Reykjavík - 19.07.2014, Blaðsíða 10
10 19. júlí 2014REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Geymdu framsalsbeiðni Snowdens mánuðum saman
Uppljóstrarinn Edward Snowden er ekki lengur með stöðu sakbornings hér á
landi. Þetta kemur fram í gögnum innnaríkisráðuneytisins frá því í sumar. Það
vakti á sínum tíma athygli að Snowden hefði, að mati innanríkisráðuneytisins,
stöðu grunaðs manns á Íslandi í ljósi þess að hann er ekki staddur hér á landi og
óvíst verður að teljast hvaða innlend lög hann gæti hafa brotið. „Þetta voru ein-
hvers konar lögfræðilegar æfingar hjá ráðuneytinu en ég skil þetta ekki. Ég reyndi
að túlka þetta en tókst ekki,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Snowdens
hér á landi, við tímaritið Skástrik í september í fyrra eftir að ritið hafði greint
frá stöðu Snowdens. Ráðuneytið hafði þá litið á hann sem verjanda Snowden
án þess að skilgreint væri hvaða lög hann var sakaður um að hafa brotið.
Innanríkisráðuneytið lét framsalsbeiðni
bandarískra yfirvalda sitja inni í ráðu-
neytinu án efnislegrar afgreiðslu að því
er virðist mánuðum saman. Fulltrúar
bandaríska sendiráðsins í Reykjavík
funduðu, að minnsta kosti tvisvar, með
fulltrúum utanríkisráðuneytisins vegna
Snowdens og sendi ráðuneytið beiðnir
þeirra áfram til innaríkisráðuneytisins
til afgreiðslu. Fyrri fundur sendiráðsins
var 27. júní 2013, þar sem sviðsstjóra
alþjóða- og öryggissviðs var afhent bréf
frá sendirráðinu og þess óskað að ís-
lensk yfirvöld aðstoðuðu bandarísk við
að hafa hendur í hári uppljóstrarans.
Í byrjun júlí 2013 funduðu svo starfs-
menn sendiráðsins með ráðuneytis-
stjóra utanríkisráðuneytisins og lögðu
fram beiðni um aðstoð þar sem vitnað
er til framsalssamnings Danmerkur og
Bandaríkjanna, frá 1905, og þess óskað
að Snowden yrði framseldur.
Tilkynning en ekki
framsalsbeiðni
Í lögum um framsal sakamanna kemur
fram hvaða skilyrði framsalsbeiðnir
þurfa að uppfylla til að verða teknar
til efnislegrar meðferðar. Þá er vert að
taka fram að ekki er hægt að framselja
mann sem ekki er þegar á landinu.
Það vekur því furðu að innanríkis-
ráðuneytið hafi ekki brugðist þá þegar
við kröfu bandarískra yfirvalda með
því að hafna henni. Í gögnum ráðu-
neytisins kemur fram að innanríkis-
ráðuneytið, sem skal efnislega fjalla
um beiðni bandarískra yfirvalda,
þótt utanríkisráðuneytið taki við
samskiptunum, líti ekki svo á að um
framsalsbeiðni sé að ræða. Skjalið sé
tilkynning um væntanlega framsals-
beiðni. Þannig vitnar ráðuneytið til
ákvæðis laga um framsal sakamanna
sem heimilar þvingunaraðferðir ef
viðkomandi yfirvöld tilkynna að þau
muni krefjast framsals. Erfitt er að
finna túlkun ráðuneytisins, á að ekki
sé um raunverulega framsalsbeiðmi
að ræða, stoð í gögnum ráðuneytisins.
Vitnað til framsals
Eins og áður segir barst utanríkisráðu-
neytinu a.m.k. í tvígang ósk um aðstoð
við að hafa hendur í hári Snowden. Fyrra
skjalið er aðeins ein síða og gæti raunar
talist tilkynning um að óskað sé aðstoðar,
en ekki framsalsbeiðni, enda ekki vitnað
til samnings um framsal. Seinna bréfið,
það sem dagsett er 2. júlí 2013, getur vart
talist annað en beiðni um framsal. Vitnað
er til framsalssamnings ríkjanna og þess
óskað að Snowden verði handtekinn og
afhentur bandarískum yfirvöldum. Skjalið
virðist þannig að öllu leyti sambærilegt,
utan staðbundinnna breytinga, framsals-
beiðni Bandaríkjanna sem tekin var fyrir
af írska hæstaréttinum og hafnað sem
ófullnægjandi. Rök hneigjast í þá átt að
með túlkun sinni hafi ráðuneytið brotið
á rétti Snowden enda er öllum tryggður
réttur samkvæmt lögum til að grípa til
varnar sem og rétturinn til málsmeðferðar
í samræmi við lög. Lög um framsal kveða
á um að uppfylli framsalskrafa ekki skil-
yrði laganna beri ráðuneytinu að hafna
henni án tafar. Komist ráðuneytið hins
vegar að þeirri niðurstöðu að beiðnin
skuli tekin til efnislegrar meðferðar þá
skal hún strax send til ríkissaksóknara
sem ber að sjá til þess að nauðsynleg rann-
sókn fari fram þá þegar. Um leið er þeim
sem óskað er að verði framseldur tryggð
ákveðin réttindi til að grípa til varnar.
