Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2008, Blaðsíða 31

Fréttir - Eyjafréttir - 29.05.2008, Blaðsíða 31
Fréttir / Fimmtudagur 29. maí 2008 31 Knattspyrna mfl. karla - ÍBV 2 - Stjarnan G Eyjamenn einir á toppnum ÞÓRARINN Ingi í baráttu við fyrrum leikmann ÍBV, Tryggva Bjarnason. Meistaraflokkur karla í knattspyrnu fékk Stjörnuna í heimsókn síðasta föstudag, þessi leikur var mikil- vægur því Stjaman er talin eitt af þeim liðum sem keppir við okkur um sæti í úrvalsdeild. Því var alveg á hreinu að Eyjamenn vildu ná þremur stigum á heimavelli gegn sterku liði Stjömunnar. Stjaman byrjaði betur og átti tvö hættuleg skot á fyrstu tveimur mín- útunum. Eyjamenn voru hins vegar ekki lengi að svara fyrir sig og það gerði Þórarinn Ingi Valdimarsson eftir laglega sendingu frá Pétri Run- ólfssyni. Eftir markið réðu Eyja- menn gangi leiksins og Stjörnu- menn áttu engin svör við sterkum vamarleik Eyjamanna sem brutu á bak allar sóknartilraunir Stjörn- unnar. Það var svo komið fram yfir venjulegan leiktíma þegar IB V skor- aði annað mark sitt í leiknum. Þar var að verki Augustine Nsumba sem setti boltann í netið af stuttu færi eftir góðan undirbúning Þórarins Inga. í síðari hálfleik gáfu Eyja- menn aðeins eftir og Stjaman komst aðeins inn í leikinn en það sakaði ekki því engin mörk voru skomð í seinni hálfleik og lokatölur því 2:0 fyrir ÍBV í þriðja sinn í röð. Aðstæður til knattspymuiðkunar voru ekki eins og best var á kosið en mikill vindur var á annað markið. Eyjamenn byrjuðu með lítið breytt byrjunarlið en það var Þórarinn Ingi sem kom inn fyrir Atla Heimisson sem var í leikbanni. Þórarinn nýtti þetta tækifæri gríðarlega vel og barðist eins og ljón inni á vellinum. Eyjamenn komu vel stemmdir til leiks en það voru þó Stjörnumenn sem byrjuðu betur og áttu skot að marki ÍBV. Það var hins vegar á 4 mínútu að Eyjamenn náðu að brjóta ísinn. Falleg sending kom upp kan- tinn á Pétur Runólfs sem sendi boltann glæsilega fyrir markið. Þar var mættur Þórarinn Ingi Valdi- marsson sem skaut boltanum af stuttu færi framhjá Bjarna Þórð Halldórssyni. Þetta var fyrsta mark Þórarinns Inga á Hásteinsvelli og fagnaði hann því vel og innilega. Við markið efldust Eyjamenn og yfir liðið komst eitthvert auka sjálf- straust sem sýndi sig í því hversu öryggir þeir voru í öllum aðgerðum. Vörn Eyjamanna var góð í leiknum og fór fátt framhjá þeim. Einnig var Albert Sævarsson gríðarlega örug- gur milli stanganna. Albert stýrði vörninni eins og herforingi og átti alla bolta sem komu inn í teiginn. A 49. mínútu náðu Eyjamenn að bæta við forystuna, boltanum var spilað upp kantinn á Bjarna Rúnar sem náði einhvern veginn að koma boltanum fyrir eftir mikla erfiðleika. Boltinn barst til Þórarinns Inga sem kom honum á Augustine Nsumba sem skoraði af stuttu færi. Eftir markið flautaði dómarinn strax til hálfleiks. 