Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2008, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 31.07.2008, Síða 11
Fréttir / Fimmtudagur31.júlí2008 11 GEIR JÓN Þegar ég hóf störf í Reykjavík upplifði ég nánast á einni helgi það sama og maður upplifði á einu ári í Eyjum. GEIR JÓN Ég er í þjónustu- og stjórnunarhlutverki og þeir sem vinna undir minni stjórn eiga að sjá um sitt þjónustuhlutverk. Þetta snýst ekki um vini eða óvini. og ég kynntist nánast öllum Vest- mannaeyingum, því það voru allir að standsetja. Annar eigandi Virkni, Gunnar Þorsteinsson, flutti fljótlega til Eyja og þá breyttist starfið svolítið hjá mér. Kristján Þór var þá framkvæmdastjóri Magna og bauð mér að taka við Magnabúð og þar unnum við saman, ég og Sveinn Þorsteinsson og byggðum verslun- ina upp. Það gekk vel í Magnabúð og lá vel við að ég er vélvirki." Varð að breyta til Aðdragandinn að því að Geir Jón breytti um starfsvettvang og hóf löggæslustörf var að sumarið 1975 var hann beðinn um leysa af í lögreglunni í Eyjum. Hann var því þá algjörlega fráhverfur og sagði að það kæmi ekki til greina. Aftur var leitað til hans 1976 og þá átti hann inni tvo mánuði í sumarfrí og hugs- aði með mér að það væri ekki vit- laust að prófa. „Eg lét slag standa og strax eftir fyrstu vaktina vissi ég að þetta yrði mitt ævistarf. Eg sagði upp í Magna og hef verið í lögregl- unni í þrjátíu og tvö ár, sextán ár í Vestmannaeyjum og sextán ár í Reykjavík. Það kom ekkert annað til greina. Georg kaupfélagsstjóri vildi að ég tæki við nýrri bygg- ingavöruverslun en ég vildi vera í lögreglunni." Hvenœr og hvers vegna fluttuð þið frá Eyjum? „Við flytjum 1992. Síðustu árin hér í Eyjum fann ég betur og betur að ég varð að breyta til. Ég var rannsóknarfulltrúi og það var orðið rólegra en fyrstu árin þegar mikill vertíðarbragur var á öllu heima. Hér voru tvö til þrjú þúsund manns á vertíð, allar verbúðir fullar af fólki og margir vertíðarbátar. Það breyttist mikið eftir að kvótakerfið var sett á. Ég var tæplega fertugur og vildi takast á við erfiðari og stærri verkefni. Það var biðlað til mín frá Reykjavík um að sækja um yfirmannsstöðu. Okkur hjónunum leið mjög vel héma með bömin en eitthvað undir niðri sagði mér að takast á við þetta. Þegar ég kom til starfa við lögregluna í Reykjavík upplifði ég nánast á einni helgi það sama og maður upplifði á einu ári í Eyjum. Það var gríðarlegur munur, það gerist allt í Reykjavík, allt sem fólk hefur lesið um, eða séð í sjónvarpi, eða á sér stað einhvers staðar úti í heimi. Ég byrjaði sem aðalvarðstjóri, varð síðan aðstoðaryfirlögreglu- þjónn og síðan yfirlögregluþjónn yfir almennri löggæslu og umferð- ardeild í Reykjavík árið 2000.“ Blanda af ungu og full- orðnu fólki Geir Jón hefur starfað við löggæslu á þjóðhátíð, menningamótt og sl. fimm ár hefur hann stýrt kristilegri útihátíð við Kirkjulækjarkot um verslunarmannahelgina. Það er því forvitnilegt að fá samanburð og fá hans sýn á þessar útihátírðir. „Þjóðhátíðin okkar er sérstök vegna þess að þar er blanda af ungu og eldra fólki. Á tímabili kom mjög mikið af ungu fólki á kostnað heimamanna, en mér finnst þetta vera að sækja í jafnvægi aftur, enda hefur þjóðhátíðin verið til mikillar fyrirmyndar undanfarin ár. Á menningarnótt í Reykjavík blandast þetta á daginn, en eftir miðnætti eru unglingar í miklum meirihluta í bænum, með tilheyrandi vandræð- um hjá allt of mörgum þeirra. Við þurfum að vera með fjöldann allan af lögreglu- og björgunarsveitar- mönnum á vakt eða um og yfir 100 manns. Þar er hins vegar verið að glíma við eina nótt, héma heima eru fjórar nætur og bragurinn allt annar. Mér sýnist Vestmannaeyingar halda mjög vel utan um löggæslu og aðra öryggisgæslu sem skiptir miklu máli, enda búa menn yfir mikillu reynsla sem skiptir öllu máli. Ef skemmtanahald er ekki einskorðað við einn aldurshóp, t.d. í tónlist, þá er allt annar bragur á þessu.“ Attu þá við skemmtanahald sem er miðað við unglinga ? „Það er alveg sama hvort það er miðað við unglinga eða eldra fólk- ið. Unga fólkið hefur aðhald á eldra fólkið og öfugt. Saman blandast þetta vel. Að þessu leyti sker þjóð- hátíðin sig úr.