Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.08.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 28.08.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 28. ágúst 2008 S Líflegar umræður á spjallvef heimasíðu IBV-íþróttafélags Sitt sýnist hverjum um yfir- byggða stúku við Hásteinsvöll Umræða um áhorfenda- stúku við Hásteinsvöllinn hefur verið talsverð hjá bloggurum og sýnist sitt hverjum eins og gengur. Aðallega eru menn að ræða viðtal sem Vaktin átti við Elliða Vignisson bæjarstjóra um stúkumálið. Þar segir hann að það sé alveg ljóst að önnur framkvæmdin, (þ.e. knattspyrnuhús eða stúkubygging) frestar hinni um nokkuð mörg ár. Það er líka ljóst að stærsti hagsmunaaðilinn í þessu er ÍBV íþróttafélag, sem annast í dag allar æfingar barna og unglinga í knattspymu, þannig að við komum til með að leita fyrst og fremst eftir skoðunum þeirra. Og fleira fléttast inn í umræðuna. Spjallsíða ÍBV er afar lífleg um þetta mál og hér eru nokkur sýnis- horn: Beggi: Ég vil bæði knattspymuhús og stúku. Hvemig væri að brjóta niður musterið sem var byggt fyrir handboltann og nýta það efni til að ganga frá framtíðaraðstöðu fót- boltans fyrir fullt og allt? NN: Það má segja að það sé rétt hjá Elliða að það sé miklu meiri þörf á knattspyrnuhúsi en stúku, en krafan er orðin sú að stúka verður að koma til að við fáum heimaleiki. Þarf ekki að hafa allar klær úti (fleiri en em) og reyna að fá útgerðir eða einhverja stórríka til að hjálpa við að fá stúku líka líkt og Grindvíkingar. ÁFRAM ÍBV! Þorkell Sigurjónsson: Sæl verið þið öll ÍBV unnendur. Var búinn að setja skrif hér inn, sem ekki komu fram. Langar að ítreka það sem NN segir og bendir á hér að framan og mér finnst það kjami málsins. Ég trúi ekki öðru,yn Elliði og Co ásamt forystu IBV leysi málið á farsælan hátt, þannig að við þurfum ekki að leika heimaleiki okkar á Laugardalsvellinum næsta sumar og knattspymuhúsið verði tekið í notkun sem fyrst. Áfram ÍBV. Elli: Auðvitað er löngu kominn tími til að bæta aðstöðuna. Þetta em ekki nýjar fréttir að það þurfi að bæta þessa aðstöðu. Áf hverju þarf alltaf að bíða með svona framkvæmdir fram á síðustu stundu. Það átti að klára þegar núverandi stúka var gerð. Þá átti að gera þetta almennilega en ekki redda sér fyrir hom. En svo er spuming að taka Grindavíkurleið- ina og fá útgerðarmennina í bænum til að fjármagna þetta. Þá er spum- ing að byggja þessa stúku sunnan- megin við völlinn og troða nýja húsinu á milli Týsheimilis og stúku jafnvel að hún verði sambyggð hús- inu. Margt vitlausara en það. Sitt sýnist hverjum varðandi kröfur KSÍ um stúkubyggingu við Hásteinsvöll og sjálfsagt hefðu þessir áhorfendur frekar kosið að sitja undir þaki í þessum leik. En hver er forgangsröðin hjá Knattspyrnusambandinu? spyrja einhverjir. Jón Óskar: Reglurnar um aðstöðu liða í efstu deild em engin ný vís- indi fyrir bæjarstjórn Vestmanna- eyja. I því ljósi er ég eiginlega hissa að sjá félaginu stillt upp við vegg með þessum hætti. Greinilegt að menn hafa ekki tekið þetta með í reikninginn þegar menn ákváðu að leysa vetraraðstöðuna, en mistökin eru þá uppi í Ráðhúsi og þar verða menn bara að leysa þetta eins og menn í