Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.2008, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.2008, Blaðsíða 12
12 FfCttÍr / Fimmtudagur 11. september 2008 Ný ferja: Alfreð Tuliníus, skipaverkfræðingur óttast nýtt Grímseyjarferjuævintýri: Draumaverkefni fyrir skipasmíða- stöðina sem fær samninginn -Djúpir vasar hjá verkkaupa, illa undirbúin samningsgögn og allir aðilar verk- kaupa enda í feluleik vegna eigin vinnubragða. Höfum við ekki séð svipað áður, og það ekki fyrir löngu síðan með Grímseyjarferjuna? spyr Alfreð Viðtal Ómar Garðarsson omar@ eyjafrettir..is Þrátt fyrir að nær fjórar vikur séu frá því tilboð voru opnuð í smíði ferju sem sigla á í nýja Landeyjahöfn sem tilbúin verður sumarið 2010 hefur enn ekki verið ákveðið hvaða tilboði verður tekið. Tvær skipasmíða- stöðvar buðu í verkið, Simek í Noregi og Fassmer í Þýskaiandi sem var með tvö tilboð. Viðræður eru hafnar við Fassmar en ekki hefur verið rætt við Simek. Ástæðan kann að vera sú að Norðmennirnir bjóða ekki upp á brennslu á svartolíu sem var eitt af skilyrðum í útboði Ríkis- kaupa sem sér um útboðið fyrir hönd Siglingastofnunar. Fréttir hafa rætt við sérfræðinga og menn kunnuga skipasmíðum og finnst þeim margt óljóst við útboðið og vinnslu þess. Gera þeir m.a. athugasemdir við að teikningamar frá Navis ehf séu óljósar, ekki sé víst að svartolía sé betri kostur og líka við það fyrirkomulag hjá hinu opin- bera, að láta Siglingastofnun sjá um útboð og smíði á skipinu. Segja þeir Siglingastofnun eftirlitsaðila með skipum og smíði þeirra og þama sé stofnunin báðum megin við borðið. Nýtt Grímseyjarferjumál? Alfreð Tuliníus, skipaverkfræðingur hjá Nautic, skrifaði athyglisverða grein í Morgunblaðið sl. vetur um smíði á nýrri Vestmannaeyjaferju. Þar varaði hann við að nýtt Gríms- eyjarferjuævintýri gæti verið í upp- siglingu og þegar rætt var við hann á mánudaginn kom í ljós að hann er enn sömu skoðunar. „Eftir því sem maður heyrir virðist manni illa að þessu staðið. Teikningarnar sem lagðar vom fram með útboðinu eru bara forhönnun. Þá á eftir að gera samninga um allt fyrirkomulag í skipinu og öll frávik kosta peninga," segir Alfreð. Hann segir að mikil vinna hljóti að vera eftir við hönnun skipsins svo það standist kröfur um djúpristu og stöðugleika og flutningsgetu. „Til að það gangi upp þarf að fara fram yfirgripsmikið hönnunarferli til að komast að endanlegri niðurstöðu. Mjög strangar alþjóðlegar öryggis- kröfur em gerðar til svona skipa. Við skoðun á aðalfyrirkomulaginu, sem fylgdi útboðsgögnunum er augljóst, að ekkert af þessu hönn- unarferli hefur átt sér stað. Ég get nefnt örfá atriði eins og allt stiga- fyrirkomulagið á teikningunum er óunnið, farþegarýmið einn salur, hvað með bmna niðurhólfun? Og á allt að vera opið þegar mjög fáir farþegar em með, ekki tekið tillit til þrifa, salernin öll á einum stað fremst á svæðinu, langt frá veitinga- sölu, íbúðir undir bílaþilfar eiga ekki að sjást í dag, farþegalyftan nær ekki út á opið þilfar, bílaþilfarið verður allt of þröngt til að umferðin þar gangi hratt og örugglega fyrir sig.“ Vélbúnaður á að vera ein- faldur Varðandi vélbúnaðinn, sagði Alfreð að hann eigi að vera eins einfaldur og hægt er í svona skipi. „Það á ekki að vera svartolíubrennsla, raforkuframleiðslan á ljósavélum, mmmmm □o o o i i y m 1 n?\ ! í j..