Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 28. febrúar 2008 Bæjarstjórn ályktar vegna loðnustopps - Tap Eyjamanna 3,8 milljarðar: Látið verði af handafls- aðgerðum í sjávarútvegi -Það sé löngu úrelt leið að flytja atvinnutækifæri með handafli á milii byggðarlaga á landsbyggð- inni - Afnám veiðgjalds, lægra tryggingagjald og raforkuverð til fískvinnslu, opinber eftirlitsgjöld og síðast en ekki síst að lækka flutningskostnað á landsbyggðinni er meðal tillagna FRÁ fundinum á fimmtudaginn. Þar kom fram að að ákvörðun sjávarútvegsráðherra að stöðva loðnu- veiðar þýddi 3,8 milljarða tap fyrir sjávarútveginn í Vestmannaeyjum og bætist ofan á 3,6 milljarða tap vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Á fundi sínum á fimmtudaginn sam- þykkti bæjarstjóm ályktun vegna stöðvunar íoðnuveiða. Inntak henn- ar var ábendingar um mótvægisað- gerðir sem gagnast geta sjávarút- vegsfyrirtækjum og sjávarbyggðum. Lýst var þungum áhyggjum af stöðu mála í sjávarútvegi í Vest- mannaeyjum. Bent var á að ákvörðun sjávarútvegsráðherra að stöðva loðnuveiðar þýddi 3,8 millj- arða tap fyrir sjávarútveginn í Vestmannaeyjum og bætist ofan á 3,6 milljarða tap vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Tillagan, sem var samþykkt samhljóða í bæjarstjóm, er í sex liðum. í fyrsta lagi er lagt til að sjáv- arútvegur verði styrktur með því að aflétta íþyngjandi álögum. Horft verði til þess fordæmis, sem sett hefur verið með samningum við álfyrirtæki bæði hvað varðar skatta- legt umhverfi og afslátt af raforku. Enn fremur þarf tafarlaust að af- nema veiðgjald, lækka trygginga- gjald, lækka raforkuverð til fisk- vinnslu, lækka opinber eftirlitsgjöld og síðast en ekki síst að lækka flutn- ingskostnað á landsbyggðinni. Bæjarstjóm vill að látið verði með öllu af handaflsaðgerðum í sjáv- arútvegi. Það sé löngu úrelt leið að flytja atvinnutækifæri með handafli á milli byggðarlaga á landsbyggð- inni. „Á hverju ári eru verðmæti upp á milljarða flutt á milli byggðarlaga, frá atvinnusvæðum og fyrirtækjum þar sem arðbært er að gera út. Byggðarlögin sem verst hafa farið út úr þróun seinustu ára þurfa mikla og markvissa aðstoð," segir í álykt- uninni og klykkt út með að það kunni ekki góðri lukku að stýra að flytja verðmæti með handafli á milli tveggja svæða sem bæði eiga í Bæjarstjóm um útboð ^vegna sjúkraflugs: Öryggi fólks verði ekki skiptimynt Bæjarstjórn fjallaði um útboð á sjúkraflugi til Vestmannaeyja. Fyrir liggur að stefnt er að því að ekki verði boðið upp á sólarhringsvakt á sjúkraflugvél sem staðsett verður í Vestmannaeyjum. Atvinnulíf og ferðaþjónusta Vestmannaeyja er sérstæð svo ekki sé talað um landfræðilega aðstöðu. Eyjamenn þekkja því að slys og annað sem kallar bráðaflutning sjúkravélar gerir ekki boð á undan sér og þörf fyrir þjónustu vélarinnar getur að sjálfsögðu myndast allan sólarhringinn. Bæjarstjórn leggst því alfarið gegn því að öryggi fólks sé notað sem skiptimynt í samningum um sjúkraflug og hvetur til að samið verði um þjónustu sjúkravélar allan sólarhringinn. svipuðum erfiðleikum. I þriðja lið er farið fram á að opin- ber umræða um sjávarútveg verði af meiri ábyrgð en hingað til. Að þing- menn sýni alvarlegri stöðu sjávar- útvegsfyrirtækja og sjávarútvegs- samfélaga tilhlýðilega virðingu og leggi ekki upp með umræðu sem skaðar sjávarútveginn og samfélög sem byggja afkomu sína á honum. „Það er einörð skoðun bæjarstjórnar að friður þurfí að vera um fisk- veiðistjórnunarkerfi það sem unnið er eftir þótt eðlilegt sé að það sé ávallt til endurskoðunar.