Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 11.09.2008, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 11. september 2008 13 Klæddu þig vel, Vinamót, Hár og hefðarmeyjar og svefn -Eru meðal námskeiða sem Viska býður upp á í haust Valgerður Af öðrum námskeiðum nefnir Valgerður Excel fyrir lengra komna sem er samstarfsverkefni Visku og Háskólans á Bifröst. Hefst fyrra námskeiðið 3. október og fer skráning á það fram hjá Visku. Viska-símenntunarmiðstöð hefur á undanfömum árum opnað fólki dyr að námi á flestum skólastigum auk fjölda námskeiða sem í boði eru á hverju ári. Þar ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Þetta hafa Eyjamenn kunnað að meta, bæði hafa þeir nýtt sér möguleikann á fjamámi og líka verið duglegir að sækja námskeið sem em ótrúlega fjölbreytt. Meðal þess sem boðið er upp á er réttindanám í verðbréfum, viðbrögð við svefnleysi, íslensku- nám fyrir útlendinga, hvemig á að klæða sig og matargerð þar sem m.a. fólk fær tækifæri á að kynnast leyndardómum kartöflunnar, vín- smökkun og súpugerð. Að ná til sem flestra Þegar Valgerður Guðjónsdóttir, for- stöðukona, er spurð um aðsókn, segir hún að minni aðsókn hafi verið á vorönn síðasta vetur og þar hafi verið um að kenna stöðunni í loðn- unni. „Um leið og við vomm að senda út bæklinginn okkar eftir áramótin var allt óljóst með loðnuna og fólk í óvissu með tekjur. Þá verður fólk að forgangsraða og held ég að námskeiðin okkar hafi lent undir hnífnum,“ sagði Valgerður sem er bjartsýn á starfið í vetur. Hún segir að aðeins verði dregið úr framboði á námskeiðum en áhersla lögð á að ná til sem flestra. Kemur í ljós að það em orð að sönnu þegar litið er yfir listann af námskeiðum sem haldin verða á haustönn. „Það verður ekki bara bútasaumur í boði, karlar fá að reyna sig í hleðslu á riff- ilskotum og Þórður Svansson og fleiri ætla að kenna handtökin við eldsmiðju á Nótt safnanna. Þetta höfðar meira til karlanna og vonandi að þeir láti sjá sig.“ Aðspurð um áherslur segir Val- gerður að verkefnið Aftur í nám verði í boði en það sé fyrir fólk með lestrar- og ritunarerfiðleika. „Þau eru dýr þessi námskeið en með mótvægisaðgerðum ríkisstjórnar- innar fáum við tækifæri til að halda 95 stunda námskeið í lesblindu þar sem hver þátttakenadi fær 40 stundir í lesblinduleiðréttingu. Reynslan af þessum námskeiðum er góð og em þau meðal þeirra námskeiða sem oftast em haldin hjá Mími símennt- un í Reykjavík." Tilgangur námsins er að efla sjálf- straust námsmanna, þjálfa þá í lestri og skrift og bæði er um að ræða ein- staklings- og hópkennslu. Af öðmm námskeiðum nefnir Val- gerður Excel fyrir lengra komna sem er samstarfsverkefni Visku og Háskólans á Bifröst. Hefst fyrra námskeiðið 3. október og fer skrán- ing á það fram hjá Visku. I haust mun Framvegis bjóða upp á þrenn fjamámskeið í WebCT sem verða aðeins kennd í gegnum netið. Mark- hópur námskeiðanna em sjúkraliðar víðsvegar um landið sem eiga erfitt með að koma til Reykjavíkur og sitja námskeið. Þá er boðið upp á athyglisvert námskeið fyrir foreldra bama sem bylta sér svefnlaus heilu næturnar, svefn og svefnörðugleikar nefnist það. Mun þar fjallað um leiðir til úrlausnar eins og svefnvenjur og mataræði bamanna. Landnemaskólinn I Landnemaskólanum er lögð áhersla á íslenskt talmál og nytsama þekkingu á íslensku samfélagi og atvinnulífi. Námið er ætlað full- orðnu fólki á atvinnumarkaði sem ekki á íslensku