2:0 fyrir ÍBV í hálfleik. Seinni hálfleikur leiksins var til- þrifalítill en Eyjamenn gáfu aðeins eftir og hleyptu Stjörnumönnum aðeins inn í leikinn en það kom ekki að sök því ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum. Þriðji 2:0 sigur Eyjamanna í höfn. Blaðamaður náði tali af Þórami Inga eftir leik og var hann að vonum kátur. „Þetta var góður liðssigur, það voru allir að berjast og auðvitað er ég ánægður með mitt framlag," Hvernig var tilfinningin að sjá boltann í netinu. „Það var ólýsan- legt, ég var alveg í skýjunum." Þórarinn telur liðið eiga góða möguleika á að fara upp í sumar og hann heldur að varnarleikurinn muni skipta þar höfuðmáli. „Já, ég held að við getum farið upp en við þurfum þá að gefa okkur alla í hvern einasta leik. Það er hreinlega ekki nóg að byrja bara vel við þurfum að klára heilt tímabil. Vörnin hjá okkur er gríðarlega sterk og hún verður lykillinn að okkar velgengni eða eins og einhver sagði þá er vörn besta sóknin eða var það kannski öfugt?” sagði Þórarinn Ingi á léttu nótunum. Lið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Andrew Mwesigwa, Andri Ólafsson (Yngvi Borgþórsson 54.), Arnór Ólafsson, Italo Jorge Macieel, Pétur Runólfsson, Bjarni Rúnar Einarsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson (Alexandre Da Silva 80.), Ingi Rafn Ingibergsson (Anton Bjarnason 72.) Augustine Nsumba. Ónotaðir Varamenn: Egill Jóhanns- son og Elías Fannar Stefnisson. Áhorfendafjöldi: 250-300 Maður lciksins: Þórarinn Ingi Valdimarsson, hann nýtti sitt tæk- ifæri vel og barðist eins og ljón allan tímann. Knattspyrna kvenna ÍBV 7 - ÍA 1 Frábær byrjun hjá stelpunum ÞÓRHILDUR Ólafsdóttir, nýskipaður fyrirliði meistaraflokks kvenna átti góðan leik. KFS mætir Berserkjum Hlynur Stefáns og sonurí fyrsta skipti saman í liði í dag, fimmtudag kl. 20.00, tekur KFS á móti Berserkjum á Týsvell- inum klukkan 20.00. KFS leikur í A-riðli 3. deildar og er spáð góðu gengi í sumar. í hópnum er 21 leikmaður en margir búa í höfuðborginni. KFS gekk ágætlega í Lengjubikarnum miðað við það að öll liðin í riðlinum voru deild ofar. I fyrsta leik mótsins tapaði KFS fyrir Knattspymufélagi Vesturbæjar en þess leiks verður ekki minnst fyrir fegurðarknatt- spymu. Þetta tap setur strik í reikninginn hjá KFS því KV er eitt af sigur- stranglegri liðinum í riðlinum og KFS má ekki við fleiri töpum en þessu. I leiknum í dag leika feðgamir, Hlynur Stefánsson og sonur hans Birkir. Hlyn þekkja allir Eyjamenn sem hafa eitthvað fylgst með knattspymu á síðustu ámm. Hlynur er einn allra besti knatt- spyrnumaður sem Vestmannaeyjar hafa alið af sér. Hann gat sér gott orð í atvinnumennsku í Svíþjóð áður en hann kom aftur til Vestmannaeyja og spilaði fyrir ÍBV í sigursælasta liði sem félagið hefur átt. Það verður því gaman að sjá Hlyn og Birki spila saman í vöminni og athuga hvort Birkir sé ekki farinn að skáka þeim gamla. Meistaraflokkur kvenna fékk ÍA í heimsókn á föstudaginn í leiðinda roki og kulda. Leikurinn byrjaði fjörlega og áttu bæði lið nokkur færi. Það voru hins vegar IA stelpur sem náðu forystunni eftir fallegt samspil þcirra á milli. Mikill vindur var á annað mark- ið sem gerði liðunum erfitt að koma boltanum frá. Eyjastelpur voru ekki sáttar við að lenda undir og gáfu heldur betur í, skoruðu þrjú mörk. Staðan því 3:1 í hálfleik og Eyjastelpur mun sterkari aðilinn. I byrjun síðari hálfleiks skoraði IBV tvö mörk á tveimur mínútum og kláruðu leikinn algjörlega. Stelpurnar bættu svo tveimur mörkum við undir lokin og innsigluðu frábæran sigur á í A. Gaman var að sjá þessar ungu stelpur spila á þessu stigi og