Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 29. maí 2008 Vona að fólk sæki VIÐTflL Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettir.is Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Isfélagsins, er lögfræðingur að mennt og hefur lengst af starfað í sjávarútvegi. Hann kom inn í stjóm Isfélags Vestmannaeyja 1992 og hefur verið formaður stjómar frá árinu 2000. Isfélag Vestmannaeyja er eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins og ræður m.a. yfir 20% hlut í loðnu og norsk-íslensku sfldinni enda hefur félagið markvisst byggt upp uppsjávar- vinnslu og er nú að láta smíða tvö uppsjávarveiðiskip. Gunnlaugur var náinn samstarfs- maður Sigurðar heitins Einarssonar og eflaust hafa kynni þeirra haft áhrif til þess að Gunnlaugur hefur helgað sjávarútvegi starfskrafta sína. En hvemig kom það til að ungur maður, sem ekki tengdist sjó- mennsku eða útgerð í uppvextinum, sneri sér að sjávarútvegi sem hann segir spennandi og heillandi. „Eg var að vinna á skrifstofu Sjálf- stæðisflokksins sem framkvæmda- stjóri sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og ekki beint með teng- ingu inn í sjávarútveginn fyrr en 1985 þegar ég kem inn í varastjórn Granda hf. sem þá var nýstofnaður og þá fann maður strax hversu áhugaverður sjávarútvegurinn er og skiptir miklu máli. Mín starfsævi hefur í raun snúist um sjávarútveg og ég hef verið lánsamur að koma að uppbyggingu ísfélagsins sem er eitt stærsta sjáv- arútvegsfyrirtæki landsins," segir Gunnlaugur og er því næst spurður um tengslin við Eyjar. Færi ég að gera „bombertur" „Eg kynntist Sigurði heitnum Einarssyni í janúar byrjun 1988 en í ársbyrjun varð ég framkvæmda- stjóri Sfldar og fiskimjölsverk- smiðjunnar í Reykjavík sem var í eigu Granda og Hraðfrystistöðvar Reykjavíkur. Davíð Oddsson, borgarstjóri, var stjómarformaður félagsins fyrir hönd Granda sem var þá í eigu borgarinnar og tók að sér að finna framkvæmdastjóra sem reyndist vera þessi ungi maður sem starfaði á skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins og hafði engin önnur tengsl við fyrirtækið en að hafa setið í stjórn móðurfélagsins Granda hf. - fyrst í varastjóm og síðan aðalstjóm. Sigurður sat í varastjórn fyrir Agúst bróður sinn á þessum tíma en Gústi átti þriðjung í fyrirtækinu. Eftir að ég var ráðinn fram- kvæmdastjóri birtist Sigurður óvænt á skrifstofu minni og kvaðst vilja ræða við mig þar sem hann ætti sæti í varastjórn fyrir- tækisins. Eg kannaðist auðvitað við Sigurð því lokaritgerð hans við lagadeild var kennsluefni í skól- anum þegar ég var við laganámið. Gunnlaugur Sævar: -Mín starfsævi hefur í raun snúist um sjávarútveg og ég hef verið lánsamur að koma að uppbyggingu Isfélagsins sem er eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins.. Myndir Sigurgeir Jónasson og Omar Garðarsson. Ég hafði lfka séð hann á lands- fundum Sjálfstæðisflokksins og vissi að þar fór skarpgreindur maður. Hann gekk hreint til verks og tjáði mér að þeim bræðmm litist ekkert á þessa ráðningu mína til fyrirtækisins. Hún væri pólitísk, ég hefði unnið á flokksskrifstofunni og auk þess væri ég reynslulaus. Hann og Ágúst myndu hins vegar standa við bakið á mér en færi ég að gera „bombertur" þá legðu þeir til að ég yrði látinn hætta. En það var alveg sama hvað ég gerði, auðvitað gerir maður alltaf einhver mistök, þeir bræður stóðu alltaf með mér. Við Sigurður urðum miklir mátar og hann varð minn besti vinur. Sigurður var frábær maður og maður vissi nákvæmlega hvar maður hafði hann.“ Stóð til boða að verða bæjarstjóri í Eyjum Gunnlaugur Sævar var beðinn um að setjast í stjóm jsfélagsins þegar Hraðfrystistöðin, ísfélagið og Bergur Huginn vom sameinuð 1992 og hefur setið þar síðan, þar af sem formaður stjórnar frá 2000. „Það munaði reyndar litlu að ég yrði nánari Vestmannaeyjum því mér stóð til boða að verða bæjar- stjóri. Fjölskyldan var tilbúin að flytja til Vestmannaeyja en það sem kom í veg fyrir að ég tæki að mér bæjarstjórastöðuna var að við feng- um ekki húsnæði sem hentaði. Okkur fannst ekki verjandi að flytj- ast þangað með þrjú börn, nema hafa tryggt húsnæði. Þá varð Guðjón bæjarstóri. Ég var tilbúinn að vinna að bæjar- málunum með Sigurði og það hefur verið mikill vinskapur með okkar fjölskyldum. Það var gríðarlegur missir fyrir fjölskylduna, vini og samfélagið þegar Sigurður lést. Ég hef alltaf átt mikil og góð samskipti við Guðbjörgu Matthíasdóttur og strákana og fór fyrir þeirra hönd inn í stjóm Tryggingamiðstöðvar. Ég er í daglegu sambandi við Vest- mannaeyjar og fylgist þar af leið- andi vel með því sem er að gerast innan samfélagsins og í sjávarút- vegi.