að móðurmáli. Námið fer að miklu leyti fram með umræðum og verkefnavinnu. Grunnmenntaskólinn er 300 kennslustunda nám fyrir fólk sem hefur stutta skólagöngu að baki. Meðal námsgreina eru íslenska, enska, stærðfræði, sjálfsstyrking, samskipti og tölvur. Engin próf em tekin en námsmat fer fram með verkefnavinnu, æfingum og símati. Þetta námskeið er gjaman tekið í beinu áframhaldi af námskeiðinu Aftur í nám. Matargerð gert hátt undir höfði Ahugafólk um matargerð á kost á nokkmm athyglisverðum námskeið- um. Nefnir Valgerður, Grænmetis- fæði - fjölbreyttara en flesta gmnar og súpunámskeið þar sem sagt er frá þróun uppskrifta og matreiðslu á súpum með áherslu á val á hráefni með tilliti til hollustu og ferskleika. Fólk fær líka tækifæri til að fræðast um mat og vín sem eiga samleið en alltaf er hægt að gera gott betra. Sýnishorn af matvælum og sex vínum eiga að gefa svör. Einnig er kennt að velja vín með villibráð. Vínsmökkun og skammtar af villibráð em innifalin í námskeið- inu. Einna mesta athygli vekur nám- skeiðið, Ljúffengar freistingar úr kartöflum þar sem kennd verður listin að gera góðgæti úr kartöflum. Námskeiðið verður þannig upp- byggt að fyrri daginn verður eldað úr kartöflunni, ýmislegt eins og kartöfluklattar, fyllt kartöflugratín, súpa, brauð og kartöflupestó. Seinni daginn verður meira lagt upp úr sætum uppskriftum úr kartöflu. Hver hefur t.a.m. smakkað konfekt eða súkkulaðiköku úr kartöflu? Menning og útivist fær sinn skammt og ætla sérfræðingar Há- skólasetursins að sjá um það. Námskeiðið er ætlað áhugamönnum um vistfræði Vestmannaeyja, sögu Eyjanna út frá jarð- og vistfræðilegu sjónarmiði. Tekin verður fyrir vist- fræði sjávar, jarðfræði, vistfræði sjófugla, gróðurfar Eyjanna og svæðisþekking. Verðbréfaviðskipti og fata- val Ragnar Oskarsson ætlar að fara yfir sögu Vestmannaeyja með áherslu á atvinnusögu, kirkjusögu, menn- ingarsögu auk sögu sem tengist sérstaklega einstökum atburðum í Vestmannaeyjum. Fékkst styrkur úr Starfsmenntaráði til að greiða niður þessi tvö námskeið.Viska býður upp á réttindanám fyrir þá sem vilja ná löggildingu sem verðbréfamiðlarar sem er í raun þriggja anna nám til prófs í verðbréfaviðskiptum. Fyrsta önnin var kennd sl. haust og nú í vetur verða teknar fyrir hina tvær. Hægt er að koma inn á hverja önn fyrir sig sjálfstætt. Hefst námið miðviku-daginn 10. september kl. 17:00. Það eru Símennt Háskólans í Reykjavík f samvinnu við SIMEY og Visku sem standa að náminu. Að lokum má nefna námskeiðin samskipti og sjálfsstyrking, uppeldi sem virkar, fæmi til framtíðar, tölv- an nýtt til að auka virkni nemenda, stiklur, almennt kennslufræðinám- skeið fyrir leiðbeinendur í fullorð- insfræðslu, hraðlestrarnámskeið, góð heilsa er auðveldari en þú held- ur, námskeið fyrir fólk á tímamó- tum, stjómun og rekstur og tóm- stundir og listir. I þeim flokki em námskeiðin „Klæddu þig vel”, Vinamót, Hár og hefðarmeyjar, Heklaðar jólabjöllur, skartgripagerð með áherslu á efni úr náttúrunni í kringum okkur, og förðunarnámskeið fyrir konur á besta aldri. Hér verður látið staðar numið en úrvalið er mun meira og verður að finna f bæklingi sem Viska dreifir á næstunni. Öll námskeiðin er að finna inni á heimasíðu Visku www.viska.eyjar.is og þar er umfjöllun um hvert og eitt nám- skeið. Fíkniefna- mál, inn- brot og bílþjófn- aður Það var töluvert að gera hjá lögreglunni í vikunni sem leið og má m.a. nefna