Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 14.02.2008, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 14. febrúar 2008 9 Veturinn í fyrra var óvenju slæmur -en ég held að þessi sé að slá allt út, segir Guðlaugur Ólafsson stýrimaður Guðlaugur Ólafsson, yfirstýri- maður, hefur starfað í tæp þrjú ár á Herjólfi. Áður var hann alvöru sjó- maður eins og hann orðar það, bæði á loðnu og trolli. Það liggur því beinast við að spyrja hann hvort ekki sé munur á því að vera um borð í fiskiskipi eða farþegaferju. „Munurinn er sá að ég veit hvenær ég á að vinna og hvað ég hef í laun þegar ég starfa á Herjólfi. Það er ekki þessi óvissa sem tengist hefðbundinni sjómennsku og ég kann betur við mig um borð í Herjólfi. Ég tók III stigið í Stýri- mannaskólanum vegna þess að ég stefndi alltaf á að komast um borð, ég byrjaði sem háseti og nú er ég stýrimaður.“ Veturinn núna slær allt út Hefur ekki verið erfitt að vera um borð 1 þessu tíðarfari? „Veturinn í fyrra var óvenju slæmur en ég held að þessi sé að slá allt út. Ég held það sé búið að fella niður 15 eða 17 ferðir í vetur en nú erum við með tvær ferðir á dag og alltaf myrkur í seinni ferð- inni. Það er eiginlega Þorlákshöfn sem stoppar okkur af og þó svo að búið sé að lýsa upp eins og við óskuðum eftir þá eru enn óvissu- þættir. Mér fmnst fólk sýna því meiri skilning en áður ef fella þarf ferðir niður og það er aðeins skip- stjórinn sem tekur þá ákvörðun. Farþegaskip er ekki sambærilegt við ftskiskip því um borð í ftski- skipum eru sjómenn og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að fólk slasi sig og ert fyrst og fremst að spá í skipið." Guðlaugur segir mikilvægt að foreldrar íhugi hvort þeir eigi að senda börn í íþróttaferðir í brjál- uðum veðrum með skipinu. „Auðvitað er vont fyrir foreldra að banna börnum sínum að fara en foreldrar ættu að standa saman um að senda ekki hópa í vondum veðrum. Fólk getur athugað með vindhraða á Stórhöfða og fylgst með veðurdufli við Surtsey og svo er alltaf hægt að hringja um borð og fá upplýsingar. Mér finnst fólk ekki alveg vita hvað það er að tala um þegar það skammast yftr því þegar Herjólfur fer ekki. Það eru margir sérfræðingar á þessu sviði en skipstjórar um borð í Herjólfi búa yfír mikilli reynslu.Við erum með tvo menn sem hafa unnið hjá Eimskip í fjölda ára og þó svo að þeir hafi ekki verið í siglingum á Herjólfí þá hafa þeir mikla reynslu af siglingum á Atlantshafi. Þetta eru mjög hæfir menn.“ Guðlaugur viðurkennir að það sé stundum álag á starfsfólkinu um borð og tímapressa því auðvitað sé keppikeflið að halda áætlun. „I slæmu veðri þarf að binda niður alla bíla og þar af leiðandi er hann seinni en vanalega. Þetta tekur auð- vitað á menn og vinnutíminn veður lengri og það er alltaf stress þegar farið er inn eða út úr höfn. Við fluttum yfir 120 þúsund manns í fyrra þannig að það er nóg að gera. Fullyrðingar um að skipið sé alltaf fullt eru hins vegar rangar. Það er fullbókað en staðreyndin er sú að dekkið er sjaldnast fullt þegar við förum úr höfn. Ein ástæðan er að fólk er að panta langt fram í tím- ann, pantar allar helgar í júlí en ætlar að fara eina og afbókar ekki þær helgat sem það er búið að taka frá.