Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 13.09.2007, Blaðsíða 15
Frcttif / Fimmtudagur 13. september 2007 15 N1 deild karla í handbolta. Sigurður Bragason fyrirliði segir takmarkið að halda sætinu Vill sjá meiri stemmningu LIÐ IBV sem mætir Fram í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni á laugardaginn. Sigurður Bragason leiðir ÍBV sem, mætir Fram í sínum fyrsta leik í úrvalsdeildinni á heimavelli á laug- ardaginn. Eyjamenn, sem komu upp úr fyrstu deild síðasta vor, eiga erfitt verk fyrir höndum, að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. Sigurður, sem á langan feril að baki í hand- boltanum, er þó bjartsýnn á tímabil- ið og segir Eyjamenn eiga alla möguleika á að halda fengnum hlut í deildinni. Sigurður er 30 vetra en segir aldur gersamlega afstætt hugtak. „Eg myndi segja að ég væri svona um 18 ára í kollinum. Þetta verður 25. vet- urinn minn í handbolta. Já, þetta er viss bilun en þetta er svo hrikalega skemmtilegt að ég bara get ekki hætt,“ sagði Sigurður í spjalli við Fréttir um veturinn framundan. „Við misstum nokkra leikmenn frá því í fyrra. Erlingur Rikka hætti sem og Svavar Vignis en þetta eru menn sem hafa spilað einna flesta leiki fyrir ÍBV í sögunni, þannig að það var stór biti að missa þá. Þá fór Jói Guðmunds markmaður í borgina og við misstum leikmann sem við höfðum frá Litháen, hann var mjög góður. Við fengum svo þrjá útlendinga til okkar núna fyrir þetta tímabil þannig að þetta ætti því að vera nokkuð svipað lið og í fyrra.“ Gerir ekki upp á milli Ekki vill hann gera upp á milli þegar hann er spurður að því hvort Eyja- strákar fái næg tækifæri með liðinu. „Þeir sem eiga skilið að fá tækifæri fá vissulega tækifæri. Mér finnst þessi rök, að það sé ömurlegt að það sé verið að kaupa útlendinga sem eru teknir fram yfir okkar stráka, alveg út í hött. Þeir sem eru duglegir að æfa og eru að bæta sig eru klár- lega inni í myndinni. Handboltinn í dag er líka breyttur frá fyrri árum. Nú er mjög mikilvægt að hafa 12 til 14 leikmenn á skýrslu sem allir geta spilað. Það verður þannig hjá okkur í vetur, maður sér að það eru allir að leggja sig 100% í leikina þannig að vissulega mun álagið vera á okkur heimamönnunum sem og þessum þremur útlendingum. Það er líka gaman að sjá að við eigum núna tvo mjög efnilega mark- menn sem á að treysta á í vetur. Eg verð nú að viðurkenna að í júlí leyst mér bara alls ekkert á þá hug- mynd enda báðir á 18. ári og hafa enga reynslu. Þeir eru hins vegar búnir að vera mjög duglegir og samviskusamir og hafa sannað fyrir mér að minnsta kosti, að við þurf- um ekki að hafa áhyggjur af þeim. Svo er Sigmar Þröstur auðvitað búinn að taka þá aðeins í gegn sem er frábært. Enda kemst engin með tæmar þar sem Simmi hafði hælana í þjálfun markvarða á íslandi. Hann á sitt í Birki Ivari, Hlyn Jó og Basta sem allir hafa spilað landsleiki fyrir Island." Finnst þér þjálfarínn vera á réttri leið? „Klárlega, ég er mjög sáttur við störf hans. Hann leggur sig 130 prósent í þetta og það skilar sér, það er öruggt.“ Að halda sér uppi Takmarkið í vetur? „Að halda sér uppi, við eigum töluvert í land að ná þessum efstu liðum. Það yrði frábært að ná að halda sér í efstu deild, enda 25% af liðunum sem fellur." Ertu ánœgður með fyrirkomulagið á deildinni? „Fyrirkomulagið er eins og í fyrra. Það er nú bara ákveðin frétt að fyrirkomulaginu sé ekki breytt í handboltanum á Islandi. Já, já, þetta er bara nokkuð gott, annars sakna ég úrslitakeppninnar. Það er gott að það er verið að reyna að fjölga liðum í deildinni en ég veit ekki alveg hvort þetta sé rétta leiðin. Þá held ég líka að þetta sé nokkuð einhæft þ.e.a.s. að við séum að spila 28 leiki en aðeins við 7 lið.