Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Qupperneq 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 13. september 2007 Úr bloggheimum: Andri Hugo: Holland á Eyjamaður vikunnar: Hefði viljað hina Cantona döfinni Þá er bara alveg að koma að þessu, tveir tímar þar til ég fer í Herjólf og svo er flogið út til Eindhov- en kl. 7 í fyrramálið. Þetta er frekar skrýtin upplifun; ég er búinn að vera ætla að gera þetta í fimm ár, með öllum þeim áhyggjum og efasemdum sem svo langur tími hefur í för með sér, en núna er stundin bara allt í einu að renna upp. Ég held ég átti mig ekki fullkomlega á þessu fyrr en ég er kominn út og kominn í einhverja smá rútínu. Síðustu dagar hafa líka verið undarlegir hjá mér. Ég er búinn að ganga í gegnum mikinn tilfmninga skala, frá því að vera áhyggjufullur og kvíðinn og upp í að vera fullur tilhlökkunar og bjartsýnn. En er það ekki bara gangur málsins í þessu? Það sem olli mestum kvíða hjá mér voru húsnæðismál en það er víst búið að redda því til bráðabirgða. Fáum að leigja hús sem er til sölu og er mjög nálægt skólanum, en ef það selst allt í einu þá verðum við líka að vera fljótir að koma okkur út. Svo við verðum að leita að einhverju varanlegra á meðan við erum í þessu húsi. Ég er svo alltaf samur við mig þegar ég þarf að fara pakka niður. Bíð alltaf með þetta fram á allra síðustu stundu og er fyrir vikið alltaf með það aftan í hausnum að ég sé að gleyma einhverju mikilvægu. En ég held að pökkunin hafi samt gengið alveg bærilega í nótt, var að til að verða hálf fimm að pakka. Ég frétti það líka í gær að við fáum tvær vikur í jólafrí og tvær vikur í sumarfrí. Það er ekki meira en það, 4 vikur í frí á ári, enda hlýtur pró- gramið að vera stíft þegar maður er að taka BA gráðu á tveimur árum. En það vill svo skemmtilega til að sumarfríið hittir akkúrat á síðustu vikuna í júlí og fyrstu vikuna í ágúst, svo maður nær allavega næstu þjóðhátíð. Sem er gríðarlega gott! Jæja, nóg af þessu í bili. Ætla fara drulla mér að leggja lokahönd á pökkunina og skunda um húsið í leit að einhverju sem ég gæti mögulega verið að gleyma. Ég læt svo heyra í mér frá Amsterdam um leið og ég get. Annars sjáumst við bara um jólin. Bless á meðan! Fosterinn: Kom byrjun skólaársins í opna skjöldu? Athyglisvert finnst mér að nú þegar búið er að breyta skipulagi grunnskólana héma í Eyjum, til hins betra ef þið spyrjið mig. Hvemig í ósköðunum stendur þá á því að aðkeyrslur við Hamarsskólann em ekki klárar? Það er eins og þetta hafí komið yftrvöldum og framkvæmda- valdi bæjarins í opna skjöldu að skólinn skyldi byrja í lok ágúst - svona hlutir eiga að vera klárir - takk fyrir. Það er ekki eins og þessar brytingar hafi verið ákveðnar 1. ágúst 2007. Sama á náttúrulega við um lyftuna í Barnaskólanum og þær fram- kvæmdir sem því tilheyra, hvemig stendur á því að ekki er hægt að byrja svona framkvæmdir bara um leið og skólinn er búinn á vorin, svo allt verði nú klárt fyrir upphaf næsta skólaárs? Ég verð bara að segja að mér frnnst þetta mjög spes, nei fyrirgeftð, mér finnst þetta bara mjög dapurt. Kolbeinn Aron Arnarson, verður einn þriggja markvarða meist- araflokks IBV í handboltanum í vetur. Hann er aðeins sautján ára gamall og því mikil ábyrgð iögð á ungar herðar. IBV mætir Fram í fyrstu umferð á laugardaginn. Af því tilefni er Kolbeinn Aron Eyjamaður vikunnar. Nafn: Kolbeinn Aron Arnarson Fæðingardagur: 30. nóvember 1989. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Móðir mín er Inga Kolbeinsdóttir og bróðir Einar Birgir. Draumabíllinn: Einhver risastór jeppi- Uppáhaldsmatur: Allt, ekki til vondur matur. Versti matur: Ekki til. Uppáhalds vefsíða: Fótbolti.net og Eyjafréttir.is. