Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 28.08.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 28.08.2008, Blaðsíða 9
Frcttir / Fimmtudagur 28. ágúst 2008 9 i skólans mættu við skólasetningu í íþróttamiðstöðinni. Guðdís Jónatansdóttir er nemandi í 8. bekk og segir fínt að skólinn sé byrjaður, þó fríið hefði mátt vera aðeins lengra. Eins og kunnugt er voru grunnskólarnir sameinaðir á síðasta ári en Guðdís stundaði nám við Barnaskólann fyrir sameiningu og segir skólann vera ennþá skemmtilegri núna. „Eg þekkti flest alla krakkana í báðum skólunum í gegnum íþróttir, “ segir Guðdís og er því næst spurð um uppáhaldsfagið. „Leiklimi,“ segir hún óhikað „en ég tek ekkert af bóklegu fögunum fram yfir annað“ Guðdís er nú að byrja í unglinga- deildinni og þar hefur félagslífíð verið líflegt og hún hlakkar til að kynnast því. „Það er Valentínusar- ball, árshátíð, 1. des ball og Samfés o.fl.“ Þú ert líka í tónlistamámi og íþrótt- um? „Já, ég er í hálfu námi í söng og hálfu píanónámi. Það er mjög gaman. Ég er líka í handbolta og fót- bolta. Ég spila í 4. flokki í fótbolta og við eigum einn leik eftir á móti Selfossi. Það verða innanhúsæfingar í fótboltanum í vetur og handboltinn fer að byrja.“ Hvort er skemmtilegra að vera í handbolta eða fótbolta? „Mér finnst skemmtilegra í hand- bolta það eru fleiri mörk og meiri spenna í leiknum, “ sagði Guðdís og hefur í nógu að snúast í skóla og íþróttum. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyj um Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum var settur við hátíðlega athöfn í sal skólans á mánudag. Salurinn var þétt setinn en rétt tœplega 300 náms- menn stunda nám á haustönninni og um 40 starfsmenn, kennarar og annað starfsfólk eru við skólann. Salur skólans hefur tekið miklum breytingum. Loftið hefur verið klœtt og Ijósabúnaður endurnýjaður auk þess sem salurinn hefur verið málaður og er nú snyrtilegur og vistlegur. Sigurður Stefán Kristjánsson. „Finnst félagsmál spennandi vett- vangur,“ -segir Sigurður Stefán nemandi við FÍV Sigurður Stefán Kristjánsson, nemandi við FÍV, er sæmilega sáttur við að skólaárið sé byrjað eftir skemmtilegt sumar. „Ég er á 3. ári á félagsfræðibraut og það er alltaf spennandi að byrja þó þetta sé alltaf sama rútínan," sagði Sigurður Stefán sem hefur verið í sambandi við skólafélagana í allt sumar og fríið í skólanum breytir því engu þar um. Hvaða grein finnst þér skemmti- legust og á hvað stefnir þú á í framtíðinni? „Mér finnst félagsfræðin skemmti- legust og mitt heista markmið er að klára stúdentinn. Annað er ekki ákveðið en ég á frekar von á því að ég fari í frekara nám.“ Sigurður Stefán er nýkominn inn í nemendaráð og finnst félagsmál spennandi vettvangur að takast á við. „Ég ákvað að prufa og gaf kost á mér í ráðið því mér finnst þetta spenn- andi vettvangur. Mikill fjöldi nem- enda tekur þátt í félagslífi á vegum skólans og því sem er í boði. Við veðum í samstarfi við aðra skóla og fáum örugglega skóla ofan af landi í heimsókn til okkar. Hvað segir þú um aðstöðuna í skólanum? „Aðstaðan er bara góð. Ég býst við að þetta verði skemmtilegur vetur,“ sagði Sigurður Stefán og var hinn hressasti. Dagmar Skúladóttir. Dagmar Skúladóttir: Stefnir á að klára stú- dentinn í desember Dagmar Skúladóttir hafði lengi starfað sem leiðbeinandi á Hressó þegar hún dreif sig í sjúkraliðanám við