samstarfi við KSI en beina ekki miði sínu að ÍBV sem skortir öll völd í málinu. KSÍ verður að aðlaga sig að íslenskum aðstæðum Friðbjörn Valtýsson: Tek það fram strax í upphafi, að eftirfarandi em mfnar einkaskoðanir. Félagið hefir ályktað um forgangsröðun framkvæmda á sviði uppbyggingar íþróttamannvirkja í Vestmanna- eyjum. Þar eru lagðar mjög skýrar línur. Uppbygging vetraraðstöðu er algjört forgangsmál að mati aðal- fundar og eindreginn vilji stjórnar IBV. Það er enginn vilji til að velja á milli byggingar knattspyrnuhúss annars vegar og yfirbyggðrar stúku hins vegar. Það skýtur mjög skökku við, ef yfirstjóm knattspyrnumála er þeirrar skoðunar að bygging knattspymuhúss sé gæluverkefni Vestmannaeyinga. Vona að ekki sé fótur fyrir þeim skoðunum, ef svo er þá erum við ekki á réttri leið. Tek undir þær skoðanir, að krafa um byggingu yfirbyggðrar stúku við Hásteinsvöll sé ekki það, sem okkur vantar helst nú í dag. Það er hins vegar framtíðarsinfónía, og má alveg bíða í nokkur ár að mínu mati. Ég hef ekki orðið var við að knattspyrnuáhorfendur í Vest- mannaeyjum séu að krefjast þess. Hvers vegna er KSI að setja okkur stólinn fyrir dyrnar? Eftir því sem ég kemst næst, þá liggur þar til grundvallar krafa UEFA eða FIFA um að slík mannvirki séu alls staðar þar sem leikið er í efstu deild. Verð væntanlega leiðréttur ef ég fer með rangt mál. Þessar kröfur eru svo sem skiljanlegar þar sem aðstæður em aðrar en hér, í bæjum af okkar stærðargráðu. Þetta er hins vegar mjög óraunhæft hér á landi, og setur ýmsum félögum miklar takmarkanir. Við sem höfum áhuga á íþróttum og viljum veg þeirra sem mestan hljótum að krefjast þess, að yfirvöld knattspyrnumála á Islandi taki tillit til aðstæðna, og slaki á óraunhæfum kröfum, sem þessum. Það er ekki alltaf hægt að afsaka sig með tilskipunum frá erlendum knattspymuyfirvöldum þegar svona mál koma upp. Knattspymusamband íslands verður að aðlaga sig aðstæðum á Islandi hverju sinni. Ég styð bæjarstjórn Vestmannaeyja heils hugar í þessu máli. Við íþróttaáhugafólk megum aldrei gleyma því, að heildarað- staða í Eyjum til íþróttaiðkana verður sennilega hvergi betri nokkurs staðar hér á landi, en ein- mitt í Vestmannaeyjum, þegar knattspyrnuhús verður risið. Fosterinn: Man einhver hvernig þetta var með stúkuna í Grindavík? Þar stofnuðu menn hlutafélag GK99 var það ekki? eitthvað svoleiðis, til að framkvæma verkið og bærinn lagði jafnmikið til og hlutafélagið, endaði þetta samt ekki með því að bærinn tók til sín rest- ina af skuldunum sem til var stofn- að, hvernig var þetta, man þetta einhver? - Fyrir mér er aðstaða til þess að búa áfram til góða knattspymumenn atriði númer 1, 2 og 3 og það hlýtur að vera mikil- vægasti þátturinn eigi íþróttin að lifa, það hljóta flestir að sjá og skynja það þannig - ekki satt? Auðvitað viljum við öll hafa allt til alls, ekki satt, og bestu aðstöðu fyrir alla, en er það raunhæft? Ég veit ekki, þar sem ég hef aðeins dregið mig í hlé í þessu, hvort en kemur til styrkur frá KSI ef menn fara í framkvæmdir við stúku (minnir max 3 til 5 milljónir). - Við skulum ekki gleyma að íþrótta- sviðið á Islandi er áhugamanna, þó laun sumra leikmanna í