Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2008, Blaðsíða 8
8 Frcttir / Fimmtudagur 29. maí 2008 Skipstjórnarnámið í Framhaldsskólanum: Flestir stóðust sín próf með ágætum -og hafa allir sótt um skólavist að nýju í haust í haust hófst á ný skipstjórnar- kennsla í Vestmannaeyjum. Það nám hafði ekki verið í boði í um ára- tug, eða frá því að Stýrimanna- skólinn hér var lagður af og skip- stjómamámið flutt til Reykjavíkur. Reyndar voru haldin hér nokkur 30 rúmlesta námskeið en um annað réttindanám var ekki að ræða í Eyjum og þótti mörgum það miður í einni stærstu verstöð landsins. Ein ástæða þess, að stýrimannaskólarnir á landsbyggðinni voru lagðir niður, var sú að nemendum í skipstjórn- arnámi hafði fækkað mjög og var talið að ein stofnun gæti séð um þetta nám, í stað þriggja. En á síðasta ári var ákveðið að hefja kennslu á I. stigi við Fram- haldsskólann. Helstu hvatamenn að því voru forsvarsmenn Útvegs- bændafélags Vestmannaeyja. Stjórnendur Framhaldsskólans í Eyjum komust að samkomulagi við Fjöltækniskólann í Reykjavík, þar sem skipstjómarnámið fer fram, um að fara af stað með nám I. stigs, í samráði við kennara skipstjórnar- greinanna hjá Fjöltækniskólanum. Átján hófu nám í haust f fyrrasumar var unnið að því að kynna þennan nýja möguleika fyrir þeim sem væntanlega hefðu áhuga á að stunda námið í Vestmannaeyjum og bar það þann árangur að 18 hófu nám í I. stiginu í haust í Eyjum. Sigurgeir Jónsson, sem kenndi við Stýrimannaskólann um fimmtán ára skeið, var fenginn til að hafa umsjón með náminu og Bjarki Guðnason, forstöðumaður Eimskips í Eyjum, tók að sér kennslu í stöðugleika. Þá sá Haraldur Óskarsson í Net hf. um kennslu í verklegri sjóvinnu og Höskuldur Kárason um fræðslu í öryggismálum. Læknarnir Ágúst Ó. Gústafsson og Einar E. Jónsson tóku að sér kennslu í heilbrigðisfræði. Nám í íslensku, ensku og stærðfræði stunduðu svo stýrimannanemarnir með öðrum nemendum Framhalds- skólans. Ákveðið var að námið í siglingatækjum og siglingasamlíki færi fram í Reykjavík, í svonefndu lotunámi. Nemendur fóru tvívegis til Reykjavíkur á önninni, tvær viðamiklar vinnuhelgar og tóku síðan próf í seinni lotunni. Þessi háttur var hafður á, bæði vegna fjölda nemenda sem og að í Reykjavfk eru til staðar fleiri tæki en hér sem og öllu fullkomnari bún- aður, sérstaklega í samlíkiskennslu. Þá var einnig talið eðlilegt að sam- band væri á þennan hátt við Fjöltækniskólann sem hefur yfirum- sjón með þessu námi. Ellefu á vorönn Próf voru tekin í desember og vor- önnin hófst síðan í janúar. Þá hafði nemendum fækkað í tólf. Tveir höfðu hætt námi á miðri haustönn, þrír náðu ekki tilskildum árangri á prófum og einn ákvað að taka vorönnina í Reykjavík. Einn þess- ara nemenda hætti svo fljótlega þannig að ellefu gengu undir próf í vor. Sömu kennarar voru og áður, að því undanskildu að Bjarki hætti og tók Friðrik Ásmundsson að sér kennslu í stöðugleika og siglinga- reglum, gamalreyndur á því sviði, enda skólastjóri Stýrimannaskólans hér um langt skeið. Þá sá Viðar Elíasson um kennslu í aflameðferð og vinnslu. Áfram var hafður sami háttur og á haustönninni, að nem- endur fóru tvívegis til Reykjavíkur vegna náms í tækjum og samlíki. Lokapróf voru svo tekin nú í byrj- un maí. Flestir nemenda stóðust þau próf með ágætum, reyndar þrír sem í haust í einni Reykjavíkurferðinni. þurfa að endurtaka áfanga. En þar sem þetta nám er nú stundað eftir áfangakerfi, kemur það ekki í veg fyrir að þessir nemendur