Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.08.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 28.08.2008, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 28. ágúst 2008 11 Erlendir jarðfræðingar í Eyjum: Læra af reynslunni 1973 Dr. Jan M. Lindsay prófessor við Auckland háskóla og dr. David Johnston forstjóri hamfararannsóknastofu Masseyháskóla á Nýja- Sjálandi. I síðustu viku var haldið í Reykjavík alþjóðlegt þing Samtaka jarðfræð- inga og náttúruvísindamanna, Inter- national Association of Volcanology and Chemistry of the Earth’s Interior. Um eitt þúsund vísinda- menn hvaðanæva úr heiminum sóttu þingið. Sex þeirra, frá Nýja-Sjálandi og Hawaii, komu í kynnisferð hing- að til Vestmannaeyja að þinginu loknu. Þeir ræddu meðal annars við starfsmenn Þekkingarseturs Vest- mannaeyja auk Gísla Óskarssonar, sem stjórnaði uppgræðslu Heima- eyjar eftir gosið 1973. Dr. Jan M. Lindsay, jarðfræðingur, prófessor við Háskólann í Auckland á Nýja-Sjálandi, sagði í samtali við Fréttir að borgin Auckland væri byggð á eldvirku svæði. I og við borgina væru um fimmtíu litlar eld- stöðvar og þar hefði síðast gosið fyrir sex hundruð árum, sem væri stuttur tími í jarðfræðilegum skiln- ingi. Hún kvað þess vegna fróðlegt að koma hingað til Eyja og læra af reynslu fólks sem upplifað hefði eld- gos í byggð. Lindsay sagði að .nargir íbúar Auckland væru þeirrar skoð- unar að borgin yrði óbyggileg yrði þar eldgos. Sú hefði ekki orðið raunin hér í Vestmannaeyjum og því athyglisvert að kynnast viðhorfum heimamanna til gossins og uppbygg- ingarinnar í kjölfar þess. I sama streng tók dr. David Johnston, sem er forstjóri fyrir hamfararannsóknar- stofu Masseyháskóla á Nýja- Sjálandi. Dr. Bruce Houghton, jarðfræð- ingur, prófessor við Háskólann á Hawaii, sagði að á Hawaii væri mikil eldvirkni og stutt síðan að flytja hefði þurft um þrjúþúsund manns frá heimkynnum sínum um stundarsakir vegna eiturgass í kjölfar eldgoss. Hann kvað því dýrmætt að kynnast reynslu Vestmannaeyinga af brott- flutningi fólks undan eldgosi og viðbrögðum við eiturgasi, en sem kunnugt er bar talsvert á eitruðum gastegundum í bænum í eldgosinu 1973. Vísindamennirnir lýstu mikilli ánægju með heimsóknina hingað til Eyja og kváðu hana kóróna mjög vel heppnaða íslandsferð og þing í Reykjavík. Nýtt námskeið á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar íslands: Stofnun og rekstur fyrirtækja Nýsköpunarmiðstöð íslands í sam- vinnu við Visku mun nú á næstunni standa fyrir áhugaverðu námskeiði fyrir þá sem hafa áhuga á að stofna rekstur eða bæta núverandi starf- semi fyrirtækja. Frosti Gíslason, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð íslands, sagði námskeiðið vera ætlað bæði körlum og konum og hentaði vel einstak- lingum sem starfa sem stjórnendur í minni fyrirtækjum og vilja auka þekkingu sína á rekstri og bæta árangur. Tilgangur námskeiðsins er að brúa bilið milli hugmyndar að fyrirtæki og markvissrar framkvæmdar. A námskeiðinu þróa þátttakendur hugmyndir sínar um eigin atvinnu- rekstur og koma þeim á fram- kvæmdastig. Þátttakendur kynnast grundvallaratriðum er varða stofnun og rekstur fyrirtækis og öðlast hag- nýta þekkingu á ýmsum þáttum á sviði markaðsmála, fjármála og stjómunar. Þá munu þátttakendur skrifa viðskiptaáætlun um verkefni sitt. „Eg tel að þeir einstaklingar sem sækja námskeiðið muni njóta af- raksturs þess lengi ekki sfður en vinnuveitendur þeirra,“ sagði Frosti í samtali við Fréttir, „enda er farið yfir vítt svið varðandi rekstur fyrirtækja og mun þetta eflaust koma vel að gagni.