“ Harðara ofbeldi Aukin fíkniefnanotkun leiðir af sér aukið ofbeldi sem Geir Jón segir að bitni oft á sárasaklausum borgurum og þeim sem síst skyldi. Hér áður fyrr hafi menn tekist á en ofbeldið nú sé harðara. „Þegar ég kom til starfa í Reykjavík kom það mér á óvart hvað það komu margar kærur inn vegna pústra og slagsmála. Menn voru að tuskast og fljúgast á, eins og í Eyjum og kærðu sjaldnast, en í Reykjavík er nánast allt kært. Ég þekkti þetta ekki f Reykjavík voru 4000 til 5000 manns úti á götum nánast um hverja einustu helgi. Helgi, eftir helgi og enginn virtist fá nóg af götuskrílslátunum. Þetta var algjör- lega nýtt fyrir mér, því við höfðum verið laus við þetta í Eyjum og það á líka við um þjóðhátfð og gosloka- hátíð. Eftir að veitingastaðir fengu lengri opnunartíma hefur þetta breyst, hvað varðar mjög ungt fólk í miðborg Reykjavfkur. Unglingar eru ekki lengur drukknir í hópum og ég gef ungu fólki hærri einkunn nú en áður, því það er komin önnur hugsun og annað háttarlag." Verst er aukið flæði fíkniefna. Of- beldið er orðið harðara. Fólk sem er í drykkju þreytist fyrr og fer heim að sofa eftir skemmtanahald því það heldur ekki út. Hinir halda áfram og fíkniefnaneytendur verða árásargjamir og ráðast á fólk án nokkurs tilefnis, það er vanda- málið." Hátíðinni hafa nánast aldrei verið gerð skil Geir Jón hefur verið mótstjóri á kristilegri útihátíð við Kirkjulækjar- kot í Fljótshlíð undanfarin fimm ár. Hátíðin á sér langa sögu því hún hefur verið haldin á hverju ári í tæp sextíu ár. „Hátíðin er alltaf að stækka og þar þarf ekki að hafa áhyggjur af drykkju og eiturlyfjum. Það hefur komið svoleiðis fóik en hrökklast frá þvt andrúmsloftið hentar ekki. Við erum auðvitað með öryggisgæslu og lögreglan kemur við hjá okkur eins og á öðrum úti- hátíðum bara til að sjá muninn. Við höfum lent í því að fá fólk sem hefur viljað skemma fyrir okkur og ekki getað unnt okkur að vera í friði." Hvað er margtfólk hjá ykkur? „Það hafa verið um þrjú þúsund manns hjá okkur og hátíðinni hafa nánast aldrei verið gerð skil á opin- berum vettvangi. Fólk úr nágrenn- inu sendir krakkana til okkar því það vill frekar að þeir séu hjá okkur en á öðrum hátíðum. Aðstaðan sem við höfum er góð og við erum með stóra skemmu þar sem allir geta komið saman ef eitthvað er að veðri. Fólk þarf ekki að vera í neinum söfnuði til að koma til okkar.. Við erum með mikla dag- skrá fyrir bömin, það er sungið, dansað og við erum með samkomur og Drottinn lofaður." Við sjáum ekki eftir neinu Kristilegt starf hefur verið stór þáttur í lífi Geir Jóns frá unga aldri. Hann tilheyrir hvítasunnusöfn- uðinum en hefur þjónað mest í þjóðkirkjunni, er nú aðstoðarmeð- hjálpari í Grensáskirkju og syngur með kómum. Samtals hefur hann sungið með kirkjukór í tæp 40 ár og vill meina að söngferilinn fyrir alvöm hafi hafist hér í Eyjum. „Ég kom í mína fyrstu messu í Landakirkju 23. janúar 1974. Þá bað Guðmundur Hafliði mig að koma í kórinn Guðmundur upp- götvaði að ég gæti líklega sungið einsöng og það var fyrir hans hvatningu og trú að ég fór að syngja einsöng. Guðmundur fékk söngkennara fyrir kórinn áður en tónleikar vom haldnir og ég fékk sérstaka tíma hjá þeim. Það varð til þess að ég fór með alla fjölskylduna til Reykja- víkur 1984 og var við söngnám í hálfan vetur í borginni. Ég fór beint í 4. stigið í Söngskólanum og tók tvö stig á hálfu ári. I framhaldinu bauð Garðar Cortes mér að koma og syngja við íslensku óperuna. Þá hefði leiðin legið í framhaldsnám erlendis. Kristinn Sigmundsson var að klára söngnám og menn voru að hvetja mig til að fara sömu leið og hann. Ég hafnaði þessu og vildi komast heim til Eyja. Ég hef stundum spurt mig hvort ég hafi gert rétt. Á þessum tíma vomm við með tvö börn og þriðja bamið á leiðinni. Þetta hefði orðið heilmikið rót og maður verður fyrst og fremst að bera hag fjölskyldunnar fyrir brjósti. Við sjáum ekki eftir neinu. Ég söng mikið við messur, athafnir og skemmtanir hér í Eyjum. Stærsta hlutverkið sem ég hef tek- ist á við, var þegar við settum upp Nelson messuna með sinfóníu- hjómsveitinni. Það komu þrír söngvarar ofan af landi ásamt stóum hópi hljómlistarfólks en Guðmundur sagði að ekki þyrfti fjórða söngvarann ofan að landi. Þetta er stærsta verkefni sem ég hef tekist á við á söngsviðinu og hafði óskaplega gaman af. Messan var bæði sett upp í Samkomuhúsinu og Háteigskirkju. Vera mín í Landa- kirkjukór var einstaklega ánægju- leg. Söngfélagamir tóku mér strax og konurnar reyndust mér sem hinar bestu mæður og gættu mín vel.