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Flest öll stuðtónlist og þessa stundina eru The Rapture í miklu uppáhaldi. Aðaláhugamál: Allar íþróttir og mest fótbolti og handbolti. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Hefði ekkert á móti að hitta eitt- Kolbeinn Aron Arnarson er Eyjamaður vikunnar. hvert goð úr íþróttasögunni, t.d. Eric Cantona. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV og þessir gömlu refir í félaginu, Sigurður Bragason, Sindri Haraldsson og Sigurlás Þorleifsson hefur verið einn af mínum uppáhalds íþróttamönnum lengi. Ertu hjátrúarfullur: Ég var mikið hjátrúarfullur en það er farið að eldast af manni. Ég var vanur að spila í ullarsokkum en mér er alveg sama hvemig sokkum ég er í núna. Stundar þú einhverja aðra íþrótt: Stunda mikið fótbolta á sumrin. Uppáhaldssjónvarpsefni: Flest allt sem kemur manni til að hlæja. Ertu búinn að kortleggja helstu skytturnar í deildinni: Já, að mestu leyti. Ég vinn með vöminni og vonandi skilar það árangri. Hverjir verða hættulegastir: Ég hef aldrei spilað á móti þessum skyttum áður og það kemur bara í Ijós. Hvaða takmark setur þú þér sem leikmaður: Ég ætla að reyna að komast í landslið og ná sem lengst. Það væri gaman að komast út. Hvar endar IBV í vor: Þetta verður strembinn vetur en ég býst alveg við að okkur takist að halda okkur uppi. Er Siggi Braga góður fyrirliði: Hann er bara einn sá besti. Eitthvað að lokum: Endilega mætið á völlinn í vetur og hvetjið okkur áfram. Ekki veitir af. Matgozðingur vikunnar: Það vinsælasta í saumaklúbbnum Takk, elsku Helen mín fyrir þessa áskorun! Þar sem kjúklingur er vinsælasta hráefnið í saumó hjá okkur þá ákvað ég að bjóða upp á svínakjötsrétt sem er vinsæll á heimilinu. Ungverskur svínakjötsréttur: 8 sneiðar svínasnitsel 2 msk. hveiti salt og pipar 30 gr. smjör Kjötið skorið til og barið létt og velt upp úr hveiti sem er kryddað m. salti og pipar. Brúna kjötið í smjörinu og raða í eldfast mót. Sósan: 'á dl saxaður laukur 75 gr söxuð reykt skinka 2-3 msk. tómatmauk + smá sykur 1 paprika (smátt skorin) 150 gr saxaðir sveppir 2 msk. söxuð steinselja 1 'A msk. saxaður graslaukur 2-3 marðir hvítlauksgeirar 1 -2 dl sýrður rjómi 4-5 dl soð 1 msk. paprikukrydd salt og nýmalaður pipar smá hveiti Aðferð: Laukurinn brúnaður í smjöri, skinku, papriku og svepp- um bætt í og látið krauma. Hveitinu stráð yftr, soðinu bætt i og þeytt vel á meðan. Tómatmauki, hvítlauk, graslauk, paprikukryddi og salti og pipar bætt í og soðið í 2 mínútur. Að síðustu er steinselju og sýrðum rjóma bætt út í og sósan smökkuð til (Hef stundum sett lárviðarlauf í). Sósunni hellt yfir Vilborg Sigurðardóttir er matgœðingur vikunnar kjötið og fatinu lokað m. álpappír. Sett í miðjan ofn og bakað í 20-30 mínútur við 225°C. Borið fram með kartöflum, salati og smábrauðum. Ostakaka með Baileys og Toblerone (stór uppskrift) Botn: 110 gr brætt smjör 1 pakki Homeblest hafrakex (má líka nota Haust kex) Ostakrem: 170 gr flórsykur 500 gr rjómaostur 1 stk. stórt Daim 2 stk. lítil Toblerone 5 blöð matarlím 6 cl Baileys 'á lítri rjómi (Þeyttur) Súkkulaðikrem: 60 gr súkkulaði 1 eggjarauða 2 dl hálfþeyttur rjómi Aðferð: Botn: Haífakexi og bræddu smjöri blandað saman og sett í botn á formi (ég set sjálf í eldfast mót). Sett í kæli þar til harðnar. Ostakrem: Flórsykri og rjómaosti er hrært saman í hrærivél þar til þetta nær stofúhita. Daim og Toblerone brytjað ffekar smátt og bætt út í ostahræruna. Matarlímið leyst upp í Baileys og bætt út í og svo er tjómanum blandað að síð- ustu varlega saman við. Hellt yfir kexið og látið stífna í kæli. Súkkulaðikrem: Súkkulaðið brætt yftr vatnsbaði, eggjarauðu hrært saman við og síðast tjómanum. Kreminu hellt yfir kökuna og hún síðan skreytt eftir smekk hvers og eins. Ég vil að lokum skora á annan meðlim saumaklúbbsins Hraðar hendur, Agústu Kjartansdóttur, en hún er hvað þekktust fyrir það að „drulla“ einhveiju saman svo úr verður öndvegis góðgæti!!! Svo verður myndin ekkert vanda- mál....