— : /— ! | n /; I i i Lil! FERJURNAR sem í boði eru Á efri myndinni er teikning sem Simek leggur fram á og þeirri neðri er teikning sem Fassmar er með. Þýska skipið ber fleiri bfla Fassmar býður upp á tvö skip, 15 sinnum 65 metra og 16 sinn- um 68 m. Burðargetan er svipuð en flutningsgetan er meiri í minna skipinu. Stærra skipið tekur líka færri bfla og það er þrengra um þá í stærri ferjunni. Aðalbreytingin á milli aðal- tilboðs Fassmer og fráviks- tilboðsins er að í frávikstilboðinu var gert ráð fyrir díselvél og minniháttar breytingum í rafkerfi. Alfreð segist stórefast um að skipasmíðastöðin sem samið verður við komi til með að taka ábyrgð á að þeim takmörkunum í djúpristu sem farið er framá, en útboðsgögnin gerðu ráð fyrir ströngum sektarákvæðum ef þeim verður ekki náð. nema fyrir hliðarskrúfur, allt eins einfalt og hægt er, en þó í samræmi við reglur viðkomandi flokkunar- félags. Einhver ruglingur virðist vera hvemig skiptingin á milli áls og stál eigi að vera, þá nefni ég sérstaklega, þegar kemur að bílaþilfarinu og óvörðum skips síðunum þar.“ Alfreð segir að þetta geti orðið til þess að verkkaupi standi uppi berskjaldaður komi upp álita- mál og kröfur um breytingar. „Þegar gögnin eru ónákvæm og illa unnin, sem samið er um, þá er auðvelt fyrir skipasmíðastöðina að benda á misræmi í gögnum og nýta sér það til hins ítrasta í aukakost- naði, sem ríkið kemur til með að sitja uppi með.“ Alfreð, sem m.a. kom að smíði togaranna, sem Eyjamenn létu smíða í Póllandi á síðasta ári, segir að varla hafi liðið sá dagur að ekki kom upp álitamál sem taka þurfti á, þrátt fyrir mjög mikla undirbún- ingsvinnu, sem þar fór fram áður en samið var. „Þetta eru bara beinhörð viðskipti og smíðaaðilinn vill oft sleppa eins billega og hann kemst upp með. Það eru alltof margir lausir endar í útboðinu eins og það snýr við mér og þama gætum við staðið frammi fyrir nýju ævintýri sem verður þá mun umfangsmeira en Grímseyjarferjuævintýri. Enda nánast sama áhöfn í þessu máli og í Grímseyjarferjunni. Eigum við bara ekki að kalla hana „Áhöfnina á Rosanum" með allri virðingu fyrir Bubba og hans volki í Bakkafjöm um daginn. Ég leit á þessa teikn- ingu um daginn og ég segi bara: Ef það er ekki einu sinni í lagi með stigaleiðir um borð í skipinu, hvað þá með allt hitt?“ spurði Alfreð. „Satt að segja finnst mér þeir ekki bera mikla virðingu fyrir eigin fag- mennsku,“ bætti hann við. Þarf að vera 18 til 20 m breið I þessu sambandi nefnir Alfreð sér- staklega breidd ferjunnar sem hann álítur að sé of lítil í útboðinu þar sem miðað er við 15 til 17 m en Al- freð telur að hún þurfi að vera 18 til 20 m á breidd. „Með því er mögu- legt að lækka skipið til að takmarka vindfang og jafnframt auka stöðug- leikann sem reynir mikið á þegar farið er inn á öldunni upp við ströndina. Með meiri breidd færðu líka meira flot og ræður betur við djúpristuna sem er lykilatriði í smíði ferjunnar." Alfreð segist stórefast um að skipasmíðastöðin sem samið verður við komi til með að taka ábyrgð á að þeim takmörkunum í djúpristu sem farið er framá, en útboðsgögnin gerðu ráð fyrir ströngum sektar- ákvæðum ef þeim verður ekki náð. „Væntanlega kemur hönnuður ferj- unnar, sem þá líka skrifaði útboðs- gögnin til með að standa við sín eigin refsiákvæði gagnvart sjálfum sér ef til þess kemur.