“ Snýst ekki um vini eða óvini Kristilegt starf er að mati Geirs Jóns gott mótvægi við lögreglu- starfið. „Ég er viss um að lögreglu- starfið hefði ekki gengið eins vel ef ég hefði ekki haft þetta mótvægi við það harða og ljóta. Margt fólk hefur leitað til mín vegna þess að ég er trúaður. Ég hef aldrei verið öfgatrúarmaður, lífið hefur kennt mér að aðhyllast ekki öfgar í trú- málum eða öðm. Ég var í pólitík þegar ég byrjaði hér í Eyjum og fann að það passaði ekki. Ég þarf að geta tekið á málum fólks, alveg saman hverrar trúar eða pólitískrar skoðunar það er.“ Hver er galdurinn við að komast vel frá starfinu? „Það er að koma til dyranna eins og maður er klæddur og vera heiðarlegur. Að þú segir eitthvað og það standi. Að gera ekki mun á Jóni eða séra Jóni. Að vinna eftir anda laganna en vera ekki of ein- strengingslegur og bókstafsmaður. Það er hægt að fara ýmsar leiðir til að finna farsælar lausnir. Eins að viðurkenna mistök og vera ekki að berjast áfram, sífellt í sama gírnum. Reynslan hefur kennt mér þetta. Ég er í þjónustu- og stjómunar- hlutverki og þeir sem vinna undir minni stjórn eiga að sjá um sitt þjónustuhlutverk. Þetta snýst ekki um vini eða óvini. Stundum verður að taka á málunum Ef það er gert mildilega þá sér fólk oftast að ekki var um annað að gera, þó það geti verið ósátt í einhvern tíma til að byrja með. Það má aldrei niður- lægja fólk. Við erum öll persónur og söm fyrir Guði. Við eigum öll sama rétt, það má enginn brjóta á þeim rétti og það þarf að leiðbeina fólki með mildi og kærleika." Ég er félagi númer 165 Talið berst aftur að Eyjum og hvaða þýðingu þær hafa í huga þeirra hjóna, „Hjartað í mér hefur aldrei farið héðan," segir Geir Jón og er ákveðinn f að flytja hingað þegar hann kemst á eftirlaunaaldur. „Ég kem hingað sem ungur maður, rétt rúmlega tvítugur og tel að þessi ár sem ég bjó hér hafi mótað mig sem persónu og karakter. Mér finnst að ég hafi þroskast hér. Það sem ég fékk héma, lærði og upp- lifði hefur orðið mitt veganesti og ég hef nýtt mér það. Hjarta mitt slær hér og eftir að ég fékk mér íbúð, þá er alltaf heim til Eyja. Okkur finnst við alltaf vera komin heim þegar við komum hér.“ Þið voruð á goslokahátíðinni? „Já, og ég fékk mikla persónulega viðurkenningu. Formaður bifhjóla- samtakanna Drullusokkar kom að máli við mig þegar athöfnin var við leiði Gölla Valda. Hann bauð mér að gerast félagi í klúbbnum. Þetta voru sömu strákarnir sem ég hafði afskipti af þegar ég var hér starfandi sem lögreglumaður. Þeir keyrðu svo greitt blessaðir og við þurftum auðvitað að halda uppi lögum. Við reyndum að komast að samkomulagi um að þeir gætu notað Friðarhöfnina f stað þess að vera á götunum. Ég er félagi númer 165 og þeir afhentu mér merki því til staðfestingar. Þetta er eitthvað það ánægjulegasta sem ég hef orðið fyrir og bendir til þess að ég hef ekki verið verri en þetta. Ég get komið hér hvenær sem er og mæti alltaf velvilja og hlýju,“ segir Geir Jón og er spurður í framhaldinu hvort það sé ekki stundum erfitt að vera þjóðþekktur maður og hvort hann fái kannski frekar frið hérna. „Ég fæ mikinn frið hér heima í Eyjum og fer alltaf vel hvíldur til Reykjavíkur. Ég finn ekki fyrir því að það sé erfitt að vera þjóðþekktur. Ég vil hitta fólk. Fólk er að koma til mín og heilsa mér og ég tala við það. Ég elska fólk,“ segir Geir Jón og virðist hálf hissa á síðustu spumingunni. ✓ „Eg er viss um að lögreglustarfið hefði ekki gengið eins vel ef ég hefði ekki haft þetta mótvægi við það harða og ljóta.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.