Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.08.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 14.08.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 14. ágúst 2008 ÁNÆGÐIR með annað sætið. Hallgrímur, Grétar, Gísli Steinar, Sigurður Bragason, Júlíus, Örlygur, Gunnar Geir og Karl. S Sveitakeppni GSI í golfi fór fram á Akureyri um síðustu helgi: GV vann sig upp í 1. deild á ný Um síðustu helgi fór fram Sveita- keppni GSÍ í golfi en sú keppni er haldin á hverju ári. Keppt er bæði í karla- og kvennaflokkum og eru fjórar deildir í karlaflokki en tvær í kvennaflokki. í I. deild karla stóðu Keilismenn Hafnarfirði uppi sem sigurvegarar og konurnar í Keili gerðu slíkt hið sama. Golfklúbbur Vestmannaeyja féll í 2. deild í fyrra og að þessu sinni fór keppni í 2. deild fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Sveit GV skipuðu þeir Gísli Steinar Jónsson, Grétar Ey- þórsson, Gunnar Geir Gústafsson, Hallgrímur Júlíusson yngri, Karl Haraldsson, Júlíus Hallgrímsson, Þorsteinn Hallgrímsson og Örlygur Helgi Grímsson. Liðsstjóri var Sigurður Bragason og aðstoðar- maður Sigurjón Aðalsteinsson. Fyrirkomulagið er þannig í sveita- keppni að leikin er holukeppni og sex keppendur frá hverju liði í hverri umferð, fjórir sem leika tví- menning og tveir sem spila fjór- menning, þannig að alltaf eru tveir sem hvíla sig í hverri umferð. Átta golfklúbbar léku í 2. deild. Auk GV voru það heimamenn í GA, Golfklúbburinn Oddur, GHR Hellu, GG Grindavík, GÓ Ólafs- firði, GÖ Öndverðarnesi og GSS Sauðárkróki. Skipt var í tvo riðla og léku Eyjamenn í fyrstu umferð á móti Grindavík og höfðu sigur, 4-1. í annarri umferð móti Sauðárkróki og sömu úrslit, 4-1. I þriðju umferð gegn Hellu og enn sömu ÁNÆGÐIR liðsst jórar Sigurður Bragason og Sigurjón Aðalsteinsson. úrslit 4-1. í fjórðu umferð var svo leikið við Ólafsfjörð og úrslitin þar 3-2, Eyjamönnum í vil. Þar með var ljóst að GV var kominn í úrslit og sæti tryggt í 1. deild á næsta ári þar sem tvö efstu liðin fara upp hverju sinni. Á sunnudag fóru síðan úrslitaleik- imir fram og lék GV um efsta sætið við heimamenn á Akureyri. Sá leikur fór 3,5-1,5 fyrir heimanenn og endaði GV því í 2. sæti sem er ágætur árangur og í raun það sem stefnt var að, sæti í 1. deild á næsta ári. Þar með var ljóst að bæði GV og GA spila í 1. deild á næsta ári og hafa sætaskipti við Nesklúbbinn og Setberg sem einmitt unnu sig upp í I. deild á síðasta ári en urðu nú í neðstu sætum. Aðalmálið er að æfa meira Júlíus Hallgrímsson, einn af þeim reyndari í sveit GV, sagðist vera mjög sáttur við þennan árangur. „Þetta var bara mjög fínt, við náð- um takmarkinu, að koma okkur upp í I. deild. Þetta var mjög sam- stilltur og flottur hópur og við unnum alla okkar leiki nema sjálfan úrslitaleikinn gegn GA.“ Júlíus segir að völlur þeirra norðanmanna sé ekki neitt spes. „Satt að segja var hann varla boð- legur fyrir svona mót og ég býst ekki við að tekið hefði verið í mál að 1. deildin hefði verið spiluð á honum. En við erum náttúrlega svo góðu vanir héðan úr Eyjum þar sem er einhver besti völlur á landinu, að þetta eru mikil viðbrigði fyrir okkur.“ Sonur Júlíusar, Hallgrímur, var einnig í sveitinni og Júlíus segist halda að það sé einsdæmi að feðgar spili saman í sveitakeppni GSÍ. „Við munum allavega ekki eftir að það hafi gerst áður þó svo að það geti hafa gerst. En þetta var bara mjög gaman, strákurinn fékk þarna sína eldskím, spilaði einn leik og stóð sig með ágætum. Er reynsl- unni ríkari eftir þetta,“ sagði Júlíus. Gengi GV í sveitakeppninni hefur verið nokkuð misjafnt á undan- fömum árum. Sveitin hefur nánast verið eins og jójó milli 1. og 2. deildar og sjaldnast náð að halda sér uppi í 1. deild nema eitt ár. Júlíus segir að þeir stefni að sjálf- sögðu að því að halda sér uppi núna. „Þetta hefur stundum staðið mjög knappt, eins og t.d. í fyrra þegar við vorum hársbreidd frá því að lenda meðal efstu liða en urðum þess í stað að sætta okkur við fall. Þetta er holukeppni og þar skiptir dagsformið miklu. Og svo þurfum við að æfa meira. Liðin sem em í 1. deild æfa miklu meira en við og það er aðalmálið. Til þess að ná árangri þá verður að æfa. Ef við gerurn það þá eigum við fullt erindi meðal þeirra bestu,“ sagði Júlíus Hallgrímsson að lokum. Fjórtán frá GV á íslandsmót eldri kylfinga í dag, fimmtudag, hefst ís- landsmút eldri kylflnga í golfi og er leikið á velli Keilismanna á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði. íslandsmót eldri kylfinga er ávallt haldið á sama velli og Islandsmót GSÍ var haldið á árið áður. Á næsta ári verður því þetta mót haldið í Vestmannaeyjum. Alls eru 140 kyltingar skráðir til leiks og af þeim eru fjórtán frá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Vinningaskrá í þjóðhátíðarhappdrætti: □ekkjaskipti og matur í Sólarlandaferð að verðmæti 100.000 kr. nr. 122. Flug með Fluglélagi íslands nr. 269. Flug með Flugfélagi Vestmannaeyja nr. 814. Gjaf'akort í Geisla að verðmæti 40.000 kr. nr. 554. Umfelgun á Hjólbarðastofunni fyrir 6.400 kr nr. 907. Skemmtisigling mcð Víking og rútuferð nr. 1157. Gjafakort í Eyjavík 5.000 kr. nr. 125. Klipping og strípur hjá Ragga rakara nr. 94. Ljúffengt kjúk- lingatilboð frá Toppnum 3.150 kr. nr. 1005. Smurþjónusta hjá Nethamri 7.000 kr. nr. 44. Réttur dagsins fyrir tvo í Herjólfi nr. 92. Réttur dagsins fyrir tvo í Herjólfi nr. 68. Clarins húðvörur frá Ároma nr. 272. Tíu tíma Ijósakort í íþrótta- miðstöðinni nr. 981. Réttur dagsins fyrir tvo í Herjólfi nr. 124. Réttur dagsins fyrir tvo í Herjólfi nr. 33. Vinningshafar geta nálgast vinningana hjá Jóni Óla í Tvsheimilinu eða hringt í síma 897-7566. Leikmenn ÍBV þakka innilega fyrir stuðninginn. Herjólfi meðal vinninga

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.