Reykjavík - 19.07.2014, Qupperneq 12
19. júlí 201412 REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Lögleiðing vændiskaupa?
Undanfarnar vikur hefur farið fram á vefmiðlum merkileg umræða um vændi,
þar sem greinar hafa birst á víxl á netmiðlum. Þessi umræða kemur ekki fram
í neinu tómi. Þannig hefur í fjölmiðlum verið fjallað um átak íslenskra lög-
regluyfirvalda, sem hafa rannsakað hátt í 200 vændiskaupamál undanfarið ár.
Einnig hefur verið greint frá því hér í blaðinu að 36 refsidómar féllu í málum
af þessu tagi í fyrra. Lagaumhverfi hér á landi er þannig að bannað er að
kaupa vændi og bannað er að hafa viðurværi sitt af vændi annarra. Þetta er
nýleg löggjöf hérlendis og hefur verið kölluð sænska leiðin; að færa ábyrgðina
á herðar kaupandanum. Hins vegar er ekki bannað að stunda vændi.
Nokkur umræða hefur átt sér stað er-
lendis um þessi mál og hafa stór samtök
eins og UN Women og mannréttinda-
samtökin Amnesty International haft
þau á dagskránni. Í umræðuskjali frá
Amnesty sem kom fyrir almennings-
sjónir í vetur, var þeirri hugmynd fleygt
að vændiskaup og vændi eigi að vera
lögleg.
Meðal röksemda sem hafa verið
nefnd fyrir þessu er að sumir stundi
vændi af fúsum og frjálsum vilja og
ekki megi leggja stein í götu þessa fólks.
Á móti hefur verið bent á að lang flestir
sem stunda vændi eða séu í „kynlífs-
iðnaði“ séu ýmist í mansalsánauð, eða
í ánauð fíknar eða öðrum aðstæðum
sem í reynd útiloka að viðkomandi hafi
í reynd nokkurt val um iðjuna. Það á
hins vegar aldrei við um kaupandann.
Anna Lúðvíksdóttir, skrifstofu-
stjóri hjá Amnesty hér á landi, segir
í athugasemd við greinina sem hér er
endurbirt af vefsíðunni Knuz.is, að
Amnesty hafi enga afstöðu tekið til
lögleiðingar vændis. Um leið má ítreka
að ekki er ólöglegt að stunda vændi
hérlendis. Lögin leggja ábyrgðina á
herðar þeim sem kaupir það.
Reykjavík vikublað fékk leyfi til þess
að birta eina þessara greina sem hafa
birst á vefmiðlunum í umræðunni
undanfarnar vikur. Þessi grein er eftir
Elísabetu Ýr Atladóttur, en hún birtist
upphaflega á vefritinu Knuz.is. Knúz
gerir sérstakan fyrirvara við greinina,
hún fjalli um vændi og ofbeldi, og því
rétt að benda lesendum Reykjavíkur
vikublaðs á hið sama, áður en lengra
er haldið. Rétt er að halda því til haga
að vísað er til fjölmargra heimilda í
tenglum í vefútgáfu greinarinnar. Þeir
sem vilja kynna sér þær er bent á vef-
síðuna Knuz.is. Millifyrirsagnir eru
blaðsins.
- ritstj.
samféLagsumræða
Vændi, „val“, „frelsi“ og „öryggi“
Höfundur: Elísabet Ýr Atladóttir
Ég fagna umræðu um vændi en um leið hryggir það mig mjög að sjá
hversu margir kokgleypa glansmyndir
kynlífsiðnaðarins gagnrýnilaust. Ég efast
ekki um að það er mun auðveldara að
telja sér trú um að vændisfólk sé oftast
nær í þessum aðstæðum og þessari stöðu
á eigin forsendum, að konur í þessum
iðnaði hafi valið það nauðungarlaust að
stunda vændi, að þær njóti vinnu sinnar
og fagni hverjum viðskiptavini, að þær
eigi snurðulaust og faglegt samband við
melludólginn sinn. Það er mun auð-
veldara að henda fram setningum eins
og frelsi til að velja og öryggi í starfi en að
rannsaka vel og vandlega hvaðan þetta
fólk í raun kemur, hvað það er í raun
að gera, hver hefur valdið yfir þeim og
hverjum vinna þeirra gagnast í raun. Það
er auðveldara að láta eins og reynsla for-
réttindavændisfólks sé saga meirihluta
þeirra sem stunda vændi en að lesa og
hlusta á sögur þeirra sem komust við
illan leik úr þessum iðnaði, með tættar
sálir og vondar minningar. Sum voru
seld af fjölskyldu sinni. Mörg voru tæld
og þvinguð af ókunnugu fólki sem bauð
þeim betra líf í nýju landi. Önnur kúguð
til að selja sig til að þóknast elskhuga.
Mörg í stórkostlegum fjárhagslegum
vanda.
