Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Qupperneq 14

Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Qupperneq 14
Fféttir / Fimmtudagur 13. september 2007 Argangur 1963 hittist í Eyjum Um síðustu helgi hittist árgangur 1963 í Eyjum, til að endumýja kynnin, rifja upp skemmtilegar minningar og eiga góða stund saman. Hefur árgangurinn haft það fyrir reglu að hittast á fimm ára fresti. Hópurinn hittist í Alþýðuhúsinu á föstudagskvöldið þar sem snæddur var ljúffengur kvöldverður og skemmtiatriði framleidd af bestu gerð. A laugardeginum buðu hjónin Oskar Freyr Brynjarsson og Lóa Birgisdóttir öllum hópnum heim til sín og þar vom mættar Ólöf Mar- grét og Samba, gömlu kennarar árgangsins og fluttu þeim minningabrot frá skólaárunum. Um kvöldið var svo grillað í Skvísu- sundi, nánar tiltekið Pipphúsinu. Ef skoðuð er heimasíða árgangs 1963 verður ekki annað séð en fólk hafi skemmt sér hið besta. Þar má t.d. lesa þessar kveðjur: „Takk fyrir frábæra helgi, við erum að verða frekar sjóuð í þessu þannig að þetta klikkar aldrci." „Svea fær bara bjartsýnisverðlaunin fyrir tillöguna um að hafa þriggja daga árgangsmót næst.“ „Þakka öllum fyrir að vera svona svakalega skemmtileg.“ „Þetta var einstök helgi, ég held ég hafi aldrei nokkumtímann skemmt mér svona vel.“ „Lóa og Óskar eiga heiður skilinn fyrir að nenna að taka á móti okkur öllum heim og það var sérstaklega gaman að fá þær Ólöfu og Sömbu. Enn og aftur, Takk.“ Ættarmót niðja Guðfinnu og Georgs Fyrstu helgina í september hittust niðjar Guðfinnu Sigríðar Kristjánsdóttur og Georgs Lárusar Gíslasonar frá Stakkagerði á ættarmóti í Eyjum. Synir þeirra eru Theodór Sigurjón Georgsson (Teddi Georgs) f. 2. febrúar 1923 og Kristján Georgsson (Kiddi í Klöpp) f. 13. nóvemher 1928, hann er látinn fyrir mörgum árum. Afkomendur Tedda eru nú orðnir 23 talsins og afkomendur Kidda eru 45. Georg Gíslaon rak til fjölda ára verslunina GEORG, þar sem nú er Eyjavík. Þá var hann einn af stofnendum Iþróttafélagsins Þórs og formaður þess til fjölda ára. Frá vinstri: Þórður Theodórsson, Georg Theodórsson, Theodór S. Georgsson, Katrín Theodórsdóttir, Guðfinna Theodórsdóttir og Ásta Þórðardóttir. Frá vinstri: Björn Kristjánsson, Guðfinna S. Kristjánsdóttir, Margrét G. Kristjánsdóttir, Mjöll Kristjánsdóttir, Drífa Kristjánsdóttir og Óðinn Kristjánsson. Outlet markaður í Höllinnl Opið: Fimmtudag kl. 13-18 Föstudag kl. 13-18 laugardag kl. 11-14

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.