Framhaldskólann í Vestmanna- eyjum eftir langt hlé frá námi. Hún útskrifaðist sem sjúkraliði frá skólanum í fyrravor og lét ekki staðar numið og stefnir á að útskrif- ast sem stúdent um áramótin. „Ég kláraði sjúkraliðanám við FÍV vorið 2007, við tókum námið á fjórum önnum, en þá hafði ég ekki verið í skóla síðan 1990, “ sagði Dagmar og er í framhaldinu spurð hvort það hafi ekki verið viðbrigði að setjast á skólabekk eftir svo langt hlé. „Jú, en samt ekki svo mjög. Það voru konur á öllum aldri í sjúkra- liðanáminu og mjög góður hópur. Sjúkraliðabrúin fór líka af stað og mér finnst fólk vera opnara fyrir því að fara í nám en áður því það er aldrei of seint að læra. Maður þarf auðvitað að sníða sér stakk eftir vexti, ég er með þrjú böm og gift sjómanni sem er eðlilega oft fjarverandi frá heimilinu vegna starfsins. En ég á ómetanlega for- eldra sem hafa stutt mig og þetta er eiginlega ekki hægt nema hafa gott fólk í kringum sig. Sérstaklega þar sem ég þuifti að sækja verknám til Reykjavíkur. Dagmar ákvað að halda áfram í skólanum og á nú einungis tvö fög eftir í stúdentinn og stefnir á að klára um jólin. „Það er gott að hafa prófið því ég hef verið að spá í hjúkrunar- fræðina en hún verður kennd í fjarnámi, haustið 2009. Ég hef þá eina önn til að hugsa mig um áður en ég tek ákvörðun og það er spurning hvernig þetta fer allt saman með fjöl- skyldulífi enda nóg að gera,“ segir Dagmar og brosir en hún á von á sínu fjórða bami. Dagmar vinnur sem sjúkraliði á Sjúkrahúsinu, er með leikfimistíma á Hressó og í skólanum. „Það er nóg að gera en gengur ótrúlega vel. Ég er mjög ánægð með þjónustuna í FÍV því ég er skráð utanskóla og því ekki með skyldumætingu í tfma og þetta er ekkert ólíkt fjarnámi," sagði Dagmar og tók fram að skóla- stjórnin væri liðleg og þægilegt að stunda nám frá skólanum. Helga Sigríður Hartmannsdóttir. „Ég hlakka til að prufa eitthvað nýtt,“ -segir Helga Sigríður, nýnemi við FÍV Helga Sigríður Hartmannsdóttir er nýnemi við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Vissulega er það stórt skref að ljúka grunnskóla og takast á við ný og meira krefjandi verkefni í framhaldsnámi eins og allir framhaldsnemendur gera. „Jú, það er alltaf eftirvænting og smá stress þegar maður byrjar á nýjum kafla í lífinu. Þegar farið var yfir hraðtöflurnar og kennarar lýstu því hvernig námið og kennslan yrði upp- byggð, þá fannst mér þetta áhugavert. Ég hlakka til að prufa eitthvað nýtt “ sagði Helga Sigríður. Meirihluti jafnaldra hennar sest á skóabekk í FÍV en alltaf er eitthvað um að nemendur fari í skóla uppi á landi. Helga Sigríður er á viðskipta- og hagfræðibraut en hún telur allt eins víst að hún breyti yfir á náttúrufræði- braut seinna, ef hún telur það henta betur. „Mig hefur alltaf langað að verða ljósmóðir og þá þarf ég að ljúka hjúkrunarfræðinni fyrst og þá hentar náttúrufræðibraut betur sem undirstaða. Svo var ég að hugsa hvort það gæti ekki verið gaman að vera húðsjúkdómalæknir en það eru ekki margir sérfræðingar á því sviði. Ég á vinkonu sem þurfti að bíða í 3 til 4 mánuði eftir tíma þannig að það virðist vera þörf fyrir húðsjúk- dómalækna. Þessi áhugi minn getur breyst, ég sé til hvað verður því ég er opin fyrir ýmsum námsleiðum." Þegar Helga Sigríður er spurð út í busavígslur þá segir hún fjörið hafa byrjað á þriðjudagsmorgun en á von á aðal busavígslan fari fram