“ Hvað með umgjörðina, er hún nægi- lega öflug? „Við sköpum hana nú sjálf. Umgjörð er svolítið víðtækt orð og margir sem eiga hlut að máli. Það erum við leikmenn, stjórn og svo áhorfendur. Vissulega sakna ég stemningarinnar eins og hún var hér á árum áður. Eg náði restinni af því þegar það voru alltaf um 400 manns á leikjum hér og stemmarinn svakalegur. Við erum bara búnir að missa þessa stemningu og fólk fer ekki á leiki, þetta sést einnig hjá fótboltanum. Annars skil ég þetta ekki, ég sé bara ekki hvers vegna fólk fer ekki á svona viðburði eins og kappleikir eru. Það eru allir svo rosalega uppteknir þessa dagana en ég held að þetta sé frekar leti. Það að fara á íþróttaleik og taka þátt með hrópum og köllum og láta mennina í svörtu búningunum heyra það, er öllum hollt. Þetta er góð útrás. Ég veit hreinlega ekki hvað á að gera til þess að rífa þetta upp aftur, ég er mikið búinn að velta því fyrir mér, því ég held að þeir sem mættu á leiki á sfnum tfma hljóti að sakna þessarar stemningar hún var alveg frábær. Gaman að standa saman - Vestmannaeyjar gegn KR, Val eða eitthvað þess háttar.“ Hvernig farið þið í leik í vetur, flug eða Herjólfur? „Það er nú oftast Bakki og svo keyrt í bæinn og sömu leið til baka. Það er mjög fínt.“ A ekki að taka Fram í bakaríið á laugardaginn ? „Það er best að spara stóru orðin. Fram varð Islands- meistari 2005 og var í baráttunni í fyrra líka. En það þýðir ekkert að vera með neina minnimáttarkennd, hún hjálpar ekkert. Við berjumst og sjáum hverju það skilar... meira getum við ekki gert.“ Golf- Fámennt á síðasta stigamótinu sem fram fór í Eyjum Stefán og Nína Björk efst Verðlaunahafar ásamt Helga Bragasyni formanni GV sem tilkynnti við þetta tækifæri að Islandsmótið verði í Eyjum á næsta ári en þá verður Golfklúbburinn 70 ára. ÍBV á ennþá veika von ÍBV er í íjórða sæti 1. deildarinn- ar eftir góðan útisigur á Njarðvík í síðustu viku. Ian Jeffs skoraði fyrsta markið á 55. mínútu. Ingi Rafn kom IBV í 0:3 og Andri Olafsson gulltryggði svo sigur Eyjmanna með marki á 78. mfnútu. ÍBV er með 35 stig þegar þtjár umferðir eru eftir og enn er von um að komast upp í úrvalsdeildina þó ekki sé hún mikil. Fjölnir er með 39 stig, einn leik til góða. IBV og Fjölnir mætast í síðustu umferðinni. Til þess að þá verði um hreinan úrslitaleik að ræða verða Eyjamenn að vinna alla sína leiki og Fjölnir að tapa minnst fjórum stigum. Þrjú lið komast upp að þessu sinni því fjölgað verður í úrvals- deild úr tíu liðum í tólf á næsta ári. IBV mætir Grindavík á heimavelli á laugardaginn og tak- ist Eyjamönnum að sigra í þeim leik eygja þeir enn möguleika. Sjötta og síðasta stigamótið í Kaupþingsmótaröð Golfsambands Islands fór fram í Vestmannaeyjum um síðustu helgi. Leikið var á laug- ardag og sunnudag, alls 36 holur. Þetta var langfámennasta stigamótið í sumar, aðeins 36 þátttakendur sem mættu til leiks. Níu í kvennaflokki og 27 í karlaflokki og þriðjungurinn í karlaflokknum kylfmgar úr GV. Reyndar voru a.m.k. þrír þeirra sem ekki hefðu átt rétt til að keppa á mótinu að öllu óbreyttu, þar sem forgjöf þeirra er í hærra lagi. En þar sem svo fámennt var í mótinu, fengu þeir að spreyta sig. A stigamótunum er keppt um stig til landsliðs og var raunin sú að nokkuð ljóst var orðið hverjir skipuðu efstu sætin þannig að þessi slaka þátttaka kemur ekki á óvart. Enda voru nokkrir af þeim sterkustu í karlaflokknum ekki með, voru að keppa á úrtökumótum í Evrópu og búnir að tryggja sig í fyrri mótum. Undanfarin ár