efstu deild bendi alls ekki til þess. Þessi félög eru rekin áfram af sjálboðaliðum sem vinna ómælt starf til þess að verja heiður síns félags og trúið mér, það var ekki auðvelt starf að standa í þessu þegar ég var í þessu og ég get ekki ímyndað mér að það sé betra í dag við þær aðstæður sem boðið er upp á. Ég er ekki að grín- ast þegar ég segi að flest þessi félög eru rekin þannig að hausinn stendur ekki allur upp úr vatni, og sum eru einfaldega bara á kafi, þó svo að menn hafi ekki gert það opinbert, sennilegast til að halda andlitinu - Þetta er þungur róður. - Stærri stúka! Hefur einhvern tíma verið fullt í þessari? Nei sennilegast ekki - partur af því er að áhorf- endur eru staðsettir ansi víða í kringum völlinn - hver á sína þúfu er það ekki? - Heimilislegt, ekki satt. Þetta á allt að hverfa - gera menn sér grein fyrir því? Það er nefnilega fleira í þessu en stúka, nenni ekki að slá meira inn en þetta að sinni - verð að blogga um þetta og koma með útfærslur en það mun taka mig einhvern tíma að sjóða það saman og vonandi verða menn alls ekki allir sammála mér. - Við fengum viðurkenningu frá KSI var það ekki fyrir einherjum misserum sfðan fyrir frábært grasrótarstarf, en við höfum dregist aftur úr sökum slakrar vetraraðstöðu meðal annars, og ef við ætlum að halda velli í þessu umhverfi sem upp er komið í fótboltanum er atriði númer 1, 2 og 3 að bæta aðstöðuna til að búa til betri leikmenn - það er mín skoðun Kröfur KSÍ ekki nýjar af nálinni Sigursveinn Þórðarson: Sælir fé- lagar. Þetta mál á ekki að koma bæjaryfirvöldum á óvart. Þessi krafa hefur verið í loftinu ansi lengi og við verið á undanþágu síðan 2007. Ef við hefðum spilað í efstu deild síðustu tvö ár hefði þessi pressa verið löngu komin. Afstaða IBV er afar skýr í þessum efnum, ekki skal breyta forgangsröðuninni. Knattspymuhús skal rísa. Nú er bara að bretta upp ermar í þeim efnum og koma þessu húsi upp. Miklar tafir hafa orðið á jarðvegsvinnunni af ýmsum ástæðum en nú er ekkert að van- búnaði. Leyfiskerfi KSÍ hefur verið við lýði nokkuð lengi og bæjar- yfirvöld hér vitað af þessum kröf- um síðan 2001. Þið verðið að leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál en ekki veit ég til þess að IBV hafi barist sérstaklega gegn þessum kröfum innan KSI? Það hefur verið tími til þess. Það er vel hægt að skilja afstöðu bæjaryfirvalda. Það er verið að leggja 300 milljónir í byggingu knattspyrnuhúss og þeim finnst ansi hart að vera stillt upp við vegg um aðra framkvæmd á sama tíma. Hins vegar er vanda- málið til staðar og nauðsynlegt að menn vinni í því í vetur að leysa það. Kröfurnar sem koma frá KSI þurfa að vera raunhæfar og verður að fara í viðræður við samtökin um það. Á sama hátt verða bæjaryfir- völd að vera tilbúin til þess að taka þátt í þeim með það fyrir augum að leysa vandamálið. Kveðja Svenni Þ. „Leyfiskerfi KSÍ hefur verið við lýði nokkuð lengi og bæjaryfirvöld hér vitað af þessum kröfum síðan 2001. Þið verðið að leiðrétta mig ef ég fer með rangt mál en ekki veit ég til þess að ÍBV hafi barist sérstaklega gegn þessum kröfum innan KSÍ? Það hefur verið tími til þess.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.