Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 14. febrúar 2008 Nýfceddir Eyjamcnn Jón Gunnar Sigurðsson fæddist á Landsspítalanum við Hringbraut. Hann var 4415 gr og 54 cm. Foreldrar hans eru Sæbjörg Snædai Logadóttir og Sigurður Steinar Konráðsson. Með honum á myndinni er stóri bróðir hans Hafþór Logi. Fjölskyldan býr í Vestmannaeyj um. Bloggheimar Gísli Hjartarson: Hefði verið skandall... ef Richard Dunne hefði ekki verið í liði vikunnar og vinur minn Hreiðarsson átti svo sannarlega skilið tilnefningu þarna eftir sérdeil- is fínan leik með sínum mönnum. Góður sigur hjá þeim félögum í Portsmoulh, og gengi þeirra held- ur áfram að vera virkilega ánægju- legt og þessi árangur þeirra sannar að mörgu leyti snilld Harry Red- knapp í að púsla saman liði - ef hann fær tíma og að sjálfsögðu smá reiðufé í vasann. Sama virðist Sven Göran, þjálf- arinn sem enska þjóðin hafði enga trú á langtímum saman, vera að gera hjá Manchester City. Það er nú alveg kominn tími til að fá einhver ný lið þarna í toppbaráttuna í lengri tíma en 1 til 2 tímabil, orðið ansi leiðigjarnt að sjá alltaf sömu liðin þarna. Sigþóra Guðmundsdóttir Orðið fært! Haldiði ekki bara að það sé orðið fært á stórum bílum og jeppum, fólksbílum og barnavögnum!!! Nú er bara spurningin hvert skal labba? Toyota fékk enga smá auglýsingu í Top Gear í gærkvöldi. Alveg ótrú- legt hvað mér frnnst gaman að þes- sum vitleysingum... 3 Bretar að fjalla um bíla! Getur það orðið betra??? Ég veit það ekki. OOOOg ég er alveg dottin inn í nýju Dexter seríuna... ússímússí!!! Ekki oft sem maður heldur með fjöldamorðingja... en er að upplifa aftur mómendn úr Silence of the Lambs. „I'm having an old friend for dinner!“ Wohohohohoho.... Getum sagt að Chelsea - Liverpool haft ekki verið skemmtilegasta áhorf. Sýnir sig í því að við vorum farin að tala um síðustu spaugstofu og laugardagslögin. How boring can a game beeeeee? Get ekki sagt það sama um Man. Utd - Man.City!!! Það var gaman!!! Jæja beibís... er farin að vaða úr einu í annað....! Og ég sver það... það er farið að snjóa aftur... á meðan ég var að blogga um betri færð!!! Eyjamaðcir vikunnar: Getur fundið fyrir smæð sinni Adolf Hafsteinnn Þórsson er Eyjamaður vikunnar. Vösk sveit Björgunarfélags Vestmannaeyja hefur haft í nógu að snúast í haust og vetur þegar hvert óveðrið á eftir öðru hefur gengið yfír landið. Núna um helgina var óvenju slæmt veður og komu sex stærri verkefni til kasta Björgunar- félagsins. Formaður félagsins, Adolf Þórsson, er þess vegna Eyjamaður vikunnar. Nafn: Adolf Hafsteinn Þórsson Fæðingardagur: 23. apríl 1966. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Kvæntur Maríu Sigur- björnsdóttir og saman eigum við fjögur börn. Sólveigu, Sigurbjöm, Þorgerði Katrínu og Helga Þór. DraumabíIIinn: Fjögur dekk, stýri, sex sæti og bilar ekki. Uppáhaldsmatur: Villibráð. Versti matur: Það sem gleymdist í skúrnum (hangiket). Uppáhalds vefsíða: eyjafrettir.is og 1918.is sem er verið að setja •' upp fyrir BV. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Hressandi rokk. Aðaláhugamál: Fjölskyldan, björgunarmál, skotveiði og ferðalög innanlands. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ingólf Arnarson og benda honum á hvað hann var óheppinn með súlurnar, þær hefðu betur lent í Eyjum. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Perla úteyjanna, Brand- urinn. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Eyjasleggjan Siggi Braga og ÍBV. Ertu hjátrúarfullur: Svartir kettir, eða bara allir kettir. Stundar þú einhverja íþrótt: Bamauppeldi eftir bestu getu, ræði við Gunna Sveins um hvað hann tekur í bekk (mjög andlega þreyt- andi) og skotíþróttir. Uppáhaldssjónvarpsefni: Dýra- og náttúrulífsmyndir, mannlífs- myndir. Hvers vegna í Björgunarfélaginu: Lifandi og skapandi starf. Hvað eru margir starfandi í félaginu: Um 35 fullgildir starfandi og síðan eru starfandi í unglinga og nýliðastarfi um 40 krakkar. Vantar fleira fólk: í sjálfboðaliða- starfí er alltaf pláss fyrir fleira fólk og það