geti haldið áfram sínu námi í haust. Sigurgeir Jónsson, sem hafði umsjón með þessu námi í vetur, segir að flestir nemendanna hafi stundað sitt nám af áhuga og samviskusemi og náð fyllilega sam- bærilegum árangri við nemendur í Reykjavík en próf í skipstjómar- greinunum komu flest frá Reykjavík. Aftur boðið upp á þetta nám í haust Allvemlegar breytingar vom gerðar á þessu námi, undir lok síðustu aldar, til þess að framfylgja alþjóð- legum stöðlum og að réttindin yrðu gild hvar sem er í heiminum. Nýjum námsgreinum var m.a. bætt inn og aukið við aðrar. Þetta lengdi námstímann talsvert. Á árum áður var unnt að ljúka I. stigi á tveimur önnum en nú tekur það nám fjórar annir á eðlilegum námshraða. Þeir sem hafa góðan undirbúning geta þó lokið því á skemmri tíma. Allir nemendumir, sem vom á vor- önninni, hafa sótt um skólavist í haust og munu því, ef allt gengur að óskum, Ijúka prófi I. stigs næsta vor með stýrimannsréttindum, sambæri- legum við það sem I. stigið gaf áður. Þá er einnig ætlunin að bjóða upp á þetta nám aftur í haust og hafa þegar nokkrir spurst fyrir um það hjá skólanum. Framhaldsskólinn hefur látið gera mjög myndarlegan kynningarbæk- ling um vélstjórnar- og skipstjóm- arnámið og er hann kominn í dreifingu. Er það von forráðamanna að áfram verði hægt að halda með þessa námsbraut við skólann. Áætl- að er að þá verði hægt að kenna nær allar greinarnar hér, svo sem tæki og samlíki en skólinn á ágætan samlíki sem hefur m.a. nýst við 30 rúmlesta námið á undanfömum árum. Ein- hverjar breytingar koma þó til með að verða á kennaraliði. Bæði Sigur- geir og Friðrik eru komnir á eftir- laun og hafa lýst því yfir að eðlilegt sé að fá yngri menn í þetta. „Við Friðrik samþykktum þetta þegar til okkar var leitað í vetur, við komum þessu af stað og nú held ég að rétt sé að litast um eftir áhuga- sömum aðilum sem em reiðubúnir til að halda þessu áfram,“ sagði Sigurgeir í samtali við Fréttir og bætti við að framtíð þessa náms byggðist þó á því að nægur fjöldi nemenda væri til staðar. Ef áhugi þeirra er fyrir hendi er ekkert því til fyrirstöðu að treysta þetta nám í sessi í Vestmannaeyjum. Stefni á að vinna sem stýrimaður segir Ingibjörg Bryngeirsdóttir Ingibjörg Bryngeirsdóttir hefur lokið fyrsta vetrinum í skipstjórnarnáminu sem kennt var við FÍV sl. vetur. Hún er eini kvennemand- inn við skólann og reyndar sá eini sem hefur stundað nám í skipstjórnarfræðum fyrir utan pungaprófið því engin kona stundaði nám við gamla Stýrimannaskólann þegar hann var starfræktur í Eyjum. Ingibjörg sagði að aðdragandinn að því að hún fór í skólann hafi verið sá að starfsfólkið um borð í Herjólfi hafi rætt um skólann og mikilvægi hans. „Það kom upp að námið yrði í boði næsta vetur og okkur fannst það auðvitað skipta miklu máli. Gísli Valur hringdi svo í mig og spurði hvort hann mætti skrifa mig á lista og ég hélt að þetta væri einhver undirskrifta- eða meðmælalisti með skólanum og sagði það vera ekki nema sjálf- sagt. Svenni á Kletti hringdi svo í mig en hann tók að sér að koma náminu af stað og talaði mig til því ég var skráð í skólann. Hann þurfti svolítið að hafa fyrir því að sannfæra mig og ég sé ekki eftir því að hafa látið til leiðast. Þetta hefur verið þvílíkt skemmtilegur tími.