Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 27.02.2008, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 28. febrúar 2008 13 að hinu sanna s jndi á mánudaginn - A leiðinni í land leið mér eins og ég væri að fara í jarðarför. Það var var verið að jarða þá atvinnugrein sem er lífæð í því byggðarlagi sem ég er fæddur og fyrir haustið en þetta varð besti janúarmánuður í loðnu frá upphafi loðnuveiða hér við land. Hefði átt að gefa út kvóta hefði þessi loðna aldrei fundist. Þess vegna fannst mér grátlegt að horfa upp á haf- rannsóknaskipin liggja við bryggju í Reykjavík um helgina. A meðan bíða 400 til 500 manns eftir vinnu. Mér finnst þetta bara hræðilegt. Það getur vel verið að það hafi verið þorrablót hjá áhöfninni en það á ekki að bitna á okkur. Ég er viss um að Binni og Ægir Páll væru búnir að reka þessa menn fyrir löngu.“ Hvar eru 700.000 tonnin? Einar benti á í þessu sambandi að í fyrsta skipti í þrjú eða fjögur ár hefði verið gefinn út kvóti fyrirfram upp á 200 þúsund tonn í haust en mælingar hefðu ekki skilað því sem ætlast var til þrátt fyrir mikla leit. Þarna vísar hann til þess að árgang- urinn, sem bera á uppi veiðina í ár, mældist í sumar um 700 þúsund tonn. Líka sagði hann að spáð hefði verið brælu um helgina sem hefði haft sitt að segja að hafrannsókna- skipin fóru ekki af stað fyrr en á sunnudag. „En við vitum að loðnan getur dúkkað upp í miklum mæli eins og gerðist í fyrra og hitteðfyrra þegar ekki hafði fundist tangur né tetur af þeim árgangi sem átti að bera uppi veiðina. Ég ætla að vona að við höfum líka heppnina með okkur núna.“ Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar, Binni, sagðist hingað til ekki mikið hafa gefið fyrir fiskifræði sjó- mannsins en eftir að hafa farið yfir þetta með jteim hefði hann skipt um skoðun. „Ég veit að Einar er á sömu skoðun og eftir að hafa rætt við hann í morgun fmn ég að hann hefur hreinan skjöld gagnvart því að láta veiða loðnu. Það þurfum við ekki að efast um en við þurfum að sjá niðurstöður mælinganna nú sem fyrst. Það mega ekki margir dagar detta úr.“ Séð minna magn en þetta Guðmundur Huginn Guðmundsson, skipstjóri á Hugin VE, lýsti ánægju sinni með að tveir reyndir loðnu- skipstjórar eru nú um borð í Ama Friðrikssyni. „Nú standa þeir og vísindamennimir yftr sömu mæli- tækjunum og nú ætti að vera hægt að komast að sömu niðurstöðunni. Við teljum að það sé hægt að veiða meiri loðnu og við höfum séð minna magn en þetta. Ég bíð því spenntur eftir hvað þessir karlar segja því kannski emm við ekki að leggja sama skilning í það sem tækin sýna. Við erum ekkert með verri tæki en þeir en við höfum ekki sama skiln- ing á hvað er lóð og hvað ekki. Þeir segja að þetta séu 50 þúsund tonn en við 500 þúsund tonn. í því liggur munurinn," sagði Guðmundur Huginn og sagðist fullviss um að Einar yrði ærlegur í sínum gjörðum. Arni Johnsen, alþingismaður, sagðist bæði á þingi og víðar hafa sagt að sjómenn treystu ekki niður- stöðum fiskifræðinga. „Það er mjög alvarlegt mál og ég hef lengi haldið því fram að það vanti ftskifræði sjó- mannsins á mat á niðurstöðum mælinga. Það er að koma í Ijós núna hvað það er mikilvægt að nýta reynslu sjómannanna. Það að Jón og Gummi eru um borð í Arna er kannski fyrsta vísbendingin um að menn vilji starfa á þessum nótum. Mælingar Jóns Eyfjörðs sýna að niðurstöður á mælingum Hafró eru ekki réttar. Það munar tíu eða tutt- ugu sinnum í magni við svipaðar aðstæður. Þá er komið að því hjá ráðherra að gera upp við sig hvernig hann metur stöðuna? Hvor eigi að njóta vafans, niðurstöður vísindamanna sem hafa ýmislegt götótt í sfnu kerfi en hafa gert ýmislegt gott, eða fólkið og fyrirtækin sem allt brennur á? Ég tel að vaftnn eigi að lenda þeim megin og ég veit að við viljum fá Einar Guðfinnsson til að skoða málið á þessum nótum. Það er lífsnauðsyn- legt að veiða meira í stöðunni, ekki síst nú þegar hrognafylling er að ná hámarki. Það er alltof mikið í húft til að dyntótt mynstur Hafrannsókna- stofnunar fái að ráða ferðinni því það eru heilu byggðarlögin sem standa og falla með þessu. Þess vegna er mikilvægt að menn standi vaktina eins vel og hægt er. Ég treysti Einari en menn verða að þora að taka rétta ákvörðun. Allt í sam- bandi við veiðar og vinnslu er áhætta og stjórnvöld verða að þora.