ég gæti fengið kaffi. Það var ekki í boði, en við gátum fengið vatn og djús í vél frammi á gangi. Ég mundi það sem maður gleymir stundum þegar maður kvartar undan heilbrigðiskerfinu, að við vorum á sjúkrahúsi, ekki kaffihúsi. Annars er Reykjavík vikublað nú á leið í örstutt sumarfrí, en kemur út að nýju fyrsta laugardag eftir verslunarmannahelgi. Hafið það gott í millitíðinni sem aðra daga. Ingimar Karl Helgason Leiðari Ekki kaffihús heldur sjúkrahús Reykjavík vikublað 26. Tbl. 5. áRganguR 2014 Útgefandi: Fótspor ehf. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason, sími: 824 2466, netfang: amundi@fotspor.is. framkvæmdastjóri: Ámundi Steinar Ámundason, netfang: as@fotspor.is. auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason, Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík. Auglýsingasími 578 1190, netfang: auglysingar@fotspor.is, Veffang: fotspor.is, Ritstjóri: Ingimar Karl Helgason, sími: 659-3442 netfang: ingimarkarlhelgason@gmail.com, Blaðamaður: Atli Þór Fanndal. Netfang: atli@ thorfanndal.com. Menningarblaðamaður: Hildur Björgvinsdóttir. Netfang: hildurbjorgvins@gmail.com. Matarblaðamaður: Svavar Halldórsson. Sími. 869-4940. Netfang. svavar@islenskurmatur.is, Umbrot: Prentsnið, Prentun: Ísafoldarprentsmiðja, 50.000 eintök. dreifing: Fríblaðinu er dreiFt í 50.000 e intökum í allar íbúðir í reykjavík. UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Hjálparþurfi „Þessi fjöl- miðlahring- gekkja sem fór af stað í aðdraganda kosninga, hún var ekki sett upp af hálfu fjölmiðla til að hjálpa flokknum,“ sagði Þorsteinn Sæ- mundsson einn þingmanna Fram- sóknarflokksins, í viðleitni til að að hvítþvo flokkinn af kosningabarátt- unni í Reykjavík í vor. En áhugavert er það viðhorf að hlutverk fjölmiðla sé að hjálpa Framsóknarflokknum. Kannski er eitthvað um það í stjórn- arsáttmálanum? Ekki trúverðugt Á miðstjórnarfundi framsóknar var eftir töluverðar umræður, að sögn fjölmiðla, samþykkt ályktun um að flokkurinn muni framvegis berjast gegn mismunun af hverju tagi, vegna trúarbragða, litarháttar, kyns, stöðu og kynhneigðar. Þrjár tillögur um ályktun munu hafa komið fram, að sögn RÚV og tók umræðan langan tíma. Það vekur athygli því að fram- sóknarmenn hafa lengi haldið því fram að þetta séu „grunngildin“. Bull „Þetta er spurning um að þær lendi ekki allar á ríkinu heldur taki sjúkratryggðir þátt í þeim,“ sagði Stein- grímur Ari Arason, forstjóri Sjúkra- trygginga í vikunni, um skarpar hækk- anir á þjónustu sérfræðilækna og rannsóknargjalda. Þetta er bull. Hér er verið að færa kostnað frá sam- eiginlegum sjóðum og yfir á veika og slasaða. Heilbrigðisráðherra hefur með reglugerðum undan- farna mánuði verið að gera slíkt hið sama. Minnist fólk þess að hafa kosið stjórnarflokkana út á þetta? Samráð? Heilbrigðisráðherra úr Sjálfstæðis- flokknum sameinar heilbrigðisstofn- anir úti á landi, við heldur neikvæðar undirtektir. Á sama tíma eru fram- sóknarráðherrar að moka stofn- unum og starfsfólki út á land. Væri í ekki heppilegt að stefnan yrði rædd við ríkisstjórnarborðið áður en til- kynnt eru um vondar og vanhugs- aðar ákvarðanir? Meira samráð Verð fyrir húsnæði á höfuðborgar- svæðinu er allt of hátt og hefur þetta vakið athygli fjölmiðla, eins og hús- byggingaráform. Borgaryfirvöld hafa í hyggju að standa fyrir byggingu á þúsundum íbúða, í Kópavogi