Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Qupperneq 8

Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Qupperneq 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 13. september 2007 Konur oddvitan Standa þétt við bak sii Bertha I Johansen og Kristín Ellertsdóttir eiga ýmislegt sameiginlegt. Þær eru giftar oddvitum flokkanna sem eiga full- trúa í bæjarstjórn Vestmanneyja Bertha er gift Elliða Vignissyni, bæjarstjóra og oddvita Sjálfstæðismanna og Kristín er eiginkona Páls Scheving, verksmiðjustjóra í FES og oddvita Vestmannaeyjalistans. Það er því skemmtilegt að heyra hvað þær eru að fást við og hvernig bæjarpólitíkin og lífið í Eyjum kemur þeim fyrir sjónir en báðar eiga þær rætur annars staðar. Bertha er fædd í Reykjavík og uppalin á Nesinu og Kristín ólst upp á Eskifirði og í Hafnarfirði. Viðtöl Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettir. is Hyar er Kristín fœdd og uppalin? -Ég er fædd og slít bamskónum á Eskifirði. Foreldrar mínir eru Ellert Borgar Þorvaldsson og Ema Bjömsdóttir. Þegar ég er sex ára flytjumst við til Hafnarfjarðar. Það er því ekki nýtt að höfuðborgarsvæðið hafi aðdrátt- ‘arafl fyrir ungt fólk. í fyrstu fannst mér alveg skelfilegt að flytjast suður og fannst yndislegt að eyða sumrinu í Sigurðarhúsi hjá ömmu á Eskifirði. Það gerði ég til 14 ára aldurs. Var í mjög frægum kór -Auðvitað var ágætt að búa í Hafnarfirði, þaðan koma mínir bestu vinir. Við systkinin emm þrjú og gengum ekki í hverfisskólann heldur Oldutúnsskóla þar sem foreldrar mínir kenndu bæði. Það var töluverð vegalengd í skólann, ég fékk far með foreldrum mínum á morgnana en gekk heim eftir skóla í leikfimi og á æfingar. Þá þótti ekki tiltökumál að krakkar gengju í skólann en það var 20 til 25 mínútna spölur. Ég var í Kór Ölduntúnsskóla, sem var einn fremsti barnakór landsins á þessum tíma Ég hafði lítinn tíma til að sinna öðm en kórstarfi á þessum ámm því allar helgar voru meira og minna uppteknar. Við fengum góðar viðtökur bæði innanlands og erlendis. Mér fannst þetta mjög skemmtilegt og söngurinn var mitt aðal- áhugamál á þessum áram. Þetta er sjálfsagt í blóðinu því það er mikil tónlist í föðurfólkinu og þegar það hittist er sungið og spilað út í eitt. Eg fór í Flensborg eftir gmnnskóla en það var einhver ævintýraþrá í mér og ég ákvað að fara sem au-pair til Ameríku og var þar í ár, kom svo heim og fór aftur í Flens- borg. Kristín: Palli er mjög fylginn sér og ég er oftast sammála honum. Hann nær oft að snúa mér og það þýðir að hann hefur sannfæringarkraft sem hlýtur að vera kostur í pólitík. Kynntist Palla í Eyjum Hver voru þín fyrstu kynni af Eyjum? -Föðursystir mín bjó í Eyjum, maðurinn hennar var í námi í Stýrimannaskólanum. Ég ákvað að koma og búa hér í nokkra mánuði. Þá kynntist ég Palla, við eignuðumst Ellert og það teygðist úr tímanaum, árin urðu þrjú, þá ákvað ég að fara í frekara nám. Hvaðfórst þú að lcera? -Mig langaði að fara í Fósturskólann eins og hann hét þá og er menntaður leikskólakenn- ari. Ég flutti til Reykjavíkur með elsta bamið okkar. Palli var á sjónum og ætlaði að vera áfram í Eyjum og koma um helgar því hann gat ekki