“ Krónan var alltof sterk Þegar Gunnlaugur er spurður út í umhverfi sjávarútvegs í dag segist hann fagna veikingu krónunnar sem þýði hærri tekjur fyrir sjávar- útveginn. „Lækkun á genginu var löngu tímabær og aðeins tímaspurs- mál hvenær sú lagfæring ætti sér stað. Við fáum fleiri krónur fyrir þann gjaldeyri sem við erum að skapa og sjómenn fá greitt miðað við afurðaverð og þar af leiðandi eru greiðslur til þeirra í raun geng- istryggðar. Verð á fiski er mjög hátt og sömuleiðis verð á mjöli og ég hef aldrei séð eins hátt verð á lýsi eins og núna. Almenn trú á hollustu lýsisafurða skiptir miklu máli og einnig að lýsi og mjöl er mikið notað við laxeldi. Umhverfið er að flestu leyti hag- stætt og auðvitað hafa lánin hækk- að en ef það er eitthvert vit í efna- hagsreikningi þá skiptir hækkun tekna höfuðmáli sem er það sem reksturinn á að ganga út á. Þó svo eins árs gusa komi í gengistapi þá eru lánin til langs tíma og tapið jafnar sig út. Ef litið er til framtíðar og ástands fiskistofna þá er loðnustofninn helsta áhyggjuefnið hvað ísfélagið varðar. Síðustu tíu ár hefur staða loðnunnar breyst mjög mikið og við vorum lánsöm að byggja upp uppsjávarvinnsluna þar sem sjálf- virknin er mikil. Heildarkvóti á loðnu verður í minna magni en áður og þá verðum við að gera sem mestan mat úr hverju kílói. Bræðslan mun skipta minna máli, hlutfallið sem fer til manneldis verður hærra og við erum að fram- leiða þúsundir tonna á Rússland. Islendingar voru um tíma að veiða eina milljón til 1200 þúsund tonn af loðnu og ég held að við séum að gera okkur meiri mat úr 100 þús- und tonnum en 300 til 400 þúsund tonnum hér áður. Austur Evrópa mun stöðugt vaxa að mikilvægi fyrir uppsjávarafurðir." Landvinnsla í uppsjávar- fiski framtíðin Gunnlaugur segir vinnsluna í Eyj- um vera til fyrirmyndar og að Vestmannaeyjar liggi einstaklega vel við enda sé loðnan nánast við bæjardyrnar þegar hún gengur vestur með suðurströndinni og er hvað verðmætust. „Sama má segja um sfldina. Við erum með 20% af loðnukvótanum eða fimmtu hverja loðnu, 20% af norsk-íslensku síldinni og 15% af íslensku sfld- inni. Þannig að kvótastaðan í upp- sjávarfiski er mjög góð. Afurðir úr þessum stofnum fara í fullvinnslu og ég tel að landvinnslan í upp- sjávarfiski sé framtíðin. Ákvörðun um að byggja upp uppsjávarvinnsl- una var hárrétt en auðvitað verður áfram sjófrysting á þessum teg- undum ekki síst sfld og kolmunna. Við sjáum að sífellt stærri hluti framleiðslunnar fari til manneldis og þó svo flotinn hafi tekið miklum breytingum að undanförnu og skip- um verið fækkað þá var ákveðið að gera enn betur og ráðast í smíði á tveimur uppsjávarskipum. Þau verða srníðuð í Chile og við hönn- un þeirra er ekki síst horft til orkunýtingar, tæknivæðingar og tölvubúnaðar. Þau geta brennt grófari olíu, fara betur með aflann og þetta eru burðarmeiri, gangmeiri og hagkvæmari skip að öllu leyti. Hér er vitaskuld Qárfest til fram- tíðar. Við teljum okkur ná ákveð- inni forystu í uppsjávarútgerð hér á landi með nýsmíðinni. Við höfum tækifæri til að koma með besta aflann að landi og ættum að geta tryggt okkur afbragðs sjómenn til framtíðar." Það verður mikil eftirspum eftir skipum og hefur komið okkur á óvart að nokkrir hafa sett sig í sam- band við okkur og vilja kaupa annað hvort skipið. Einir um að reka sjávar- útveg með hagnaði Kvótakerfið hefur mikið verið gagnrýnt og umræðan oftar en ekki snúist um gjafakvóta, sægreifa og kvótakónga og því ekki úr vegi að spyrja Gunnlaug hvað honum finn- ist um þessa gagnrýni. „Meginhluti kvótans, sem var út- hlutað upphaflega, hefur skipt um hendur. Tökum sem dæmi Isfé- lagið, HB Granda, Samherja og Brim svo nefnd séu fjögur stærstu fyrirtækin í dag. Öll hafa þessi félög keypt megnið af sínum afla- heimildum á markaði í skjóli laga aftur í sjávarútveg s -segir Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Isfélagsins, í viðtali við Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur - Hann telur að kvótakerfið hafi reynst gæfuspor og fyrirtækin séu gjörbreytt frá því fyrir kvótakerfi. Hafi fjárfest gífurlega í aflaheimildum, skipum og alls kyns búnaði - Þar stendur Isfélag Vestmannaeyja í fremstu röð

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.