er byggt á fullu og líka í Mosfellsbæ. „Skógur af byggingakrönum“ þótti mikið gæfumerki fram að hruni. En rétt eins og fyrir hrunið, þá virðist lítið samráð vera milli sveitarfélag- anna um allar þessar byggingar. Í fréttumUmmæli með erindi: „Og vígahrammurinn er reiddur til höggs á örfoka öræfum jafnt sem í blómlegum dalabyggðum vegna ráðbruggs um risaorkuver, um að sökkva landflæmum undir miðlun- arlón, breyta farvegi fallvatna, virkja friðlýstar perlur í íslensku landslagi; jafnvel þjóðgarðar eru í hættu. Er það svo að við viljum fórna því dýrmætasta í fórum okkar, sjálfum frumburðarrétti sérhvers Íslendings og Íslendinga fram- tíðarinnar á altari orkufreks iðnaðar – jafnvel mengandi stóriðju? Og þó svo væri: hafa nútíma Íslendingar rétt til að ráðstafa frumburðarrétti komandi kynslóða? Hver hefur svo skelfilegt vald?“ - Guðmundur Páll Ólafsson. Perlur í náttúru Íslands, 1990. Höfundur er Árni Svanur Daníelsson, prestur Trúnaður Hannesar Davíð Oddsson gerði mistök í helg- arblaði Mogga fyrir viku, þegar hann gerði Tryggva Gunnarssyni, umboðsmanni Alþingis upp skoð- anir, sem reyndust vera úr bréfi al- nafna umboðsmannsins. Nú hefur alnafninn upplýst að hann hafi sent Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni pró- fessor í stjórnmálafræði umrætt bréf nokkrum dögum áður en Davíð gerði það að umræðuefni. „Það hlýtur að vera þess vegna sem ritstjóri Morgun- blaðsins er að vitna í bréfið núna,“ segir Tryggvi Gunnarsson ekki um- boðsmaður í viðtali við DV. Heimildarýnin Tryggvi sendi í janúar umrætt bréf á nokkra fjölmiðla, þingmenn og for- setann og mun víst reglulega senda ýmsar orðsendingar úr hotmail- tölvupóstfangi sínu. Ein mikilvæg- asta skylda blaðamanna er að ganga úr skugga um áreiðanleika heimilda sinna. Sama má segja um fræðimenn. Dýrafræði Sjávarútvegsráðherra mun íhuga að leggja veiðigjöld á hvalveiðar. Í svari ráðuneytis hans við fyrirspurn Frétta- blaðsins segir orðrétt: „veiðigjöld taki til veiða allra stofna við landið, og því jafnt um sjálfbæra nýtingu hvala og hrefna eins og annarra fiskistofna“. Síðast þegar a t h u g a ð var, voru hvalir spendýr, en ekki fiskar. En þetta gæti svosem skýrt margar undarlegar ákvarðanir í ráðuneytum Sigurðar Inga Jóhannssonar. 101 monní Fasteignafélagið Gamma hefur keypt upp hundruð íbúða í höfuðborginni og er sakað um einokunarstöðu og að halda leiguverði háu. Ekki er að heyra á borgarstjóranum að hann vilji bregðast við þessu sérstaklega. Enginn annar úr borgarstjórninni hefur lagt orð í belg í þessum efnum. Flestir borgarfulltrúar búa mið- svæðis í Reykjavík. Kannski finnst þeim það vera hagur sinn að fast- eignaverð á eigin bletti sé sem hæst? Litla Ísland Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakaði lög- regluna um að færa DV lögregluskýr- slur í rannsókn sinni á lekamálinu í innanríkisráðuneytinu í viðtali í síð- asta tölublaði Reykjavíkur vikublaðs. Nú liggja aðstoðarmenn ráðherra undir grun og ráðherra hefur verið sagður hafa villt um fyrir Alþingi og íslenskri þjóð. Lögreglustjóri vildi ekki tjá sig um málið, þótt það væri boðið, enda í viðkvæmri stöðu, sem umsækjendi um embætti forstjóra Samgöngustof u . Hanna Birna Kristjánsdóttir, flokkssystir Vil- hjálms, er einmitt sá ráðherra sem veitir í emb- ættið. héðan og þaðan …

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.