Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 14.02.2008, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 14.02.2008, Side 6
6 Frcttif / Fimmtudagur 14, febrúar 2008 Clmhverfis- og skipulagsróð: Loks lyfta í Sparsjóð Sigurjón Pálsson, f.h. Sparisjóðsins, sendi umhverfis og skipu- lagsráði fyrirspum vegna hugmynda um lyftubyggingu á vest- urhlið Sparisjóðs að Bárustíg 15. Ráðið lítur jákvætt á tillögu Sparisjóðsins um lyftubyggingu sbr. innsendar teikningar. Ráðið felur skipulags-og byggingafulltrúa að óska eftir ítarlegri gögnum af útfærslu af breytingum á gangstétt, gróðri og frágangi nýbyggingar. Framkvozmdastjóri ÁTVR: Sunnlendingar fá bjórinn sinn Sunnlendingum verður tryggður aðgangur að sunnlenskum bjór í vínbúðum í sinni heimabyggð um leið og hann kemur á markað. Þetta segir Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs ÁTVR. í frétt í 24 stundum var sagt frá því að nýjar tegundir hjá ÁTVR þurfi að fara í reynslusölu í tveimur verslunum ÁTVR í Reykjavík, áður en þær fara í almenna sölu. Einar segir það ekki gilda í þeim tilfellum þar sem vara er framleidd á íslandi; þá sé leitast við að fram- leiðslan sé seld í þeim vínbúðum sem eru nálægt framleiðslustað. „Við hlustum náttúrlega á óskir viðskipta- vina, sem þýðir að við höfum alltaf haft framleiðsluna til sölu nálægt framleiðslus- tað,“ segir Einar. Ennfremur bendir hann á að viðskiptavinir geti pantað vörur úr vöruúrvali ÁTVR í þær búðir þar sem þær ekki fást, sér að kostnaðar- lausu. íslandspóstur vill aðra lóð: Sækir um í Löngulág Pétur Einarsson f.h. ís- landspósts hf. afsalar íslands- pósti lóð við Mið- stræti 20 og óskar eftir lóð við malarvöll sbr. innsent bréf dags. 1. feb. 2008. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkir afsal lóðar í Miðstræti og fól formanni ráðsins og byggingafulltrúa að ræða nánar við bréfritara. Viska útskrifar tvo hópa Stuðningsfulltrúar útskrifast Níu stuðningsfumrúar útskrifuðust af Fagnámskciði á miðvikudag í síðustu viku. Hópurinn hafði þá lokið 104 stunda námskeiði sem hófst sl. haust. Stuðningsfulltrúarnir voru glaðir þegar þeir tóku við skírteinum sínum við hátíðlega athöfn í húsakynnum Visku. Samkvæmt upplýsingum frá Valgerði Guðjónsdóttur, forstöðumanni Visku, stefna þessir einstaklingar á frekara nám. Islenska fyrir útlendinga Námskciði í íslensku fyrir útlendinga lauk með útskrift frá Visku á miðvikudag í síðustu viku. Þessi hópur hefur lokið tveimur námskeiðum og er gaman að geta þess að umræður, yfir sælkeraréttunum frá ýmsum löndum, fóru fram á íslensku eingöngu. MYNDARLEGUR hópur skáta. Skátafélagið 80 ára 22. febrúar: Allir á landsmót á afmælisári Þann 22. febrúar næstkomandi verður Skátafélagið Faxi 70 ára gamalt. Okkur á Fréttum fannst því tilvalið að líta við í Skátaheimilinu, hitta nokkra hressa skáta og spyrja þá út í skátastarfið. Skátamir eru með góða aðstöðu á Faxastígnum þar sem skátahópamir hittast. Þar er hresst starfsfólk sem er ávallt með bros á vör. Þegar blaðamaður kom í Skáta- heimilið var að byrja fundur hjá strákaflokki Fálkaskátanna. Skát- amir Sigurbjöm, Axel og Hjálmar vom mættir og tilbúnir á æfingu. Þeir segja að starfið sé mjög fjöl- breytt og skemmtilegt. „Við fömm í leiki, tálgum verkfæri, fömm í úti- legur, fáum stundum að skoða bfiana hjá björgunarsveitinni og svo margt fleira,“ segja þeir. Þeir hafa allir farið á eitt skátamót en það var hér í Eyjum síðasta sumar. Þeir setja svo stefnuna á Landsmót á Akureyri í sumar þar sem mikið verður um dýrðir. „Þangað koma skátar frá útlöndum og allir skátahópar á íslandi. Þar er keppt í þrautum, alls kyns keppnum og svo þurfum við að tálga öll okkar verkfæri sem við þurfum að nota yfir helgina." Þær Sara Dís, Anna Marý og Ingunn Silja em allar Fálkaskátar og eru miklu ákveðnari í því hvað góður skáti þarf að hafa á hreinu. „Góður skáti á að hjálpa fólki, vera alltaf viðbúinn og kunna að komast af í náttúmnni," segja stelpurnar. Þær em einnig að fara á Landsmót í sumar og eru mjög spenntar fyrir því. „Við emm rosalega spenntar og við vitum að það verður mjög gaman." Það sem þeim finnst skemmtilegast eru allar göngu- ferðimar, útilegumar, skyndihjálpin og fundimir þeirra. Þær vita samt ekki alveg hvort þær muni ganga í björgunarsveitina þegar þær verða eldri. Það er ljóst að Skátafélagið heldur skátahefðinni í Vestmannaeyjum hátt á lofti með góðu og áhugaverðu starfi. Það eru margir krakkar í félaginu sem allir hlakka til Landsmótsins í sumar þar sem þau verða góðir fulltrúar Vestmannaeyja. Ragnar slökkviliðsstjóri: Sirrý fékk viðurkenningu í Eldvarnaátaki Á laugardaginn 9. febrúar kom til okkar á slökkvistöðina Sirrý Rúnars- dóttir, Foldahrauni 27, nemandi í Hamarsskóla, til að taka við viðurkenningu fyrir þátttöku í Eldvamaátaki sem allir 8 ára nem- endur í landinu tóku þátt í nú fyrir síðustu jól. Þátttakan var mjög góð, um 4000 böm tóku þátt og var rétt lausn Sirrýar dregin úr 34 réttum úrlausnum. Verðlaunin vom: Sony MP3 spilari, Reykskynjari og viðurkenningarskjal frá Landssambandi slökkviliðs og sjúkraflutningamanna. Það er samdóma álit þeirra sem tóku þátt í Eldvamavikunni 2007 að hún hafi heppnast afar vel og er það mat manna að fomvama- gildið sé ótvírætt. Vestmannaeyjum 9. febrúar Ragnar Þór Baldvinsson, slökkvuiliðsstjóri. Veðurguðirnir lúta til sín taka: Tjón í óveðrinu á föstudaginn Það gekk mikið á á föstudags- kvöldið þegar versta veður vetrarins gekk yfir landið. Mestur varð meðalvindhraði á Stórhöfða 41 metri og sló upp í 57 metra. í verstu hviðunum hristust jafnvel steinhús og rafmagn fór af um tíma. Björgunarfélagið var mikið á ferðinni síðdegis á föstudaginn og um kvöldið og nóttina. Um átta leytið vom Björgunarfélagið og lögregla kölluð að húsi við Heiðarveg þar sem þakplötur höfðu losnað af húsi og fuku um hverfið. Loka þurfti götunni á meðan en koma tókst böndum á þakið með aðstoð kranabfls en vindhviður vom það öfl- ugar að ekki var hægt að komast með góðu móti upp á þakið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.