“ f fjórða lið er lagt til að Fræðasvið sjávarútvegs verði styrkt og hafrannsóknir efldar og bæjarstjóm hvetur eindregið til þess að hafrannsóknir og auðlindafræði verði efld stórlega í sjávarbyggð- Útvarp Saga heyrist nú í Vest- mannaeyjum á fm 104,7 og er skemmtileg viðbót við annað fram- boð á útvarsefni. Arnþrúður Karls- dóttir, útvarpsstjóri, sagði lengi hafa staðið til, eða frá því í fyrra- sumar, að koma útsendingu í loftið en ekki gengið upp fyrr en bæjarstjórinn tók málið í sínar hendur og kippti þessu í liðinn. Þegar Amþrúður var spurð hvort hún hefði fengið viðbrögð frá hlust- endum í Eyjum þessar vikur frá því útsendingar hófust sagðist hún sakna þess að heyra ekki meira í Vestmannaeyingum. „Ég er með símatíma í beinni útsendingu alla virka daga milli 11.00 og 12.00 og það væri gaman að heyra meira í Vestmannaeyingum því þeir eru skemmtilegasta fólk í heimi. Það em ekkert nema snillingar í unum. „Engir staðir eru betur til þess fallnir að sinna slíkri uppbygg- ingu en þau byggðarlög sem lifa á veiðum og vinnslu. Nálægðin við atvinnugreinina skiptir sköpum enda alkunna að fískifræði sjó- manna er vanmetin." I lið fimm er hvatt til þess að rekstrarumhverfi sjávarútvegs verði bætt með aukinni áherslu á upp- byggingu hafnaraðstöðu. „Hafn- irnar eru lífæð sjávarbyggðanna. Uppbygging þeirra er beinn stuðningur við undirstöðu atvinnu- greina. Gera þarf öflugum sjáv- arútvegsbyggðum kleift að þjónusta fiskveiðiflotann af sóma og auka þar með arðsemi sjávarútvegs.“ Loks er hvatt til þess að hvalveiðar verði hafnar af auknum þunga. „Rannsóknastofnanir telja að Vestmannaeyjum. Það er líka búið að vera svo mikið um að vera í tengslum við atvinnumálin, fréttir af loðnuleysi og niðurskurður í þorskkvóta. Ég vildi gjarnan heyra í fólki og hvað þetta þýðir fyrir bæjarfélagið. Ég á von á að menn hringi meira þegar þeir átta sig á að hvalastofninn éti eina til tvær milljónir tonna af loðnu á ári og því segir það sig sjálft að veiða þarf hval í samræmi við ástand loðnustofnsins ef ekki á illa að fara. íslendingar eru frjáls og fullvalda þjóð og eiga að haga nýtingu nytjastofna í samræmi við eigið gildismat en ekki hræðslu- áróður annarra þjóða.“ I lokaorðum segir að í engu megi hvika frá ofangreindum punktum ef sjávarútvegurinn á að þola þær þrengingar sem nú blasa við. „Alþingi og ríkisstjórn þarf því tafarlaust að sýna festu í störfum sínum. Lýðskrum og vingulsháttur verður að víkja fyrir aðgerðum sem styrkja sjávarútveginn.