hefur yfírleitt eitt af stigamótunum farið fram í Eyjum ár hvert. Það er á valdi stjómar GSI hverju sinni hvar á landinu og hvenær er leikið. Forsvarsmenn GV hafa óskað eftir því að fá stigamót snemma árs, sérstaklega með tilliti til þess að völlurinn hér er kominn í mjög gott ástand strax í maí, meðan aðrir vellir eru vart leikhæfir á þeim tíma. T.d. vom fyrstu tvö mótin á þessu ári haldin á völlum sem vart voru boðlegir fyrir slík mót, meðan völl- urinn í Eyjum var í sínu besta formi. En ákvörðun GSI var að halda síð- asta mótið í Eyjum þó svo að vitað væri að það myndi draga úr aðsókn að halda síðasta mótið hér. Veðrið var ekki eins og það best getur verið, reyndar í lagi á laugar- dag en á sunnudag var hvöss norðvestanátt sem gerði kylfingum erfitt fyrir. I karlaflokki urðu úrslit þessi: l.Stefán Stefánsson GR 142 h 2. Haraldur Heimisson GR I44h 3. Sigurþór Jónsson GK 146 h I kvennaflokki urðu þessar efstar: 1. Nína Björk Geirsd. GKJ 151 h 2. Helena Ámadóttir GR 155 h 3. Þórdís Geirsdóttir GK 159 h Af Eyjamönnum náði Rúnar Þór Karlsson bestum árangri, varð í 6. sæti á 150 höggum og Örlygur Helgi Grímsson hafnaði í 10. sæti á 153 höggum. Eftir þetta mót lá fyrir hverjir yrðu stigameistarar GSI að alloknum mótunum sex. Efstur í karlaflokki var Haraldur H. Heimisson GR með 318,5 stig, aðeins tveimur stigum meira en næsti maður. I kvenna- flokki sigraði Nína Björk Geirs- dóttir GKJ með miklum yfirburðum, 788,7 stigum, næstum því tvöfalt meira en næsti keppandi hafði. Af Eyjamönnum náði Örlygur Helgi Grímsson bestum árangri í heildarkeppninni, varð í 25. sæti í karlaflokki. íþróttir Gunnar Heiðar stóð sig vel Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður sem nú leikur með norska úrvals- deildarliðinu Válerenga var einn í framlínu íslenska landsliðsins gegn Spánverjum. Leiknum lauk með jaintefli, 1:1 og náðu Spánverjar að jafna á lokamínút- unum. Gunnar stóð sig frábær- lega í leiknum og átti stóran þátl í marki Islendinga. Náði hann að gefa á Jóhannes Karl eftir að hafa spilað vörn gestanna upp úr skónum. Jóhannes náði að gefa fyrir og beint á kollinn á Emil Hallfreðsson sem skilaði boltanum í netið með glæsilegum skalla. ÍBV spáð falli í handboltanum Á laugardag leikur ÍBV í hand- bolta fyrsta leik sinn í úrvalsdeild eða Nl-deildinni eins og Islands- mótið heitir í ár. Andstæðingar ÍBV í þessum fyrsta leik, sem hefst klukkan 17.00, eru Fram- arar. Á þriðjudag var kunngerð hin árlega spá forráðamanna liðanna í efstu deild og þar er ÍBV spáð neðsta sæti Nl-deildarinnar og þar með falli í I. deild. Spána má sjá hér að neðan: 1. Stjarnan, 2. Valur, 3.-4. HK og Haukar, 5. Fram, 6. Akureyri, 7. Afturelding og 8. ÍBV. Hermann kominn með 75 landsleiki Hermann Hreiðarsson, sem var fyrirliði íslands í leiknum gegn Spánverjum, lék sinn 72. lands- leik og komst með því í 5. til 6. sætið yfir leikjahæstu landsliðs- menn frá upphafi, að hlið Ólafs Þórðarsonar. Hermann á möguleika á að komast í þriðja sætið áður en þetta ár er úti því Birkir Kristinsson, sem er þriðji, er með 74 leiki og Arnór Guðjohnsen er fjórði með 73 leiki. Bæði Gunnar Heiðar og Her- mann voru í leikmannahópnum gegn Norður-Irum í gærkvöldi. Þá bætist í leikjasafnið hjá báðum. Öllu lengra er í Rúnar Kristins- son, með 104 leiki, og Guðna Bergsson, sem er annar leikja- hæstur með 80 leiki. Morgunblaðið greindi frá. Framundan Laugardagur 15. september Kl. 14.00 IBV-Grindavíkí 1. deildinni í fótbolta. Kl. 17.00 fyrsti leikur ÍBV í úrvalsdeildinni í handbolta þar sem strákarnir mæta Fram.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.