Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.2008, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.2008, Blaðsíða 7
Frcttir / Fimmtudagur 11. september 2008 7 FAGNAÐARFUNDIR Ástþór, Sigurgeir Scheving, Fríða Sigurðardóttir og Ruth Zholen. Maddid bæði skemmti- legt og nútímalegt Skoðun Guðbjörg Sigurgeirsdóttir Gudbjorg @ eyjafrettir. is Leikritið Maddid eftir Maddid Theater Company var sýnt í Bæjarleikhúsinu 27. og 28. ágúst. Eyjamaðurinn Ástþór Ágústsson leikstýrir verkinu en hann lærði leiklist í London og býr þar. Eyjamenn nutu tengslanna og fengu tækifæri til að sjá þetta skemmtilega og nútímalega ieikrit sem ungt leikhúsfólk sten- dur að. Vala Omarsdóttir, einn höfunda verksins, fer með hlutverk Madd- idar sem reynir, eins og segir í leikskrá, „að finna leiðir til að tjá hugsanir sínar og tilfinningar, en á sama tíma er hún verk í vinnslu og er ráðvillt og pirruð yfir að vera ófullgerð,....“ Völu tekst að túlka þessa ófull- gerðu persónu afar vel, með svip- brigðum og látbragði og ekki síst með líkamlegan styrk því líkami Maddidar lætur ekki alltaf af stjórn enda er persónan ófull- gerð. Vala nær vel til áhorfenda, sem voru alltof fáir. Það fer auðvitað eftir túlkun hvers og eins hvað hann sér út úr verkinu en Madd- id getur verið persóna í sam- félagi sem sker sig úr, er ekki eins og allir aðrir, eða persóna í leikverki eða sögu sem höfundur leitast við að skapa. Leikritið hreifir við áhorfendum og upp kemur spurning hvort persóna á yfir höfuð að leitast við að vera fullkomin. Búningur leikkonunnar eftir Sian - Estelle Petty er skcmmti- lega útfærður og sviðið einfalt en úthugsað. Kubbar á sviðinu til að raða saman undirstrika hvernig persónan glímir við að raða brotunum saman. Steindór Ingi Snorrason sá um tónlistina sem féll vel að gangi verksins. Leikritið er því vel heppnað og útkoman góð. Vonandi fá bæjar- búar að sjá fleiri verk eftir hópinn enda ekki á hverjum degi sem þeir fá tækifæri til að sjá það nýjasta og ferskasta í leikhús- lífinu. Breytingar á bílauamferð í miðbænum: Misjafnar undirtektir kaupmanna Talsverðar breytingar eru fyrir- hugaðar á skipulagi miðbæjar Vest- mannaeyja meðal annars með tilliti til aksturs ökutækja. Stærsta breyt- ingin í umræddu ferli er sú, að gön- gustíg, sem nú liggur frá Strandvegi upp að og yfir Miðstræti og áfram upp á Vesturveg, verður breytt í ein- stefnuakstursgötu til norðurs fyrir bflaumferð. Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs lagði skipulags- og byggingarfulltrúi fram drög að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar- ins. Breytingin felst í því, auk þess sem áður var getið, að Bárustígur verður gerður að einstefnugötu að OPNA á fyrir bfla frá Strandvegi upp á Skólaveg Strandvegi. Þá fellur lóð við Hvítingaveg 7 út, byggingarreitur við Safnahús verður stækkaður til vesturs og settur er inn byggingarreitur fyrir bílgeymslur á lóðinni að Hilmisgötu 2-10. Um- hverfis- og skipulagsráð samþykkti að auglýsa umrædda tillögu í sam- ræmi við skipulags- og byggingar- lög. Fréttir höfðu samband við nokkra kaupmenn sem reka verslanir við Bárustíg og voru undirtektir þeirra við umræddum breytingum á um- ferð um Bárustíg misjafnar. Selfossvöllur líka á