Bara ekki barnið mitt
Ótrúlegur fjöldi þessa fólks var og er
beitt ofbeldi á einhverju tímabili í lífi
sínu, reynsla sem gjarna aftengir þol-
andann frá líkama sínum. Einhver þeirra
eru að berjast við erfiða fíkn. Rasismi,
stéttaskipting, kvenhatur lita þennan
iðnað. Og kynlífsiðnaðurinn gerir
hvað sem er til að slá ryki í augu fólks
og viðhalda blekkingarleiknum þar sem
hamingjusama hóran er normið, en kúg-
unin, fíknin og ofbeldið eru frávikið. Og
það versta er að þetta virkar. Fólk étur
þetta upp í einfeldningslegri óskhyggju
og klappar sér svo á bakið fyrir að vera
baráttufólk fyrir frelsi til að velja. Þessu
sama fólki þætti hins vegar óhugsandi
að barnið þeirra stundaði vændi.
Peningar = samþykki
Það er ekki réttur fólks að stunda kynlíf
ef enginn er viljugur til að stunda það
með þeim. Þessi iðnaður byggist upp á
því að halda í hávegum forréttindum
karla til að nota líkama kvenna að vild.
Það ýtir undir hugmyndir um að full-
næging karla sé mikilvægari en geð-
heilsa og líkami kvenna. Fyrst þetta er
svona mikið val, hvernig stendur á því
að það eru alltaf stúlkur og konur með
langminnst af valkostum sem enda í
þessum iðnaði? Hvers vegna telst eðli-
legt að konur í neyð „velji“ að selja lík-
ama sinn til að ná endum saman? Það
er ekki talið eðlilegt að karlmaður noti
þessa aðferð, jafnvel ekki til að komast úr
stórkostlegum fjárhagslegum vanda. Það
er aldrei talað um rétt þeirra til að selja
sig. Það er einungis talað um konur, því
heterónormatívt forréttindakerfi feðra-
veldisins krefst þess að karlmenn hafi
greiðan aðgang að líkama kvenna, en
sykurhúðar það sem „val“, „rétt“, „frelsi“.
Það krefst þess að konur veiti þessa þjón-
ustu þar sem það gefur út þau skilaboð
að kynlíf sé réttur karla og það sé hlut-
skipti kvenna að veita það, hvort sem
þær eru viljugar eða ekki. Fyrir feðra-
veldinu, fyrir kapítalismanum, fyrir þau
sem nýta sér neyð vændisfólks, jafngilda
peningar samþykki. Skítt með það hvaða
áhrif það hefur á vændisfólkið sjálft eða
samfélagið í heild.
Lögleiðing ekki virkað
Lögleiðing vændis hefur ekki virkað.
Þýskaland er enn miðstöð vændis, þar
sem vinnuveitandi hefur meiri stjórn
yfir líkama vændisfólks en þau sjálf og
vændisfólk þjáist. Í Ástralíu hefur komið
fram að 64% vændiskvenna myndu vilja
losna úr vændinu strax, og í Hollandi
er sú tala 75%. Af 854 manneskjum í
vændi í 9 löndum vildu 89% úr vændi
en gátu ekki farið af einni eða annarri
ástæðu (val! Frelsi!). Þegar Amnesty
International gaf út lögleiðingarskjalið
sem var mjög umdeilt í hópum þolenda
og innan Amnesty, mótmæltu þolendur
vændis kröftuglega. Í mörgum tilvikum
hefur komið í ljós að þau sem tala einna
hæst um lögleiðingu eru í raun, eða hafa
verið, melludólgar sjálf. Fólk sem berst
fyrir lögleiðingu hefur jafnvel logið
blákalt og fiktað í rannsóknum til að
koma málefni sínu á framfæri. Sænska
leiðin hefur sannað gildi sitt og réttmæti
ítrekað, en enn talar fólk um mýturnar
sem koma beint frá kynlífsiðnaðinum
til að þagga niður í þeim sem hafa raun-
verulega einhverju við umræðuna að
bæta. Þessi iðnaður hefur aftur og aftur
sýnt og sannað að hann er skaðlegur
öllum þeim sem stunda vændi innan
hans, en enn er talað um hamingjusömu
hóruna. Það er nefnilega svo miklu auð-
veldara.
Hver græðir á
kynlífsiðnaðinum?
Hlustum á þolendur vændis. Tökum
mark á rannsóknum og hættum að
gefa forréttindavændisfólki og mellu-
dólgum svona mikið pláss í umræðunni.
Fólk í forréttindahópum má ekki ein-
oka umræðuna á meðan það eina
sem það hefur til að styðja mál sitt er
einstaka vændiskona sem finnst vændi
bara alveg æðislegt. Öryggi og réttindi
vændiskvenna er nákvæmlega það sem
sænska leiðin berst fyrir. Hættum að
hugsa um vændi sem eitthvað óumflýj-
anlegt náttúrulögmál og að eina leiðin
til að hjálpa fólkinu sem þjáist vegna
vændis sé að lágmarka skaðann sem það
verður fyrir. Kynlífsiðnaðurinn veltir
milljörðum á ári og græðir gríðarlega á
lögleiðingu vændis og þöggun þolenda.
Útrýmum vandamálinu með því að
berjast markvisst gegn því, með því að
rannsaka það, ræða það og leita lausna,
í stað þess að leita leiða til enn frekari
normalíseríngar.