“ Á námskeiðinu er m.a. fjallað um frumkvöðulinn, hugmyndir, þróun tækifæra, markmið og leiðir, ásamt því að ýmsar aðferðir stefnumót- unar eru kynntar. Þá er sérstaklega farið yfir gerð viðskiptaáætlana og þróun vöm og þjónustu samhliða því sem fjallað er um markaðsmál. Farið er yfir markaðsgreiningu, markaðsrannsóknir og markaðs- áætlun. Þá munu þátttakendur vinna að gerð kynningarefnis fyrir sig og læra um framsetningu viðskiptaáætlunar. Farið verður yfir ýmsa þætti verkefnisstjómunar og eftirfylgni verkefna. Fjallað er um gerð fjárhagsáætlana og stjómun fjármála. Fræðsla verður um notkun áætlanagerðarlíkans Nýsköpunar- miðstöðvarinnar. Á námskeiðinu verður farið yfir mismunandi rekstrarform fyrir- tækja. Kynntir verða þættir varð- andi skatta, gjöld og skráningar. Farið yfir hlutverk stjórnar, fram- kvæmdastjóra og skyldur eigenda. Gmnnþættir bókhalds og reiknings- skila. Hugverkavemd, kröfur til vöm og samkeppni. Þátttakendur munu vinna að eigin markaðs- áætlun, gerð kynningarefnis og kynningartækni. framkvæmda- áætlun, fjármögnun og fjárfestar. í lok námskeiðs verður farið yfir sölu- og samningatækni og þá verður farið yfir verkefni þátttak- enda. „Eg hvet fólk til þess að kynna sér efni þessa námskeiðs og nýta sér þetta einstaka tækifæri til að bæta við sig eða rifja upp mörg af þeim atriðum sem koma að rekstri fyrirtækja og geta gert þau enn betri. Nánari upplýsingar og skráningar- eyðublöð vegna námskeiðsins má finna á www.impra.is og einnig hjá okkur á Nýsköpunarmiðstöð íslands að Bámstíg I, s: 481 3355, sagði Frosti, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Islands. Skólastarf að hefjast Heitur matur í hádeginu fyrir öll grunnskóiabörn Grein Páley Borgþórsdóttir skrifar 1 Höfundur er formaður frœðslu- og menningarráðs. Fræðslu- og menningarráð ákvað á fundi sínum 21. ágúst sl. að bjóða bömum í gmnnskólanum upp á heit- an mat í hádeginu 4 sinnum í viku og af því tilefni hefur verið samið við Einar Björn Árnason um að elda matinn. Ráðið var sammála um að þessi ákvörðun væri mikið fram- faraspor þar sem lagt verður upp með að maturinn fullnægi kröfum Lýðheilsustöðvar um hollustu og næringu. Matreiðslan verður í fullu samráði við Lýðheilsustöð þar sem matseðlar verða vel ígmndaðir og þess gætt að boðið verði upp á mat úr öllum fæðuflokkum í réttum mæli. Forsenda þessarar ákvörðunar er sú að nú hefur aðstaða fyrir nemendur og starfsmenn verið stórbætt í skólunum og ekki síst eldhús og mötuneytisaðstaða. Foreldrar hafa óskað eftir því að seldur verði heitur matur í hádeginu sem er eðlileg krafa í ljósi þróunar í samfélaginu. Þrátt fyrir að bömin séu ekki allan daginn í skólanum hafa þau kost á að fá góðan hádegismat áður en þau halda áfram sínum vinnudegi í tóm- stundum og öðm. Ráðið hefur enn- fremur ákveðið að boðið verði upp á hafragraut á morgnana áður en skólastarf hefst svo allir geti mætt mettir til leiks þegar skólinn byrjar en mikilvægi morgunmatar er ótvírætt. Hafragrauturinn verður nemendum að kostnaðarlausu en fyrir skóla- máltíð greiða foreldrar 390 kr. Kostnaðarverð á hverja máltíð er 450 kr. en til viðbótar við þann kostnað sem bærinn greiðir vegna launa starfsmanna skólans í mötuneytum mun Vestmannaeyja- bær greiða niður matarskammtinn um 60 kr. Reiknum við með að niðurgreiðsla á skólamáltíðum fram að áramótum muni nema um 3.000.000,- kr. Þessi ákvörðun getur breytt skóla- starfi töluvert þar sem mataræði bamanna er stór þáttur í vellíðan þeirra og velgengni. Gaman er að geta þess að í úttekt Lýðheilsu- stöðvar á mat á leikskólum Vest- mannaeyjabæjar fá leikskólarnir hæstu einkunn og fögnum við því. Gildi rétts mataræðis er margsannað og ástæða til að vanda valið þegar kemur að næringu bamanna, þau munu búa að því alla tíð. Eg tel ákvörðun um skólamáltíðir í grunnskólunum mikilvæga til þess að bæta skólastarf og hvet alla for- eldra til að nýta sér skólamáltíðir sem flesta daga vikunnar því þannig fáum við meiri samfellu í skóla- starfið og heilbrigðari