“ Bitnar ekki verr á nokkru sveitarfélagi Binni sagði að örugglega ætti ekkert sveitarfélag eins mikið undir loðn- unni og Vestmannaeyjar. Hann sagðist hafa samúð með varúðar- sjónarmiðum og 400 þúsund tonna reglan hefði reynst vel. En árgang- urinn sem bera eigi uppi veiðina í dag haft mælst 700 þúsund tonn og allar líkur séu á að það skili sér. „Ég þarf ekki að útskýra fyrir ykkur muninn á þorski, ýsu og ufsa og loðnu. Við fáum einn séns og tvo og þrjá til að veiða bolfiskinn en aðeins einn til að veiða loðnuna. Þess vegna er æsingurinn svona mikill, hver dagur telur í milljónatugum. Líklega framleiddu Vestmannaeyjar loðnuafurðir fyrir um 3,3 milljarða í fyrra. Ef við gefum okkur að ver- tíðin í fyrra hafi staðið 40 til 50 daga er hver dagur 60 til 100 milljóna virði. Það telur í kassanum hjá öllum sem hér búa. Það má því engan tíma missa og það er sann- færing okkar að meiri loðna sé á ferðinni en mælingar Hafró sýna.“ Hörður Oskarsson, fjármálastjóri Isfélagsins tók í sama streng, að niðurstaða þyrfti að liggja fyrir sem fyrst. „Við erum núna búin að fóma fjórum dögum sem við hefðum betur nýtt í að skoða slóðina. Hefði verið einhver stór áhætta í því að leyfa okkur að veiða 15 þúsund til 20 þúsund tonn í vinnsluna? Hefði það eitt riðið stofninum að fullu?" spurði Hörður. Elliði bæjarstjóri tók í sama streng en vildi ganga lengra. Sagði hann hafrannsóknir óviss vísindi og spurði hvort ekki hefði verið rétt að leyfa flotanum að klára þessi 60 þúsund tonn sem eftir eru af loðnukvótanum til að lina höggið? „Væri ekki rétt að láta byggðarlögin njóta vafans? Ekki síst í ljósi þess að það er bræla yftrvofandi og óvíst hvort hægt verður að ljúka nauðsyn- legum rannsóknum áður en hún skellur á?“ Ekki í sama takti Ámi Johnsen tók aftur til máls og sagði vísindamenn vera í öðmm takti en skipstjóra loðnuskipanna. Nefndi hann sem dæmi að þegar hann hringdi um borð í Árna Friðriksson rétt fyrir fundinn hafi allir verið í mat. Þetta hefðu loðnu- skipstjórar ekki látið viðgangast. „Það er þama sem ráðherra þarf að píska menn áfram. Það er hann sem er karlinn í brúnni. Við þurfum að hvetja hann til að tuska liðið áfram og senda þeim þá bara samlokur því eitthvað verða mennirnir að borða. Við höfum orðið vitni að því marg- oft að rannsóknaskipin fóm í helgar- leyft til Reykjavíkur á meðan heilu göngumar fóm hér fram hjá. Þær voru aldrei mældar og því ekki til og ekkert mark tekið á skipstjórum og löndunartölum. Þetta sýnir mikil- vægi þess að taka mark á ftskifræði sjómannsins og mælitæki loðnu- skipanna eru fullkomin vísinda- tæki,“ sagði Árni. í lok fundarins sagði Einar að fyrir viku hefði legið fyrir að stöðva yrði loðnuveiðar á forsendum 400 þúsund tonna reglunnar. Hann hefði þrátt fyrir bannið ákveðið að leyfa veiðar á 3000 tonnum til að vakta miðin og gera verðmæti úr loðn- unni. „Ég veit ekki hvenær niðurstöður liggja fyrir en ég segi; gefumst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Það er fullur vilji ríkisstjórnarinnar og annarra sem koma að þessu til að gera vel. Ég hef fullan hug á að halda áfram veiðum og þessu vegna hefur allur þessi kraftur verið settur í leitina. Það er, eins og hér hefur komið fram, dagaspursmál sem gerir sérstöðu málsins mjög mikla. Við eigum sameiginlega hagsmuni í að ná utan um þetta og vonandi verður það með þeim árangri að tilefni gefist til að gefa út nýjan kvóta,“ sagði Einar að lokum. þ Burt með íþyngjandi álögur á sjávarútveg -Látið verði af handaflsaðgerðum í tilflutningi