Reykjavík


Reykjavík - 19.07.2014, Side 11

Reykjavík - 19.07.2014, Side 11
19. júlí 2014 11REYKJAVÍK VIKUBLA Ð Ætti að ganga frjáls „Við erum í mikilli skuld við hann sökum tegundar uppljóstrananna,“ sagði Navi Pillay, fulltrúi mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, um stöðu Snowden við breska blaðið Guardian. Hún segist ekki teja að lögsækja skuli Snowden enda séu upplýsingarnar sem hann birti al- menningi gagnlegar og mikilvægar. Ben Wizner, lögmaður hjá ACLU, banda- rískum mannréttindasamtökum sem berjast fyrir lagalegri vernd einstaklinga í bandarísku samfélagi, hefur sagt ólíklegt að Snowden snúi aftur til Bandaríkjanna og treysti á sanngjarna málsmeðferð í því landi. „Lög þau sem eru grundvöllur ákæru gagnvart Snowden gera engan greinarmun á því að deila upplýsingum með fjölmiðlum í nafni almannaheilla og því að selja óvinveittum erlendum aðilum ríkisleyndarmál,“ sagði Wizner við Guardian. Gagnrýnir bresk lög Snowden er afar gagnrýninn á tilraunir breskra yfirvalda til að þröngva hratt í gegnum breska þingið frumvarpi sem felur í sér jafnvel víðtækari heimildir til njósna en þegar eru til staðar í Bretlandi. Uppljóstranir Snowden hafa einmitt leitt í ljós afar víðtækar njósnir banda- rískra sem og yfirvalda um allan heim. Glöggt má sjá að Bretar eru langt frá því að vera eftirbátar bandarískra yfirvalda í þessum málum. „Bandaríska þjóðar- öryggisstofnunin (NSA) hefði allt eins getað skrifað drögin að þessu frumvarpi,“ segir Snowden. „Þeir samþykkja svo þetta frumvarp undir yfirskyni neyðar. Hér eigum við að vera undir yfirvofandi hættu.“ Áður hefur Pillay lýst yfir að hún telji óðelilegt að þröngva frumvarpi, sem veiti svo víðtækar heimildir, i gegnum þingið með hraði. „Ég á erfitt með að sjá hvernig Bretar geta réttlætt að keyra í gegn víð- tæk neyðarlög. Lög sem taka varla á þeim áhyggjum sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur þegar lýst yfir og á meðan í gangi er ferli, af hálfu breskra yfirvalda, þar sem farið er yfir nákvæmlega þessi mál.“ Í lögunum má meðal annars finna lagakvöð á fjarskiptafyrirtæki, í Bretlandi, um að þeir haldi til haga notkun við- skiptavina sinna s.s. símnotkun og vafra- sögu. Þess ber að geta að æðsta dómsvald Þýskalands, Austurríkja, Búlgaríu, Kýpur, Tékklands, Rúmeníu og Slóveníu hafnað lögmæti þess að veita yfirvaldi heimild til allsherjarsöfnun fjarskipta enda talið slíkt andstætt stjórnarskrárbundnum rétti borgaranna. Hvar stendur Ísland? Uppljóstranir Snowden leiða í ljós að NSA heimilaði njósnir hér á landi. Einu löndin sem NSA hefur ekki heimild til að fylgjast með samkvæmt skjölunum eru Bretland, Kanada, Ástralía og Nýja- Sjáland. NSA fékk heimildina árið 2010 og snýr hún einnig að stofnunum eins og Alþjóðabankanum, Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum, Evrópusambandinu og Kjarn- orkumálastofnun. Vitað er að bandarísk stjórnvöld hafa fylgst með allavega fjórum Íslendingum vegna starfa þeirra fyrir upp- ljóstrunarsamtökin Wikileaks. Birgitta Jónsdóttir þingkona, Smári McCarthy og Herbert Snorrason hafa öll verið undir eftirliti og til rannsóknar. Sama gildir um Sigurði Inga Þórðarsyni (Sigga hakkara) sem sem var sjálfboðaliði Wikileaks og seinna uppljóstrari FBI. Þá er ekki ólíklegt að fleiri einstaklingar, til dæmis Krist- inn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, séu undir smásjánni. Þessir aðilar eiga hver um sig nokkur þúsund vini á Facebook. Ef tekið er tillit til sameiginlegra vina er auðvelt að mynda net úr þessum vina- hópi (með þremur hoppum) sem sam- anstendur af milljón einstaklingum. Það þyrfti því ekki mikið til að ná utan um alla 320 þúsund Íslendingana. Þetta miðar eingöngu við Facebook en Bandaríkja- menn fylgjast líka með Gmail frá Google, Outlook.com frá Microsoft og Skype, svo eitthvað sé nefnt. 29. greinar-hópurinn Persónuvernd hefur frá því að fyrst var ljóstrað upp um njósnir NSA um íslenska ríkisborgara fjallað um málið á vettvangi 29. greinar-hópsins. Hópnum er ætlað, í gegnum Evrópusambandið, að krefjast svara frá bandarískum yfirvöldum um njósnir á evrópskum borgurum. Í áliti hópsins frá 8. apríl eru leynilegar, viða- miklar og tilviljunarkenndar njósnir gagn- rýndar og sagðar ekki samrýmast grund- vallarlagareglum og verði ekki réttlætt með vísan til baráttu gegn hryðjuverkum og öðrum alvarlegum ógnum við þjóðar- öryggi. „Þá er í álitinu kallað eftir auknu gagnsæi um hvernig leyniþjónustustofn- anir starfa og lögð áhersla á að í aðildar- ríkjum mannréttindasáttmála Evrópu sé viðhaft virkt eftirlit sjálfstæðra aðila með starfsemi þeirra. Auk þess kemur fram af hálfu vinnuhópsins að Evrópureglur um vernd persónuupplýsinga heimili ekki víðtæka miðlun persónuupplýsinga til nota við slíkt eftirlit sem hér um ræðir.“ Nefndin bætir við að; „söfnun upplýsinga um fjarskiptatengingar (e. metadata) geti falið í sér mikla íhlutun í réttinn til frið- helgi einkalífs, en oft megi skilja yfirvöld svo að söfnun fyrrnefndu upplýsinganna sé ekki jafnnærgöngul og þeirra síðar- nefndu. Í því sambandi er í álitinu bent á að oft sé auðveldara að afla sér vitneskju um málefni einstaklinga með vinnslu á fyrrnefndu upplýsingunum, enda sé einfaldara að kerfisbinda þær heldur en innihaldsupplýsingar og um leið nýta þær til að greina sambönd, hegðun og venjur einstaklinga.“ Sinna réttargæslu Snowdens bandaríkin Ben Wizner, lögmaður AClU, er einn verjenda Snowdens í Bandaríkj- unum. Rússland Kucherena Anatoli, lög- maður Snowdens, hefur sótt um áframhaldandi landvist. ísland Ragnar Aðalsteinsson lög- maður sér um réttargæslu Snowdens hér á landi. ísland Kristinn Hrafnsson, tals- maður Wikileaks, hafði milligöngu um beiðni um landsvistarleyfi. fréttaskýring Atli Þór Fanndal atli@thorfanndal.com

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.