ekki var að sjá á þeim að eitthvert reysluleysi væri að hrjá þær. Kristín Erna Sigurlásdóttir var einn besti leikmaður IBV í þess- um leik, var sífellt ógnandi fyrir framan mark andstæðinganna og skoraði tvö mörk. Kristín býr yfir miklum hraða og leikni með boltann, sannarlega óslípaður demantur sem við eigum í henni. Kristín var hins vegar ekki sú eina sem átti góðan leik því nýju leikmennirnir frá Brasilíu komu vel inn í leik stelpnanna og þá sérstaklega miðjumaðurinn Katya Arruda sem skoraði tvö mörk og var virkilega skapandi á miðjunni. Þessi leikur var prófraun fyrir Eyjastelpur sem margar hverjar höfðu aldrei leik- ið á meistaraflokksstigi en þær stóðust þessa prófraun svo sann- arlega. Næsti leikur liðsins er á móti Fjölni á föstudaginn. Þá verður gaman að sjá hvort þær fylgi þessari frábæru frammi- stöðu eftir. íþróttir Golf: Gísli Steinar og Guðjón sigruðu í Faxakeppninni Opna Faxamótið var á dagskrá hjá GV á laugardag. Á árum áður var þetta aðalmót ársins hjá klúbbn- um og mjög mikil þátttaka ofan af landi sem og af heimamönnum. Flugfélag íslands gaf vinninga í mótið og þóttu þeir veglegir á þeirra ára mælikvarða þegar oftar en ekki voru einungis verðlauna- peningar afhentir þeim sem unnið höfðu mót. Þama voru alltaf veg- legir ferðavinningar í verðlaun og jók það að sjálfsögðu aðsóknina. Flugfélagið er ennþá aðalstyrkt- araðili þessa móts og vinningarnir eru enn hinir veglegustu. Aðsókn var mjög góð í þetta mót eða 68 manns, þar af 50 heimamenn. Keppt var í tveimur flokkum, annars vegar höggleikur án for- gjafar og hins vegar punkta- keppni. Að auki voru veitt nánd- arverðlaun á fjórum brautum. I höggleiknum urðu þessir efstir: 1. Gísli St. Jónsson GV 68 h 2. Gunnar G. Gústafss. GV 70 h 3. Örlygur H. Grímss. GV 71 h Gísli Steinar var í miklum ham þennan dag og spilaði á tveimur höggum undir pari vallarins sem er mjög gott þó svo að aðstæður hafi allar verið eins og best verður á kosið. Völlurinn er í mjög góðu ástandi og aðeins einn eða tveir teigar sem ekki koma vel undan vetrinum. Nú er beðið eftir sandi í glompur og þegar hann verður kominn, er völlurinn í fínu standi. I punktakeppninni urðu þrírefstu þessir: 1. Guðjón Hjörleifss. GV 42 p 2. Gísli St. Jónsson GV 40 p 3. Sveinn Sigurðsson GV 39 p Guðjón spilar þama á sex högg- um undir sinni forgjöf og mun lækka um næstum tvo heila í forgjöf fyrir vikið. Einn af meðspilurum Guðjóns sagði að nánast öll pútt hefðu verið niðri hjá honum á hringnum enda spilar Guðjón með pútter fyrir fullorðna, svonefndum sóp. Um næstu helgi, sjómannadags- helgina, er Net-Hampiðjumótið á dagskrá, á laugardag, höggleikur með og án forgjafar. Þetta mót hefur verið næsta fastur liður á mótaskrá GV um þessa helgi um árabil og verðlaun gefin af Nel hf. og Hampiðjunni. Skráning er á golf.is og í Golfskálanum. Framundan Fimmtudagur 29. maí Kl. 20.00 KFS-Berserkir, Týs- völlur Föstudagur 30. maí Kl. 19.00 Víkingur Ó-ÍBV, meist- araflokkur karla. Kl. 20.00 ÍBV-Fjölnir, meistara- flokkur kvenna Kl. 20.00 Afturelding-ÍBV, 3. flokkur karla. Laugardagur 31. maí Kl. 14.00 Keflavík-ÍBV, 2. flokkur kvenna. Mánudagur 2. júní Kl. 18.00 Þróttur-ÍBV, 3. flokkur kvenna.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.