ég á heilan helling af mynd- um sem við getum birt!! Umhverfisviðurkenningar Umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyjabæjar og Rotaryklúbbsins voru veitt- ar á fimmtudag í Kaffi Kró. Um var að ræða þrjár viðurkenningar, snyrtilegustu götuna, snyrtilegasta fyrirtækið og snyrtilegasta húseignin. Húsið við Hólagötu 35 var valið snyrtilegasta húseignin en þar búa þau Ingibjörg Ólafsdóttir og Sigurður Þór Ögmundsson. Snyrtilegasta fyrirtækið eða stofnunin var valin Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og snyrtilegasta gatan er Sóleyjargata. Kirkjur bosjarins: Landakirkla Fimmtudagur 13. september Kl. 10.00. Mömmumorgunn. Kl. 14.30. Helgistund á Sjúkrahúsinu, dagstofu 2. hæð. Heimsóknargestir velkomnir. Kl. 20.00. Æfíng hjá Kór Landakirkju. Laugardagur 15. september Kl. 14.00. Útför Þórönnu Guðmundsdóttur. Sunnudagur 16. september Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta með miklum söng og lofgjörð og sögu. Samvera 7-8 ára krakka hefst með bamaguðsþjónustunni en heldur áfram í fræðslustofunni í Safn- aðarheimilinu hjá Svanhildi Gísladóttur um kl. 11.30 - 12.00. Kaffisopi í Safnaðarsalnum eftir barnaguðsþjónustu og litastund fyrir yngstu bömin. Bamafræðarar og prestar Landakirkju. Kl. 14.00. Guðsþjónusta. Fermingarböm lesa úr Ritningunni. Kór Landakirkju syngur, sr. Guðmundur Öm Jónsson, þjónar fyrir altari og prédikar. Kaffisopi og spjall á eftir í Safnaðarheimilinu í boði sóknarnefndar. Mánudagur 17. september Kl. 19.30. Opinn fundur í 12 spora verkefninu. Kl. 20.00. Fundur hjá Kvenfélagi Landakirkju í Safnaðarsalnum. Þriðjudagur 18. september Kl. 14.20 og 15.10. Fræðslutímar hjá fermingarbömunum. Kl. 19.30. Sóknarnefndarfundur. Kl. 20.00. Haustfundur starfs- manna, leiðtoga í safnaðarstarfi, sóknamefndar og presta í Safnaðar- heimilinu. Kynning á safnaðarstarfi vetrarins. Miðvikudagur 19. september Kl. 11.00. Helgistund á Hraun- búðum. Allir hjartanlega velkomnir. Kl. 13.40 og 14.40. Fermingar- fræðsla í Fræðslustofunni. Hvítasunnukirkjan Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur. Allir velkomnir. Föstudagur Kl. 20.00 Unglingasamvera. Laugardagur Kl. 20.30 Brauðsbrotning. Sunnudagur Kl. 13.00 Samkoma. Komið fagnandi. Allir velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Qrcin vikunnar á Mcimaslóð: Framhalds- skólinn Framhaldsskólinn í Vestmanna- eyjum er í stöðugri sókn, meðal annars er reynt að lokka náms- menn annars staðar af landinu til Eyja en tilraunir hafa staðið vfir með að bjóða námsmönnum af Suðurlandi til staðarins. Háskóli Islands og Háskólinn á Akureyri hafa komið sér upp úti- búum á Heimaey og er öflugt starf unnið f fjarnámi, þar sem boðið er upp á kennaranám, viðskipta- fræði og margt fleira. Grunnskólarnir eru tveir, Barna- skólinn í Vestmannaeyjum og Hamarsskóli Vestmannaeyja. Grunnskólarnir voru nýlega sam- einaðir undir einni yfirstjórn, og ber nafnið Grunnskóli Vest- mannaeyja og skólastjóri er Fanney Asgeirsdóttir. Tveir leikskólar sinna yngstu kynslóðinni; Kirkjugerði og Sóli. Arið 2007 voru Rauðagerði og Sóli sameinaðir undir nafni Sóla í nýju glæsilega húsnæði.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.