“ Efasemdir um skrúfurnar Alfreð segir líka að þetta mál með skrúfumar komi til með að verða vandamál. Að þær verði svo nálægt sjávarbotni í innsiglingunni að það komi til með að verða til vandræða. „Ég tala nú ekki um þegar skipið ríður á öldunni innum innsiglinguna og minna en meter frá skrúfum í botninn og þær sullandi í yfirboðinu í hinn endan. Það kemur örugglega til með að valda vandræðum fyrir skipstjómarmenn og verður að sama skapi stór áhættuþáttur með tilliti til öryggis farþega. Það að ekki em skoðaðar aðrar lausnir en hefðbundinar skrúfur við svona aðstæður. Þetta sýnir hrein- lega hvað hönnuðir em fastir í sínu hefðbundna fari hvað þessa hlutir varðar." Þama segir Alfreð að sér virðist vera notuð stöðluð togarahugsun en ekki útfærslur við hönnun ferju sem á að takast á við mjög erfiða inn- siglingu. „Þetta verður draumaverkefni fyrir skipasmíðastöðina sem fær þennan samning; djúpir vasar hjá verk- kaupa, illa undirbúin samningsgögn og allir aðilar verkkaupa enda í felu- leik vegna eigin vinnubragða. Höfum við ekki séð svipað áður, og það ekki fyrir löngu síðan með Grímseyjarferjuna?" Báðum megin við borðið Um aðkomu Siglingastofnunar að verkinu sagðist Alfreð efast um það stæðist stjómsýslulög. „Þetta er með ólíkindum því hennar hlutverk er að hafa eftirlit með smíði skipa og öllum íslenskum skipum. Mér var bent á um daginn að skrýtið þætti ef Flugmálastjóm færi að láta smíða flugvélar. Þetta er sama vitleysan, nema að nú erum við að tala um skip en ekki flugvél. Þetta er dæmigert fyrir skrifræðið hjá okkur þar sem hægri höndin hefur iðulega ekki hugmynd um hvað sú vinstri er að gera.“ Um þá ákvörðun Siglingastofn- unar, að brenna svartolíu í stað marin diesel olíu, sagði Alfreð að vissulega væri svartolían ódýrari en hvort hún væri hagkvæmari þegar upp er staðið sé alls ekki vfst. Þar ráði mestu hvað siglingaleiðin er stutt. „Hún nær aldrei að hitna nóg á svona stuttri leið og hagræðið hverfur þegar halda þarf hita á henni í landi. Afgasketillinn, sem á að nota, nær heldur aldrei að hitna áður en komið er í höfn. Þar fyrir utan er Evrópusambandið að banna notkun svartolfu í skipum sem sigla nærri landi. Og svartolía kostar meira viðhald,“ sagði Alfreð sem að lokum hvetur Eyjamenn til að standa vörð um hagsmuni sína því ekki eigi að tjalda til einnar nætur með nýrri ferju, hún á að duga í 15 ár. „Þess vegna er mikilvægt fyrir ykkur að eiga fulltrúa sem fylgist með smíðinni í smæstu atriðum því ferjan verður ykkar þjóðvegur." Norðmenn bjóða stærra skip Simek býður tæplega 69 metra langt og 16 metra breitt. Skipið tekur 300 farþega, 52 bílaeiningar á bíladekk og átta á lyftanlegt dekk eða samtals 60 fólksbíla. Skipið er gert fyrir díselolíu en í útboði Ríkiskaupa var gert ráð fyrir að skipið noti svar- tolíu. Eftir að hafa ráðfært sig við vélasérfræðinga metur Simek siglin- gatímann hins vegar of stuttan til að vélamar nái því hitastigi sem þarf til að keyra á svartolíu. Þá hefur Simek einnig í huga náttúruvemdarsjón- armið en svartolía mengar mun meira en hefðbundin skipaolía. Knut segir Simek hins vegar vel geta smíðað ferju með svartolíu en þá aukist kostnaður við smíðina. Ekki náðist í Thomas Sass hjá Fassmer sem hefur yfimmsjón með tilboði þýska fyrirtækisins. Þýska skipið ber fleiri Fassmar býður upp á tvö skip, 15 sinnum 65 metrar og 16 sinnum 68 m. Burðargetan er svipuð en flutn- ingsgetan er meiri í minna skipinu. Stærra skipið tekur líka færri bfla og það er þrengra um þá í stærri feijun- ni. Aðalbreytingin á milli aðaltilboðs Fassmer og frávikstilboðsins er að í frávikstilboðinu var gert ráð fyrir díselvél og minniháttar breytingum í rafkerfi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.