undanþágu Knattspyrnulið Selfoss hefur á þessu keppnistímabili leikið heima- leiki sína í fyrstu deild á undanþágu frá leyfanefnd KSÍ, en liðið kom upp úr annari deild í fyrrahaust. Liðið á góða möguleika á að komast upp í úrvalsdeild að þessu kepp- nistímabili loknu og segir Hermann Ólafsson, formaður knattspyrnu- deildar Selfoss, að liðið muni þá að öllum líkindum nýta sér undanþágu næsta keppnistímabil einnig. Á Selfossi er verið að endurbyggja knattspymuvöllinn frá grunni og á hann að verða tilbúinn síðla næsta sumars. Hann verður án stúku, þannig að Selfossliðið verður að reiða sig á undanþágu frá KSÍ áfram, hvort sem það leikur í fyrstu deild eða úrvalsdeild. Hermann sagði að knattspyrnu- áhugamenn vonuðu að stúka yrði reist á vellinum á næstu árum. Engin staðfesting þess efnis hefði fengist frá bæjaryfirvöldum, en hafa bæri í huga að bæjaryfirvöld stæðu í strön- gu við undirbúning Landsmóts UMFÍ árið 2012 og á áætlun væri bæði frjálsíþróttavöllur og sundlau- garmannvirki. Hermann kvað knattspyrnuforystuna á Selfossi hafa fundað stíft að undanförnu með bæjaryfirvöldum um málið og fyrirhugaðir væru fundir með Knattspymusambandi fslands. SELFOSSVÖLLUR Á Selfossi er verið að endurbyggja knattspyrnuvöllinn frá grunni. Mynd Sunnlenska. LUNDABALL 2008 í HÖLLINNI 27. SEPTEMPER Glæsilegt villibráðarhlaðborð, skemmtiatriði og dansað til morguns!!! Skráning er hafin. Bjargveiðimenn bóka sig í sína eyju hjá eftirfarandi aðilum: Álsey- Diddi Leifs 869-0751 Bjarnarey - Pétur Steingríms 898-4299 Brandur - Óli Guðmunds 892-0283 Elliðaey - ívar Atla 840-5535 Hellisey - Sindri Ólafs 858-3551 Suðurey- Þorsteinn 892-0284 Ystiklettur - Halldór 690-3427 Aðrir gestir bóka sig hjá Sigga Braga í síma 844-3026. ATH! ALLIR VELKOMNIR!!! REKSTRARSTJÓRI UESTIYIANNAEVJA íslenska Gámafélagið óskar eftir að ráða til starfa starfsmann til að stjórna rekstri félagsins í Vestmannaeyjum. Menntunar- og hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi t.d. á sviði tækni og/eða viðskipta. • Frumkvæöi og metnaður. • Mikil hæfni í mannlegum samskiptum. • Víðtæk reynsla af stjórnun nauðsynleg. • Reynsla af tilboðs- og samningagerð æskileg. Rekstrarstjóri hefur yfirumsjón með eftirfarandi þáttum: • Daglegum rekstri í sorpeyðingarstöð. • Sorphiröu, verktakastarfsemi og hjá gröfufyrirtæki. • Áætlanagerð og stefnumótun. • Öll mannaforráð og stjórnun starfsmannamála. • Upplýsingaflæði og samstarf við yfirmenn í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Umsóknir óskast sendar til framkvæmdastjóra starfsmannasviðs, Helgu Fjólu Sæmundsdóttur, helga@igf.is fyrir 25. september. Nánari upplýsingar um starfið gefur Gísli Guðlausson í Vestmannaeyjum í síma: 840-5811 Um fyrirtækið íslenska Gámafélagið er ört vaxandi fyrirtæki sem er leiðandi afl í umhverfismálum og veitir heildarlausnir í: sorphirðu, götusópun, umhverfishreinsun, hálkueyðingu og snjómokstri á sérhæfðum tækjum, tækjaleigu og verktakavinnu. Hjá fyrirtækinu starfa 240 starfsmenn í fjölmörgum deildum um land allt. UIYIHUERFIÐ ER NTT HVERFI 577 57 57 * ISLENSKA GÁMAFÉLAGIÐ íslenska Gámafélagið • Gufunesi 112 Reykjavik T (+354) 577 5757 • F (+354) 577 5758 • www.igf.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.