“ Slæm umgengni Guðlaugi finnst vanta skýrari ákvæði um hver á sjá um viðhald á skipinu en það er í eigu ríkisins en Eimskip rekstraraðili. „Umgengni um skipið er alls ekki góð og Eyja- fólkið er sérlega slæmt í þeim efnum. Við erum að ferja íþrótta- hópa víðs vegar af landinu og ég hef tekið eftir að skipið er stundum í rúst eftir íþróttakrakka frá Eyjum. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Sem dæmi þá voru settir upp nýir sjónvarpstólar á kostnað ríkis- ins í sjónvarpssalnum. Það var mikil umræða um þá vegna þess að það var ekki að hækka eða lækka stólbökin. Fólk mótmælti þessu með því að skemma bökin og brjóta armana og hélt að þá kæmu nýir stólar. En málið er ekki svo einfalt,við sitjum auðvitað uppi með stólana. Nú ætar Eimskip að skipta um sófa í skipinu en ég hef oft furðað mig á því þegar fólk hallar sér í þá og lætur sér ekki detta í hug að fara úr skónum. Lærði siglingafræði en ekki hafnargerð Nú er ákveðið að fara í hafnargerð í Bakkafjöru, hvemig líst þér á það? Ég segi bara það að ég lærði sigl- ingafræði í 3 ár en ég lærði ekki að hanna hafnir. Ég get ekki keypt það að það séu bara bjánar hjá Sigl- ingastofnun. Það verða byrjunar- örðugleikar, það er alveg á hreinu. Fulltrúar Siglingastofnunar boðuðu skipstjóra, stýrimenn og vélstjóra Herjólfs á sinn fund fyrir stuttu og það er í fyrsta skipti sem þeir tala við áhöfnina. Við komum okkar sjónarmiðum á framfæri og ég vona að það verði tekið mark á þeim. Hins vegar er ég ekki viss um að samgöngumál séu ein og sér að valda fækkun í Eyjum. Alls staðar í heiminum leitar fólk í borgir en ég tel líklegt að höfn í Bakkafjöru fjölgi ferðamönnum," sagði Guðlaugur. Góður vinnu- staður, og gott fólk -segja vélstjórarnir Arnar og Elliði Arnar Sigurðsson, yfirvélstjóri og Elliði Aðalsteinsson, vélstjóri, sjá um að halda vélum og vélbúnaði gangandi í Herjólfi og það er eins gott að ekkert klikki þegar veður eru válynd. Vélstjórarnir gáfu sér smá tíma í spjall við blaðamann þó hann bæri ekki endilega upp réttu spurningarnar. „Jú það er mikið álag á áhöfninni, hund, helvíti leiðinlegt,“ sagði Elliði þegar hann var spurður hvort ekki væri álag á áhöfninni í tíð eins og verið hefur. „Þetta er sjöunda árið,“ sagði Arnar hinn rólegasti þegar hann var spurður hvað hann væri búinn að vera lengi um borð. „Jú, þetta er með verri vetrum,“ sagði hann íbygginn þegar veðrið bar á góma. „Auðvitað reynir þetta á, við komum seint heim í vondum veðrum og erum byrjaðir að vinna aftur klukkan sjö á morgnana.“ Elliði sagði það alveg ljóst að ekki mætti mikið út af bera í slæmum veðrum þegar þeir voru spurðir hvort þeir bæru ekki mikla ábyrgð sem vélstjórar. „Þess vegna er sjálfsagt að fella niður ferðir þegar veðrið er slæmt, “ segir Elliði og leggur áherslu á orð sín. „Við tölum nú ekki um þegar ófært er í Þrengslum og á Heiðinni,“ sagði Arnar og þeir upplýsa blaðamann um að fólk hafi farið aftur til baka með skip- inu vegna þess að það var ófært landleiðina. Jú, þetta er góður vinnustaður, og gott fólk,“ sagði Arnar þegar hann var spurður út í vinnu- staðinn og Elliði tók undir það. Þeim var hins vegar ekki til setunnar boðið enda búið að dæla olíu um borð og þeir þurftu að ganga frá og stutt í að skipið færi seinni ferðina. ELLIÐI OG ARNAR -Auðvitað reynir þetta á, við komum seint heim í vondum veðrum og erum byrjaðir að vinna aftur klukkan sjö á morgnana.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.