Hvorugt er raunin í afgreiðslu ráðuneyt-
isins. Þá sýna gögnin að ráðuneytið tók
sér nokkurn tíma í að afhenda lögmanni
Snowden gögn og sinnti illa skyldum
sínum í þeim efnum. Við afhendingu
gagnanna kom í ljós að ráðuneytið taldi
Snowden til sakbornings hér á landi en
frá því var eins og áður segir greint frá í
september í fyrra.
Eftir bókinni á
hinn endann
Losarabragur og túlkunargleði innan-
ríkisráðuneytinu Snowden í óhag vekur
athygli í ljósi þess hversu hreint var túlkað
eftir bókinni á hinn endann. Snowden fól
Kristnni Hrafnssyni, talsmanni Wikileaks
hér á landi að koma boðum til íslenskra
yfirvalda um að hann óskaði hælis hér
á landi, fyrir hans hönd. Snowden var
þá fastur í Rússlandi. Þá hefur Snowden
lögmann hér á landi eins og víða um heim
sem sinnir réttargæslu fyrir hann. Um
beiðni Snowden sagði innanríkisráðherra
við Fréttastofu RÚV: „Það hefur ekkert
formlegt erindi borist eða formleg um-
sókn. Kristinn óskaði eftir að fá samtal
við fulltrúa ráðuneytisins vegna málsins.
Hann fékk það samtal þar sem farið var
yfir málið og löggjöf hér á landi sem er
mjög skýr. Hún er almenn og verður að
vera þannig að allir geti treyst því að hún
gildi fyrir alla jafnt.“ Þá hefur RÚV eftir
ráðherra í óbeinni ræðu að einstaklingar
verði að dvelja í landinu til þess að þeir
geti sótt um pólitískt hæli. Þar fer ráð-
herra með rétt mál enda er Ísland eitt
þeirra ríkja sem neitar að viðurkenna
rétt hælisleitenda til að sækja um hæli á
ræðisskrifstofum sínum og sendiráðum.
Hins vegar er ljóst að framsal fer ekki
fram á einstaklingi sem ekki er á landinu
en slíkt er sömuleiðis krafa fyrir efnislegri
meðferð framsalsbeiðni.
Mánuðum saman
Beiðni bandarískra yfirvalda var þannig
til meðferðar ráðuneytisins vikum ef ekki
mánuðum saman. Ráðuneytið tilkynnir
Snowden um að málinu sé lokið um
miðjan júní á þessu ári. Þótt hugsanlegt
sé að ráðuneytið hafi talið málinu lokið
talsvert áður en Snowden var tilkynnt
að virk framsalsbeiðni væri ekki í gangi
gagnvart honum hér á landi má öllum
vera ljóst að meðferð máls er ekki lokið
fyrr en öllum málsaðilum er tilkynnt um
slíkt. Það á auðvitað líka við um þann sem
að er sótt. Í gögnum ráðuneytisins segir
að þar sem bandarísk yfirvöld hafi ekki
orðið við erindi ráðuneytisins frá 16. júlí
2013 sé málinu lokið. Bréfið er ritað 10.
júní 2014, tæpu ári eftir að beiðni um
framsal var fyrst lögð fram.
Enga umræðu
Nokkrir stjórnarandstöðuþingmenn
lögðu í júlí í fyrra fram frumvarp á Al-
þingi um veitingu ríkisborgararéttar
til Snowdens. Það eru þau Helgi Hrafn
Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir og Jón
Þór Ólafsson, þingmenn Pírata ásamt
Ögmundi Jónassyni, fyrrverandi innan-
ríkisráðherra og þingmanni VG, Páli Val
Björnssyni, þingmanni Bjartrar framtíðar
og Helga Hjörvar, þingmanni Samfylk-
ingarinnar. Frumvarpið sem lagt var fram
með skömmum fyrirvara á sumarþingi
fékk ekki efnislega afgreiðslu enda slíku
hafnað af fulltrúum meirihlutans í at-
kvæðagreiðslu á þingi. Um svipað leyti
var Snowden veitt tímabundið landvist-
arleyfi í Rússlandi. Leyfið var gefið út til
eins árs og rennur út nú í ágúst. Anatoly
Kucherena, lögmaður Snowden í Rúss-
landi, staðfesti nýlegam við rússnesku
fréttastöðina RT, að sótt hefði verið um
áframhaldandi landvistaleyfi. Samkvæmt
rússnesku fréttaveitunni Izvestia var
öllum gögnum skilað til yfirvalda fyrir
30. júní á þessu ári.
Burger Joint - Geirsgötu 1 - 101 Reykjavík - bullan@simnet.is - www.bullan.is
BURGERJOINT
Innanríkisráðuneytið telur beiðni
bandarískra yfirvalda ekki framsals-
beiðni heldur tilkynningu um vænt-
anlega framsalsbeiðni.
Mynd: Pressphotos.biz
fréttaskýring