böm. Páley Borgþórsdóttir, Formaður frœðslu- og menningarráðs. Cjrein................... Ema Jóhannesdóttir skrifar Höfundur er frœðslustjóri hjá Vestmannaeyjabœ Að venju mun umferð bæði gang- andi og akandi vegfarenda aukast verulega þegar skólastarf hefst og því em forráðamenn beðnir að fara yfir gönguleiðir með börnum sínum og velja með þeim heppilegustu leiðimar í skólann. Jafnframt eru forráðamenn sem aka bömum sínum í skólann hvattir til að skoða heppilegustu aksturs- leiðirnar. Mikilvægt er að skoða hvar hentar best að skila börnunum af sér til að þau séu sem öruggust í umferðinni og til að koma í veg fyrir umferðarteppu. Jafnframt em for- eldrar sem aka bömum í skólann hvattir til þess að sameinast um aksturinn og skiptast á að aka þeim þannig að það séu sem fæstir bílar á ferð við skólana. Benda má á akstursleið að Hamarsskóla úr vestri (Goðahrauns- megin) þar sem er að finna gott rými fyrir bíla og örugga gönguleið fyrir börnin að skólanum. Einnig er vert að benda foreldrum bama sem fara í Hamarsskóla á, að það er örugg og stutt gönguleið frá Iþróttahúsinu að Hamarsskóla þannig að foreldrar sem koma austan að geta ekið böm- um sínum að Iþróttahúsinu og látið þau ganga þaðan. Eins og við vitum öll er hreyfing talin afar mikilvægur þáttur í heilsu- rækt. Því viljum við eindregið hvetja foreldra til að stuðla að því að böm þeirra gangi sem oftast í og úr skóla og hvetjum jafnframt alla akandi vegfarendur að taka fyllsta tillit til bamanna sem em á ferð um götur bæjarins. GÆTIÐ AÐ BÖRNUNUM! AKIÐ VARLEGA! Með samstarfskveðju, fh. fjölskyldu- og frœðslusviðs Vestmannaeyja Erna Jóhannesdóttir frœðslufulltrúi Spuming vikunnar: Fylgdist bú með úrslita- leiknum í handboltaP Elín Sandra Þórisdóttir - Já, ég gerði það. Þetta var mjög spennandi mót og ég er mjög ánægð með silfrið. BergeyEdda Eíríksdóttir - Auðvitað. Leikurinn var kannski ekkert rosalega spenn- andi en árangur liðsins frábær í Kjartan Bergsteinsson - Já, mér fannst þeir góðir en ekki eins góður og Frakkamir. Eg er mjög ánægður með útkomuna og þeir eiga heiður skilið fyrir árang- urinn. Þetta er topplið. Bergur Sigmundsson - Já, það gerði ég og var bara alveg að sleppa mér. Við sáum fljótt hvernig leikurinn færi en ég er í skýjunum yfir árangri liðsins. Þetta er besta skemmtun í langan tíma, ég horfði einn á tvo leiki og ég er viss um að ég hef truflað nágrenn- ið. Þetta er besta liðið og Island er stórasta land í heimi. Stígamót bjóða upp á nýja þjónustu Stígamót bjóða upp á ókeypis við- talsþjónustu og sjálfshjálparstarf fyrir konur og karla sem beitt hafa verið hvers kyns kynferðisofbeldi. Þjónustan hefur hingað til fyrst og fremst nýst á höfuðborgarsvæðinu. Eftir myndarlega Ijáröflun Zonta- kvenna hefur verið ákveðið að auka og bæta þjónustuna við fólk sem býr utan höfuðborgarsvæðisins. Þegar er hafin reglubundin þjónus- ta á Austurlandi og næst er það Suðurland. Starfsfólk Stígamóta mun kynna tilraunaverkefnið á Höfn í Hornafirði, í Vestmannaeyjum og í Árborg dagana I .-4. september. Haldnir verða lokaðir fundir með fagfólki á hverjum stað, framhaldsskólar verða heimsóttir og boðið verður upp á opna kynn- ingarfundi, ásamt kynningum í fjölmiðlum. Starfið mun fara þannig fram að Sunnlendingar, sem beittir hafa verið kynferðisofbeldi, geta hringt til Stígamóta í síma 562-6868 og pantað tíma og fá þá að vita hvar og hvenær þeim bjóðast viðtöl. Þjón- ustan verður ókeypis. Algjörum trú- naði er heitið. Fólk er hvatt til þess að hringja sem fyrst þannig að hægt verði að meta þörfina fyrir þjónustu- na. I Vestmannaeyjum verður haldinn opinn kynningarfundur í Safnaðar- heimili Landakirkju mánud. 1. sept. kl. 20. Verið öll hjartanlega velkomin. Stígamót Fréttatilkynning

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.