Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Blaðsíða 1
Bílaverkstæðið BrAGGINN sf. Flötum 20
Viðgerðir og smurstöð - Réttingar og sprautun - Sími 481 3235 Sími 481 1535
34. árg. I 37. tbl. I Vestmannaeyjum 13. september 2007 I Verð kr. 200 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is
Haustar að. Ljósmynd Sigurjón Andrésson.
Sjúkrahúsið tæknivætt
Bjarni Sighvatsson fer fyrir hópi sem lagt hefur tugi milljóna í verkefnið
Bjami Sighvatsson frá Ási hefur
undanfarin ár farið fyrir hópi sem
fjármagnað hefur tækjakaup fyrir
Sjúkrahúsið. Nú síðast var það
sneiðmyndatæki sem tilbúið verður
til notkunar í vikunni. Flest tækin
eiga það sameiginlegt að þau spara
sjúklingum ferðir til Reykjavíkur
enda segir Bjami að það sé næg
byrði að berjast við sjúkdóm þó ekki
bætist við óþægindi og kostnaður
sem fylgja ferðalögum.
„Við erum ellefu sem stöndum í
þessu,“ sagði Bjami þegar hann var
spurður út í söfnunina. Þau eru
Leifur Ársælsson fyrrum útgerðar-
maður, Gunnar Jónsson fyrrum
skipstjóri og útgerðarmaður, Sigur-
jón Oskarsson útgerðarmaður,
Matthías Oskarsson útgerðarmaður,
Magnús Kristinsson útgerðarmaður,
Bjami sjálfur og Dóra kona hans,
Kristín Gísladóttir og dóttir hennar
Ellý Rannveig Gunnlaugsdóttir,
Bergvin Oddsson útgerðarmaður og
skipstjóri, Isfélagið, Vinnslustöðin
og Sparisjóður Vestmannaeyja.
Bjami segir þetta fólk allt hafa sýnt
málum Sjúkrahússins mikinn skiln-
ing og sennilega væri það fokhelt ef
ekki hefði notið við félaga eins og
Líknar og Eykyndils. „Sneiðmynda-
tækið átti að kosta yfir 20 milljónir
króna og lagði ég upp með það
þegar ég byrjaði að safna fyrir því.
Þegar til átti að taka kostaði það
ekki nema 15,8 milljónir en ég var
ekkert að skila peningunum og
ákvað að eyða þeim fyrir Sjúkra-
húsið. Keyptum við lyfjaskömmt-
unartæki sem er tilbúið en það vant-
ar að senda manneskju til Reykja-
víkur til að læra á það. Það verður
gert síðar í þessum mánuði og
sérstakir bekkir fyrir sjúklinga koma
fljótlega.
Kemur þetta sér vel, ekki síst fyrir
krabbameinssjúklinga sem ekki
þurfa að fara til Reykjavíkur á
meðan á lyfjameðferð stendur. Líka
keyptum við speglunartæki fyrir
liðamót og nú kemur sérfræðingur
einu sinni í mánuði til að sinna sjúk-
lingum. Við keyptum líka súr-
efnistæki og og búnað til að dæla
súrefni á kútana. Þá má ekki gleyma
ljósum á skurðstofuna sem við
keyptum en þau gömlu fóru beint á
fomminjasafn. Loks get ég nefnt að
Pétur Jóhannsson í Geisla gaf sjón-
varp til Sjúkrahússins.
Þá er verið að kanna verð á tæki til
að blása upp kvið sjúklinga fyrir
magaspeglum. Það er ekkert
ákveðið með þetta tæki en það gæti
komið í góðar þarfir.“
Bjami segir að margir hafi komið
að þessu með einum eða öðrum
hætti og nefnir sem dæmi að Eim-
skip gaf flutninginn með Herjólfi og
Tryggingamiðstöðin gaf tryggingar.
„Þá má ekki gleyma læknunum
Hirti Kristjánssyni og Erni Thorst-
ensen, tæknimönnum sem tóku sér
einn og hálfan dag í að koma sneið-
myndatækinu upp og svona gæti ég
haldið lengi áfram. Þar á ég ekki síst
við starfsfólk Sjúkrahúss sem alltaf
er tilbúið, jákvætt og lipurt,“ sagði
Bjarni en er hann hættur?
„Eg hafði lofað að draga mig í hlé
en ellefumenningarnir hafa hvatt
mig til að halda áfram og það er efitt
að skorast undan því.“
Utskrifaðist
með láði frá
leiklistarskóla
í London
Ástþór
Ágústsson
er heidur
betur að
gera það
gott því
hann
útskrifaðist
með 1.
flokks
einkunn frá
leiklistarskólanum Rose Bruford
í London á laugardag.
Ástþór var staddur ásamt fjöl-
skyldu sinni í London þegar
náðist í hann og var spurður hvað
tæki við hjá honum í framhald-
inu. „Ég verð að vinna á Herjólfi
fram að áramótum en fer svo
aftur til London og verð þar um
óákveðinn tíma. Ég er að stofna
lítið leikfélag með tveimur
skólafélögum mínum og síðan
eru tveir aðrir félagar mínir af
leikstjómarsviði sem vilja fá mig
í ákveðið verkefni. Það er ekki
alveg komið á hreint en ef af
verður þá kem ég til með að
vinna með þeim í Frankfurt og
Noregi.
Þetta er erfiður bransi og maður
veit ekki hvernig þetta þróast en
ég er líka með það bak við eyrað
að koma heim og vinna að leik-
list í Eyjum og með þeim
áhugafélögum sem ég starfaði
með áður en ég fór út í námið."
Ástþór var eini Islendingurinn
sem útskrifaðist með BA próf frá
skólanum að þessu sinni en fleiri
Islendingar stunda nám við skól-
ann. „Það hafa verið íslendingar
á undan mér en það byrjuðu
nokkrir síðasta haust í ýmsum
kúrsum. Draumurinn hjá mér er
að fara í masterinn en það fer
auðvitað eftir verkefnum og
hvernig málin þróast."
Kemur þú til með að starfa eitt-
hvað með Leikfélaginu hér í
vetur?
„Það er búið að tala við mig en
það gengur ekki upp með vinnu á
Herjólfi. Leikfélagið er að undir-
búa verkefni og það hefði verið
spennandi að vera með en það er
bara ekki hægt,“ sagði Ástþór og
bætti því við að peningar og leik-
list færu ekkert sérlega vel
saman.
VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI.J 11
SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / ÞJÓNUSTUAÐILITOYOTA í EYJUM
mar
VELA- OG BILAVERKSTÆÐI
FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616
VÆNGIRÁ BAKKA
ENGIN LÁGMARKS-
FJÖLDI FARÞEGA.
BÓKUNARSÍMI:
481-1100
■oSr