hugsað sér að búa annars staðar en í Eyjum. Hann þoldi ekki við einn og kom nokkrum mánuðum seinna," segir Kristín og brosir við tilhugsunina. „Við ætluðum að vera í þrjú ár en vomm tólf ár í burtu. Við bjuggum í Reykjavík, Kópavogi og enduðum í Hafnarfirði og okkur líkaði mjög vel þar. Mér líkaði mjög vel í Fósturskólanum og þetta var virkilega skemmtilegur tími. Þegar ég byrjaði fannst mér að þriggja ára nám væri ansi langur tími en tíminn leið mjög hratt. I skólanum voru skemmtilegir nemendur og það var mikið brallað og maður var hálf miður sín þegar við útskrifuðumst. Ég hafði mikinn áhuga á náminu og það skiptir öllu máli. Ég vann sem leikskólakennari í Kópa- vogi og svo var ég ráðin leikskólastjóri í Hafnarfirði og starfaði sem slíkur þangað til tvíburamir fæddust. Mikil viðbrigði að eignast tvíbura Hvað eigið þið mörg börn? -Við eigum þrjú böm, Ellert sem er 19 ára en hann var á fyrsta ári þegar við fluttum frá Eyjum og svo em tvíburamir Ema og Daníel sem eru sjö ára. Það vom eðlilega mikil viðbrigði þegar tvíburamir fæddust og nóg að gera á heimilinu. Allir voru duglegir að hjálpa okkur og Palli fór aldrei í vinnu fyrr en búið var að gefa, kom heim í hádeginu og aftur klukkan fimm og vann svo á kvöldin.. Hvers vegna leiðin lá hingað aftur. Var það alltaf draumurinn ? -Við ákváðum svo að flytja aftur til Eyja 2001. Við komum hingað í afmæli í maí 2000 og hrifumst strax af því hvað allt var afslapp- að og þægilegt. Við ákváðum að bíða aðeins vegna þess að tvíburamir voru svo litlir og fluttum svo í ágúst ári seinna. Við vildum flytja út á land og voram búin að velta þessu fyrir okkur í dálítinn tíma og vomm jafnvel að hugsa um að flytja á Selfoss eða Akranes. Ellert var 13 ára og á kafi í íþróttum og við tókum tillit til hvemig skólamálum og íþróttaiðkun væri háttað á staðnum. Svo lærði ég á Herjólfspöntunarkerfið -Fyrsta árið ætlaði ég flytja og selja á hverj- um degi því mér fannst ég innilokuð, ég gat ekki farið þegar mér hentaði en svo lærði ég á Herjólfspöntunarkerfið, segir Kristín og hlær af tilhugsinni. -Satt að segja vomm við alltaf ákveðin í að vera, við komum ekkert hingað til að pmfa. Ég vissi líka að ég varð að bera mig eftir björginni og tróð mér í frábæran saumklúbb með stórskemmtilegum stelpum. Ég vissi að fólk kæmi ekki bara og bankaði upp hjá ein- hverri konu í Goðahrauninu. Maður þarf að gera eitthvað sjálfur og ég var mikið á ferð- inni. Ég bjó á höfuðborgarsvæðinu í mörg ár en ég held ég hafi aldrei farið eins oft í bíó, leikhús, IKEA og Kringluna eins og eftir að ég flutti hingað. Ég vinn núna hálfan daginn á leikskólanum Kirkjugerði og er þar í góð- um félagsskap og ég hef kynnst mörgu góðu fólki. Vestmannaeyingar em alltof uppteknir af göllunum í stað þess að einbeita sér að kostunum. Hvað finnst þér einkenna Eyjarnar og sam- félagið hér? -Hér er skemmtilegt og opið fólk sem kann að skemmta sér sjálft. Fólk er kannski svolítið hrætt við breytingar en mér fmnst að hér eigi að skapa samfélag sem laðar að fólk því við höfum alla burði til þess. Nú er maki þinn forustumaður í bœjarpóli- tíkinni, kom það þér á óvart að hannfœri að