er til hlutverk fyrir alla. Svarið þið öllum köllum: Já, og gerum okkar besta til þess að geta aðstoðað náungan. Hefur þú orðið hræddur í starfi: Já, að sjálfsögðu koma stundir sem maður finnur fyrir smæð sinni. Þakklátt starf: Já svo sannarlega. Eitthvað að Iokum: Það hefur margsannast að við hér í Eyjum þurfum að eiga öfluga björgunar- sveit og við sem störfum í þessum félagskap höfum lagt okkur fram í að mennta okkur og gera okkur hæfari til þess að standa undir þeim merkjum. Björgunarfélagið er félagsskapur sem er þátttakandi í að bæta okkar frábæra samfélag hér í Eyjum. Matgazðingur vikunnar: Tyrkneskar heilsubollur Páll Sigurgeir Grétarsson, mat- sveinn á Hugin, þakkar Sólrúnu, matgæðingi síðustu viku fyrir áskorunina. Hér kemur uppskrift að tyrk- neskum heilsubollum en eins og Sólrún á að vita býður Palli bara upp á heilsufæði um borð í Hugin. Tyrkneskar heilsubollur 1 kg hakk. 2. stk laukur(rifínn). 3-4 stk. hvítlauksrif (rifin) má sleppa. 2 stk. egg. 3 stk. brauðsneiðar (rifið). Salt, pipar, steinselja og smá cay- enne pipar. Eftir smekk. Búnar til meðalstórar bollur. Matgœðingurinn er Páll Grétarsson Eldfast mót smurt, átta stórar kartöflur skrallaðar og skomar í sneiðar, settar neðst í mótið. Bollurnar settar ofan á, skreytt með 2-3 tómötum og 1 grænni papriku (sneiddum) . 1 stór dós tómatpurre hrærð út í vatn og hellt yfir. Sett í 220 gráðu heitan ofn í 60 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum og gulrótasalati. Salat: Smátt rifnar gulrætur, smá salt, sítrónusafi og olfa. Verði ykkur að góðu. Palli ætlar að skora á Stefán Jónsson, tengdason sinn því hann er svo góður í eldhúsinu. Gamla myndin: Getraunin úr Bókasafninu Að þessu sinni bregðum við út af vananum og birtum mynd af þekktum einstaklingi. Arin verða þessum manni aldrei að baki, en þó hefur hann vaxið bæði á langveg sem þverveg frá því myndin var tekin. Ef vel er rýnt má þó enn sjá svipmótið. Nú reynir á glöggskyggni lesenda Frétta: Hver situr þar fullbúinn til baráttu? Barnið sem um ræðir er þekktur Eyjapeyi og búfastur hér þótt hann eigi oft og tíðum erindi á fastalandið. Við höfum sama háttinn á og víða tíðkast, hinir þrír fyrstu er hringja inn á Bókasafnið, í síma 481 1184, eða mæta á staðinn með rétt svar, fá vinning sem þannig er útbúinn að hann er ekkert nema gróði fyrir hina getspöku. Kirkjur bozjarins: Landa- kirkja Fimmtudagur 14. febrúar Kl. 10.00. Mömmumorgunn. Kl. 20.00. Æfing hjá Kór Landakirkju. Kl. 20.00. Opið hús í KFUM&K- húsinu. Föstudagur 15. febrúar Kl. 13.00. Æfíng hjá Litlu læri- sveinunum, yngri hópur. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlu læri- sveinunum, eldri hópur. Sunnudagur 17. febrúar Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta með miklum söng og gleði. Litlu Lærisveinarnir koma og syngja undir stjórn Védísar. Bamafræðarar og prestur Landakirkju. Kl. 13.00. NTT-9-10áraí Safnaðarheimili Landakirkju Kl. 14.00. Guðsþjónusta. Kór Landakirkju syngur undir stjóm Guðmundar H. Guðjónssonar. Kaffi og spjall í Safnaðarheimilinu að athöfn lokinni. Kl. 16.00. Önnur tilraun fermingar- bama til að leggja af stað með Herjólfi á fermingarmót í Vatnaskóg. Kl. 20.30. Æskulýðsfélagsfundur í safnaðarheimili Landakirkju. Mánudagur 18. febrúar Kl. 19.30. Fundur í 12 spora andlegu ferðalagi undir handleiðslu Vina í Bata. Þriðjudagur 19. febrúar Kl. 14.20 og 15.10. Fermingarfræðsla í fræðslustofunni Miðvíkudagur 20. febrúar Kl. 13.40 og 14.00. Fermingarfræðsla í fræðslustofunni. Viðtalstímar prestanna eru á mánudögum til föstudaga milli 11.00 og 12.00. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 14. febrúar Kl. 20:30 Safnaðarfundur. Laugardagur 16. febrúar Kl. 20:30 Brauðsbrotning og bæn. Sunnudagur 17. febrúar Kl. 13:00 Samkoma. Bamastarf á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Bœnastundir virka daga kl. 7:30. Aðuentkirkian Laugardagur 19. febrúar Kl. 10.30. Biblíurannsókn. Eyja- fréttlr.is -fréttir milli Frctta X

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.