Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2008, Blaðsíða 30

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2008, Blaðsíða 30
30 Fréttir / Fiinmtudagur 29. maí 2008 Lokahóf handknattleikdeildar ÍBV: Sigurður bestur þriðja árið í röð -Björn bestur í 2. flokki - ÍBV-arar unglingaflokks voru Aníta og Sindri VINNINGSHAFAR kvöldsins, allir vel komnir að sínum viðurkenningum. Handknattleiksdeild ÍBV hélt sitt lokahóf seinasta föstudag. Ekki er hægt að segja að mikill árangur hafi náðst í vetur en við Eyjamenn vitum þó að hér er mikið af ungu og efnilegu hadboltafólki. Það var Einsi Kaldi sem sá um glæsilegt hlaðborð sem gestir gæddu sér á fyrir verðlaunaafhendinguna. Sigurður Bragason var valinn leikmaður ársins þriðja árið í röð og það kom ekkert á óvart því Sigurður var alger yfirburðamaður í líðinu í vetur. Hjá 2. flokk karla var það Bjöm Kristmannsson sem var valinn besti leikmaðurinn. Björn er gríðarlega efnilegur og átti góðan vetur hjá 2. flokki. Unglingaflokkur kvenna náði lík- lega bestum árangri í vetur og fór alla leið í úrslitakeppnina í sínum Bokki. Náði einnig langt í bikar. IBV-ari unglingaflokks kvenna var Aníta Elíasdóttir, Anna María sýndi mestu framfarirnar og það var Elísa Viðarsdóttir sem var valin efnileg- ust. Unglingaflokkur karla náði einnig góðum árangri og náði langt í bikar. IBV-ari unglingaflokks karla var Sindri Georgson, Brynjar Karl Oskarsson sýndi mestu framfarirnar og Einar Gauti Olafsson þótti efni- legastur. Eftir að þessi verðlaun höfðu verið veitt þá var komið að Frétta- bikarnum. Fréttabikarinn er veittur árlega tveimur leikmönnum í yngri flokkunum sem hafa vaxið mikið sem leikmenn. Fréttabikar kvenna þetta árið fékk Heiða Ingólfsdóttir. Hún hefur æft handbolta frá unga aldri, byrjaði sem útileikmaður en sökum þess hve hávaxin hún er var hún fljótlega sett í markið og þar hefur hún tekið miklum framförum. Síðasta sumar var hún valin í lokahóp U-18 ára landsliðs kvcnna sem keppti á Olympíuleikum æsk- unnar í Serbíu. I haust komst hún síðan í lokahóp U-20 landsliðsins sem tók þátt í undankeppni EM sem var haldin hér á landi, sem er frábær árangur hjá þessari 16 ára gömlu stúlku. Heiða er framtíðar- leikmaður og er því vel að þessari viðurkenningu konrin. Fréttabikar karla þetta árið hlaut Kolbeinn Aron Amarson. Kolbeinn hefur æft bæði handbolta og fót- bolta frá unga aldri. Kolbeinn lék sem útileikmaður í báðum greinum en færði sig snemma í markið í fót- boltanum. Hvað handboltann varðar þó lór hann í markið fyrir slysni í leik nreð 4. flokki karla. Friðrik Þór markvörður fékk tveggja mínútna brottvísun en þá fórnaði Kolbeinn sér í markið og hefur verið þar síðan. Kolbeinn kom öllum ánægju- lega á óvart í vetur og stóð sig oft vel í markinu hjá meistaraflokki en hann var einnig valinn í landsliðs- hóp. Kolbeinn er vel að þessari viðurkenningu kominn. Þetta lokahóf var ágætlega heppn- að en alls ekki vel sótt. Það var heldur illa skipulagt og ekki var mikið um að vera til að skemmta gestum. Það er vonandi að næsta lokahóf verði betra því þetta var hreini út sagt leiðinlegt. Snyrtimennska Drullusokkanna vakti athygli ÞARNA voru samankomin uni 150 hjól af ýmsum stærðum og gerðum. Hermann og Jenni á spjalli við þriðja mann. MARGIR komu til að sjá fákana. Þeir voru ánægðir Drullusokkarnir með aðsóknina og viðtökurnar sem þeir fengu á mótorhjólasýningunni í íþróttamiðstöðinni á laugardaginn. Þar voru samankomin unr 150 hjól af ýmsum stærðum og gerðum og hestöflin hafa sennilega skipt ein- hverjum tugum þúsunda. Forsprakkarnir og yfir Drullu- sokkamir, Jens Karl Magnús Jóhannesson og Tryggvi Sigurðs- son, voru í skýjunum yftr því hvemig til tókst. „Sýningin var mjög vel heppnuð og var stanslaust rennerí frá því við opnuðum klukkan tólf og til klukkan ftmm að sýningunni lauk,“ sagði Jenni. „Við Drullusokkarnir sýndum um 90 hjól, gestir ofan landi nrilli 30 og 40 og Bragginn og N1 sýndu hjól og kynntu það sem þeir bjóða upp á,“ sagði Tryggvi. Elsta hjólið á Sigurður Arni Tryggvason og er það enskt af Matchlessgerð árgerð 1946. Einnig vakti athygli hjól af gerðinni NSU. „Ætli það sé ekki þrjú hestöfl og hefur sennilega verið minnsta hjólið á sýningunni en þau stærstu eru um 200 hestöfl," sagði Jenni. „Það var mikið spurt og spekúler- að og var fólk bæði hissa á að sjá hvað þarna var mikið af hjólum og hvað við Drullusokkarnir erum miklir snyrtipinnar. Um sexleytið fórum við í hópreið á einum 80 hjólum og hefur aldrei sést neitt eins magnaði í Vestmannaeyjum þó leitað yrði allt til Tyrkjaránsins. Veðrið var eins fallegt og það getur orðið hér í Eyjum sem sýnir okkur að sá í efra hefur smekk fyrir mótorhjólum,“ sagði Tryggvi. Þeir félagar vildu að lokkum þakka bæjarbúum stuðning og umburðarlyndið. „Og munið svo að fara varlega í umferðinni, það reynum við að gera,“ sagði Jenni. Vinaklúbburinn, Gaflarar, gaf sokkabönd og veifur félagsins. ÞETTA hjól er af gerðinni NSU og er ættað frá Felli.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.