aflaheimilda, opinber umræða verði ábyrgari, fræðasvið sjávarútvegs verði styrkt, hafnaraðstaða verði stórbætt og hvalveiðar hafnar með auknum þunga, segir í ályktun hagsmunaðila VEL var mætt á fundinn þó ráðherra væri fjarri. Fyrst stóð til að Einar Kr. Guð- finnsson, sjávarútvegsráðherra, kæmi á laugardaginn og var boðað til fundar í Kaffi Kró. Ekki gaf til flugs en fundurinn var haldinn og var eftirfarandi ályktun samþykkt: „I dag funduðu hagsmunaaðilar í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Á fundinn voru boðaðir fulltrúar ftskvinnslufólks, sjómanna, vél- stjóra, skipstjóra og stýrimanna, út- gerðarmanna og Vestmannaeyja- bæjar. Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun einróma: „Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum taka heils hugar undir ályktun Bæjarstjómar Vest- mannaeyja um að ríkið láti tafarlaust af íþyngjandi álögum á sjávar- útveginn, látið verði af hand- aflsaðgerðum í tilflutningi aflaheim- ilda, opinber umræða verði ábyrgari, fræðasvið sjávarútvegs verði styrkt, hafnaraðstaða verði stórbætt og hvalveiðar hafnar með auknum þunga. Meginþorri fjölskylda í Vestmannaeyjum á viðurværi sitt undir rekstrarumhverfi sjávarút- vegsins og vill fundurinn að mót- vægisaðgerðir taki mið af því. Fundurinn tekur einnig einróma undir ályktun VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna og skorar á stjómvöld að koma til móts við þá sjómenn sem verða fyrir tekju- skerðingu vegna nýlegra stjórn- valdsaðgerða. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hvetja því rikisstjóm til að hækka sjómannafrádrátt og greiða sjómönnum laun til að stunda öryggisfræðslu og sækja öryggis- námskeið í heimabyggð. Slys til sjós em allt of algeng og löngu tímabært að lyfta grettistaki í þeim efnum. Fundurinn hvetur ríkisstjóm til að bæta fiskvinnslufólki tekjutap og huga sérstaklega að kjörum fisk- vinnufólks sem verður fyrir mikilli skerðingu ef aflabrestur verður sá sem nú stefnir í. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum hvetja stjómvöld til að fjárfesta í starfs- og endurmenntun starfsfólks í fiskvinnslu og gera þeim jafnframt kleift að stunda slíkt nám á dag- vinnutíma þegar hráefni er ekki til staðar og það haldi dagvinnulaunum meðan á námskeiðum stendur. Þannig verður best brugðist við breyttum aðstæðum og horft til framtíðar á tímum mikilla tækni- breytinga og samdráttar í fiskafla. Vilja jafnstöðukvóta Þá telur fundurinn það afar mikil- vægt að tekin verði upp sú leið að gefa út jafnstöðukvóta (lágmarks- kvóta sem ætíð fær að standa) til að skapa veiðum og vinnslu kjölfestu. Sjávarútvegur er ekki frábrugðinn öðmm viðskiptum hvað varðar þörf- ina fyrir stöðugleika. Áhrif veiða í hlutföllum við áhrif náttúrannar, svo sem át hvala og fugla, eru ekki slík að óttast þurfi slíka lágmarksveiði. Þetta myndi hins vegar bæta rekstr- arskilyrði sjávarútvegsfyrirtækja og stórauka launaöryggi launþega á landsbyggðinni. Að lokum krefst fundurinn þess að fulltrúar þeirra sem fara með ákvörðunarvaldið, hvað veiðar varðar, fari tafarlaust á miðin til að sinna rannsóknum. Vinnubrögð og rannsóknir þær sem eru forsendur ákvörðunartöku um veiðistopp á loðnu era að mati fundarins afar gagnrýnisverð og mikið bil milli mats Hafrannsóknastofnunar og mats sjómanna sem hafa saman ár- hundraða reynslu af loðnuveiðum. Fjölskyldur og fyrirtæki í Vest- mannaeyjum tapa tugum milljóna á hverjum degi sem veiðistopp er í gildi og það er lágmarkskrafa að fulltrúar ákvörðunarvaldsins vandi til vinnu og setji vöktun í forgang. Fundurinn telur að í engu megi hvika frá ofangreindum punktum ef sjávarútvegurinn á að þola þær þrengingar sem nú blasa við. Alþingi og ríkisstjórn þurfa því tafarlaust að sýna festu í störfum sínum. Lýðskrum og vingulsháttur verður að víkja fyrir aðgerðum sem styrkja sjávarútveginn. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.