fíkniefnamál, innbrot, nytjastuid á bifreið, íkveikjur, bflveltu, ölvun við akstur ofl. Að kvöldi 3. september sl. var lögreglu tilkynnt um hugsan- lega ffkniefnaneyslu í heima- húsi hér f bæ. I framhaldi af húsleit fannst lítilræði af kannabisefnum og viðurkenndi húsráðandinn að vera eigandi að efninu. Málið telst upplýst. Að kvöldi föstudags voru tveir menn um tvítugt staðnir að því að taka tösku ófrjálsri hendi um borð í Herjólfi. í framhaldi af því var farið heim til þeirra og veittu lögreglumenn þá athygli hugsanlegu þýfi úr Kaffi-Kró, en brotist hafði verið inn í veitingastaðinn aðfaranótt 3. september sl. Fimm ungmenni á aldrinum 17 til 22 ára voru þarna inni og voru þau handtekin vegna rannsóknar málsins. Við yfirheyrslur daginn eftir viðurkenndu þau að hafa átt aðild eða vitað af þremur inn- brotum sem átt hafa sér stað á undanförnum vikum. Um er að ræða innbrot í Kaffi-Kró þar sem stolið var töluverðu magni af áfengi, innbrot í Týsheimilið þar sem m.a. var stolið tveimur fartölvun, myndavél og talstöðvum og í Hár-húsið v/Strandveg þar sem stolið var hársnyrtivörum og peningum. Að morgni föstudagsins 5. september var Iögreglu til- kynnt um að bifreið hefði verið stolið þar sem hún stóð á Skólavegi. Bifreiðin fannst skömmu síðar við Hólagötu 40 og var skemmd á hægri hlið hennar. I ljós kom að bifreið- inni hafði verið ekið utan í umferðarmerki á gatnamótum Heiðarvegar og Kirkjuvegar. Við rannsókn málsins bárust böndin að ákveðnum manni og var hann handtekinn að morgni laugardagsins 6. sept- ember sl. og viðurkenndi hann við yfirheyrslu að hafa tekið bifreiðina. Jafnframt viðurkenndi hann að hafa brotist inn í hús í Dverghamri og tekið þaðan bjór en hann mun hafa ekið þangað á áðurnefndri bifreið. Noregs GUÐRÚN VE-122 í Vestmannaeyjahöfn skömmu áður en skipinu var siglt til Alasunds í Noregi. Lögrcgla: Hópslagsmál Um miðjan dag á lau- gardaginn var lögreglu til- kynnt um hóp- slagsmál á Heiðarvegi. Þegar lögreglan kom á staðinn voru slagsmálin yfirstaðin. Þama höfðu tveir menn, sem em af erlendu bergi brotnir, lent í útistöðum sem endaði með handalögmálum. Talið er að annar mannanna hafi nefbrotnað í átökunum. Frá sjávarsíðanni: Guðrún VE seld til Guðrún VE-122 hefur kvatt heimahöfn í Eyjum en báturinn hefur verið mikið happafley og þjónað Eyjamönnum vel, auk þess að vera kannski þekktastur fyrir að veiða Keikó á sínum tíma. Báturinn var byggður í Brattvaag í Noregi 1964 og yfirbyggður árið 1989. Skipinu var siglt frá Eyjum áleiðis til Alasunds í Noregi síðdegis á föstudaginn var. Hann verður gerður út þar og fer á línu til að byrja með. Ásar í Hafnarfirði áttu og gerðu Guðrúnu út fyrstu 24 árin og var hún þá Guðrún GK 37, síðar VE-122 og var þá í eigu Sæhamars í Vestmannaeyjum í 20 ár, eða frá 1988 er hún var keypt til Eyja. Guðrúnu var lagt fyrir um ári og hefur legið í Vestmannaeyjahöfn síðan. Lögrcglan: Á sjúkrahús eftir bílveltu Að kvöldi 2. september sl. var lögreglu tilkynnt um bílveltu á Haugasvæðinu. Þarna hafði ökumaður misst stjóm á bifreið sinni og lenti utanvega með þeim afleiðingumað bifreiðin fór eina veltu. Ekki varð um alvarlegt slys á fólki að ræða en ökumaðurinn þurfti að leita aðstoðar á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja og var lagður inn yfir nóttina. Tvær stúlkur sem einnig voru í bifreiðinni sakaði ekki. L0GREGL4A

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.