á föstu- dag. „Ég veit, ekki hvort ég kvíði því, þetta á að vera gaman. Auðvitað getur þetta gengið of langt en það er um að gera að hafa gaman af þessu. Jónína Björk Hjörleifsdóttir. „Ég hef mestan áhuga á því sem snýr að list- sköpun og hönnun, “ -segir Jónína Björk Hjör- leifsdóttir Jónína Björk Hjörleifsdóttir sest nú á skólabekk í FÍV eftir 25 ára hlé. Hún hefur sérstakan áhuga á að kynna sér stafræna framleiðídutækni en Nýsköpunarmiðstöð íslands stendur fyrir námskeiðum á þessari önn. „Ég ætlaði í listnámsgreinar í gegn- um Borgarholtsskóla en svo benti Helga Kristín Kolbeins mér á staf- ræna framleiðslutækni sem er í boði núna. Reyndar kemst takmarkaður fjöldi nemanda að en ég vona að ég komist í þetta. Ég er skráð í fleiri áfanga en það er alveg óráðið hvað ég geri því ég hef mestan áhuga á því sem snýr að listsköpun og hönnun," segir Jónína sem kvíðir því svolítið að byrja i skólanum „Ég er með stóran hnút í maganum. Ég á tvo stráka í skólanum og það eru örugglega viðbrigði fyrir þá líka að fá mömmu í skólann, “ segir Jónína Björk og hlær. Hvemig líst þér á aðstæður uppi í skóla? Mér líst vel á skólann. Ég er alin upp þarna, pabbi var húsvörður í skólanum í mörg ár. Ég tók eina önn eftir 9. bekk og ætlaði að hvfia mig eina önn áður en ég héldi áfram. En það urðu 25 ár. Ég fór í skóla lífsins og á fjögur börn og er meira að segja orðin amma, “ sagði Jónína og vonast til að það verði gaman að takast á við ný verkefni. Innritun í Tónlistarskólann stendur yfir: „Ég hlakka alltaf til skólaársins,“ -segir Guðmundur H. Guð- jónsson, skólastjóri Innritun nemenda við Tónlistar- skólann stendur nú yfir en aðsókn í skólann hefur verið góð undanfarin ár og færri komist að en vilja. Tíu starfsmenn vinna við skólann, þar af níu kennarar og sjö af þeim í fullu starfi. Kennsla hefst á fimmtudag hjá þeim nemendum sem þegar eru komnir á stundaskrá en það er oft meiriháttar mál að raða töflunni saman þannig að tónlistartímarnir rekist ekki á við annað nám og íþróttir. „Við höfum ráðið við að vera með um 180 nemendur og aðsóknin er mikil núna. Við erum með 27 nemendur á biðlista miðað við stöðuna í dag en það kemur ekki í ljós hvað margir verða á listanum þegar vinnu við stundartöflur er lokið,“ sagði Guðmundur H. Guðjónsson, skólastjóri Tónlistar- skólans, þegar hann var spurður hversu margir nemendur eru við skólann. „Ég hlakka alltaf til skólaársins. Eftir því sem ég eldist þá hef ég meira gaman af því að kenna yngri krökkunum. Aður þá hafði ég meira gaman að því að kenna þeim sem eitthvað kunnu en þetta hefur snúist svolítið við. Það er gaman að fylgjast með krökkunum, hvemig þau fikra sig áfram og þroskast með því sem þau gera,“ sagði Guðmundur þegar hann var spurður hvernig honum litist á komandi skólaár en hann hefur stýrt Tónlistarskólanum í mörg ár. Eftirvæntingin skein úr andlitum nemenda Það var greinileg spenna í loftinu hjá nemendum skól- anna þegar bæði Grunn- og Framhaldsskólarnir voru set- tir í byrjun vikunnar. Enda er spennandi vetur fram- undan með öllu sem fylgir blómlegu skólastarfi. Um eitt þúsund manns setjast á skólabekk í Vestmannaeyjum sem er merkileg staðreynd enda íbúafjöldi rúmlega fjögur þúsund. Þá starfa fjöl- margir í skólunum og því óhætt að segja að skólarnir séu stærstu vinnustaðir bæjar- félagsins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.