vasast ípólitík? -Nei, þetta var tímaspursmál. Þegar ég kynntist Palla var hann á fullu í pólitík og var að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það var bara spurning hvenær hann færi í þetta af fullri alvöm. Ég hélt hann færi fyrr. Alin upp við pólitík Ert þú sjálf pólitísk? -Nei, ég er lítið pólitísk. Pabbi var á kafi í pólitík og sat í bæjarstjóm Hafnarfjarðar í mörg ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn og tengda- pabbi fyrir Alþýðuflokkinn. Þá lærði maður að þó tekist sé á um málefni og skoðanir geti verið skiptar er auðvelt að aðgreina stjóm- mál og einkalíf. Fólk hélt að pabbi og tengdapabbi töluðust ekki við eða rifust þegar fjölskyldan kæmi saman en það er nú öðm nær. Svo á ég móðurafa sem er alveg grænn í gegn og finnst allt rétt sem Framsóknar- flokkurinn gerir þannig að afi og pabbi skiptust oft hressilega á skoðunum við eld- húsborðið. I föðurættinni voru sjálfstæðis- menn og kommúnistar, Helgi Seljan er afa- bróðir minn í föðurætt. Nú er umrœðan og pólitíkin oft hörð í Eyjum, bitnar það á heimilinu þegar mikið gengur á? Hvað tekur þú helst nœrri þér í sambandi við gagnrýni á Palla? -Það kemur voða lítið við mig. Ég fæ ekki kvíðakast yfir því þó einhver segi eitthvað um eða við Palla, hann hefur aldrei legið á sínum skoðunum og því umdeildur. Það venst. Þó menn takist á í pólitík þá tek ég það ekki sem persónulegar árásir. Menn em ein- faldlega ekki alltaf á sömu skoðun. Það er jákvætt að einhverjir nenni að standa í þessu. Mér finnst þetta algjörar hetjur. Hefðir þú sjálf getað hugsað þér að bjóða þigfram? -Nei, það er fjarri lagi. Ég er samt alltaf viðloðandi pólitík og það er alveg nóg. Miklu betra að röfla við eldhúsborðið. Palli er mjög fylginn sér og ég er oftast sammála honum. Hann nær oft að snúa mér og það þýðir að hann hefur sannfæringarkraft sem hlýtur að vera kostur í pólitík. Mér finnst þetta ekki erfitt en helst er álagið er í kring um kosningar. Þá er Palli mikið fjarverandi og þar af leiðandi hvfiir heimilishaldið meira á mínum herðum. Þetta er líka skemmtilegur tími og svo koma rólegri tímar á milli. Það verður þó að segjast eins og er að maður sá lítið af Palla meðan hann var framkvæmda- stjóri IBV og í pólitíkinni. Það má segja að heimilislífið hafi orðið eðlilegra eftir að hann tók við Fesinu. Þarf að uppfæra nokkra þætti Hvaðfinnst þér að mœtti fara betur í Eyjum og hvað vantar okkur helst? -Það þarf að uppfæra nokkra þætti. Ég vil sjá knattspyrnuhús og láta laga útisvæðið við sundlaugina. Við eigum að einbeita okkur að því að vera fremst í skólastarfi og íþrótta- starfi. Það mun laða fólk til okkar. Hvað með framtíðina er eitthvað sérstakt sem þú œtlar að taka þérfyrir hendur? -Mig langar að skila bömunum vel af mér. Það hentar mér mjög vel að vinna hálfan daginn meðan krakkarnir em svona ungir, það em í raun forréttindi. Ég viðurkenni að ég kvíði því að elsti sonur okkur fer burt í háskólanám á næsta ári, en það er gangur lífsins. Ég gæti hugsað mér að fara í frekara nám og bæta við mig í faginu og þá helst ein- hverju sem tengist listurn."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.