“ Ingibjörg segir ekkert mál að vera eina stelpan sem stundar þetta nám enda þekki hún flesta strákana sem eru í náminu. „Þetta hefur auðvitað verið erfitt með fullri vinnu en það er gaman, sérstaklega þegar vel gengur. Ég hef alltaf haft áhuga á sjónum og mér finnst rosalega skemmtilegt að vera um borð í Herjólfi. Pabbi átti yfirleitt trillu og ég fór oft með honum þegarég var stelpa. Ég stefni á að vinna sem stýri- maður í framtíðinni og myndi helst vilja starfa á ferju eða á millilanda- skipi. Ég gæti líka alveg hugsað mér að fara á fiskiskip en hef meiri áhuga á ferjusiglingum og ég vil t.d. fá nýjan Herjólf milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja. Námið heldur áfram í haust og 1. stigið klárast næsta vor. Við vorum ellefu nemendur sem lukum fyrsta árinu og ég á von á að við höldum öll áfram næsta vetur. Við vitum ekki hvað verður með framhaldið en ég stefni á að halda áfram og taka 2. stigið. Þetta er skemmtilegt en erfitt og ég fæ að vera í svokölluðum p áfanga í skólanum því ég er svo mikið í vinnu, “ segir Ingibjörg og ljóst er að hún leggur mikið á sig því hún er í fullri vinnu og fullu námi. Ég mæli hiklaust með þessu námi við stelpur og stráka eða alla sem eru áhugasamir um sjóinn. Svo er alltaf hægt að bæta við námið, eins og kennsluréttindanámi og þá fá menn tækifæri til að kenna verðandi skipstjórnar- mönnum," sagði Ingibjörg og sér mörg tæki- færi í stöðunni en hún er fyrsta konan sem leggur stund á skipstjórnarnám í Vestmanna- eyjum. Sjórinn er bara þægi- legur og eitthvað ró- andi við hann -segir Gísli Valur Gíslason, stýri- mannsnemi Gísli Valur Gíslason stundar skipstjórnarnám við FÍV og er nú hálfnaður með 1. stig námsins en það hefur verið lengt og tekur nú tvo vetur í stað eins áður. Gísli Valur var um borð í Dala-Rafni þegar Fréttir náðu tali af honum og hann spurður út í námið sem hefur ekki verið í boði við FÍV undanfarin ár. „Mér líkaði mjög vel í skólanum og það er ólíkt þægilegra að geta lært þetta hér heima. Ég stefni á að ljúka I. stiginu næsta vetur og fara svo til Reykjavíkur og klára skólann." Stýrimannsnámið hefur ekki verið sérstaklega inn undanfarin ár, hvers vegna valdir þú þessa leið? „Þetta er bara eitthvað sem hefur heillað mig frá því ég man eftir mér, það kom voða lítið annað til greina. Ég hef stærsta hlutann verið á Herjólfi en var á fiskibát áður en ég byrjaði á Herjólfi og nú er ég um borð í Dala-Rafni.“ Skiptir máli að afi þinn og nafni var lengi skip- stjóri og útgerðar- maður? „Nei, ég held ekki. En auðvitað skiptir máli að alast upp við að lífið snúist mikið um sjó og sjómennsku og eiginlega ekki talað um annað. Það skiptir sjálfsagt máli og er hluti af því er að þetta varð niðurstaðan." Gísli segir að það sé allt öðruvísi að vera um borð í Dala-Rafni en Herjólfi þar sem allt er í föstum skorðum og fyrirfram ákveðið. „Auðvitað er meiri spenna um borð í fiskibát og allt gengur út á það hvemig fiskast. Hins vegar er stór mínus að maður er ekki heima hjá sér á kvöldin en við erum aldrei lengur úti en viku í einu. Það hefur fiskast mjög vel hjá okkur og töluvert erfiðara að vinna um borð í fiskibát en Herjólfi," sagði Gísli Valur og var því næst spurður hvað væri svona heillandi við sjóinn. „Bara það að vera úti á sjó, það er bara eitt- hvað sem er svo heillandi. Sjórinn er bara þægilegur og eitthvað róandi við hann og g get alveg hugsað mér að vera á farþega- eða millilandaskipi eins og á fiskibát. Ég er ákveðinn í að leggja þetta fyrir mig, klára það sem ég get af náminu heima og svo er næsta skref að fara til Reykjavíkur og ljúka skólanum,“ sagði Gísli Valur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.