“ Undir þetta skrifa allir bæjarfull- trúar. útvarpið er í gangi hjá þeim,“ sagði Amþrúður. Dagskrá Sögu byggir mikið á töluðu máli, þar er fjallað um stjómmál, þjóðmál, náttúm í bland við ýmsar skemmtilegar uppákom- ur eins og draumráðningar, spá- dóma o.fl. Auk þess gefst hlust- endum kostur á að hringja inn og tjá sig um ýmis mál. „Morgunútvarpið hefst klukkan 07.00 og stendur til klukkan 19.00 á kvöldin. Dagskráin er endurflutt á kvöldin og næturnar og fréttir eru fluttar frá Stöð 2 á klukkutíma fresti. Við erum með átján starfs- menn og þar af eru þrír tæknimenn en flestir hinna koma meira eða minna að útsendingu og dagskrár- gerð,“ sagði Amþrúður á Útvarpi Sögu. Utvarp Saga heyrist í Eyjum: Sakna þess að heyra ekki meira í Vestmannaeyingum -segir Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Framhaldsskólinn: Söngva- keppni, þema- dagar og árshátíð Á næstu dögum verður mikið um að vera í Framhaldsskólanum, á morgun, föstudag, verður haldin undankeppni fyrir Söngvakeppni framhaldsskólanna. Hún verður haldin í skólanum og hafa þó nokkrir skráð sig til þátttöku nú þegar. í fyrra fór Rúnar Kristinn Rúnarsson fyrir hönd skólans og reyndist keppnin vera heldur betur stökkpallur fyrir hann og hans frama því eftir keppnina fékk hann boð um að vera meðlimur í strákahljómsveitinni Luxor sem varð þó því miður ekki langlíf en þó góð reynsla fyrir þennan unga söngvara. Það er því til mikils að keppa á föstudaginn. I næstu viku verða svo hinir árlegu þemadagar í skólanum, þeim er ætlað að brjóta upp kennslu og leyfa nemendum að sýna á sér hina skapandi hlið. Nemendur geta valið úr vinnu- hópum sem þeim hentar, vinna svo í þeim í þrjá daga og sýna svo afraksturinn á árshátíð skólans. Þemadagamir einkennast alltaf af mikilli sköpunargleði og ánægju hjá nemendum og gerir þeim kleift að opna aðeins dymar að sínu vinnuumhverfi fyrir aðra að skoða. Á föstudaginn 6. mars verður svo árshátíð skólans haldin, á henni verður sýndur afrakstur þemadaganna og Áslaug gefin út. Áslaug er skólablaðið sem er alltaf gefið út á þemadögunum og er þess alltaf beðið með mikilli eftirvæntingu nemenda. Ljóst er að framhaldsskólanemar hafa nóg að gera næstu daga og verður gaman að fylgjast með. Bæjarstjórn: Mótmælir hækkun gjaldskrár Herjólfs Bæjarstjórn leggst alfarið gegn boðaðri 8,04% hækkun á gjald- skrá Herjólfs og harmar það skilningsleysi, sem því miður virðist ríkja hvað varðar þjóðveg Eyjamanna, Herjólf. I kjölfar ákvörðunar ríkis- stjórnar um 30% niðurskurð á þorskkvóta voru uppi fögur fyrirheit um bættar samgöngur. Bæjarstjóm harmar því að á sama tíma skulu auknar álögur lagðar á Eyjamenn og gesti þeirra. Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480*278-054!) - Vestmannaeyjum. Ritstjóri; Óniar (iarðarsson. Blaðamenn: Gudbjörg Sigurgeii-sdóttir, Sigurgeir Jónsson og Ellcrt Schcring. íþróttir: Ellert Seheving.Ábyrgdarmenn: Omar Gardarsson tV (iísli Valtýsson. Prentrinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Adsetnr ritstjómar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndritd: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@cyjafrettir.is. Veffang: http/Avww.eyjafrettir.is FRÉTITR koma út alla fimmtndaga. Blaðið er selt i áskrift og einnig i lansasöln á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Vöruval, Horjólfi, Flughafnarvcrsluninni, Krónnnni, Isjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu i Friðarhöfn.. FRÉ'iTLR oru prentaðar í 2(KH) eintökum. FRÉTTIB eru aðilar að Sauitökum bœjar- og héraðsfríttahlaða. Eftirprentun, hljóðritnn, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.