Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 2. október 2008 Úr bloggheimum: Eyjamaður vikunnar: Söguleg heimsókn Jæja gott fólk, það fór þá aldrei svo að við yrðum ekki frægir í Noregi, við þurftum ekki nema að stoppa í rúman sólahring til að komast í blöðin, en það kom nú sem betur fer allt af góðu einsog okkur einum er lagið, eins og sagði í fyrra bloggi þá vorum við fyrsta erlenda skipið sem landaði í splunkunýja frysti- geymslu í Bodö, svo var það stór- skyttan hér um borð hann Gylfi Birgisson sem lék við mjög góðan orðstýr handbolta í Bodö á sínum tíma, honum var boðið á fyrsta leikinn á vertíðinni í stórri hand- boltahöll og auðvitað í stúkusæti eins og alvöru framámönnum sæmir, já við klikkum ekki á Huginn. En hinsvegar gengur vinnslan vel og erum við búnir með eitt lag í afturlestinni og langt komnir með annað lagið, en á fnvöktum stund- um við pílu og er Pansjó hættur að spila við önuga svínið vegna meints svindls hins síðamefnda, það svindl hefur ekki mikla sönnunarbyrði þar sem Grímur á Felli er eina vitnið í málinu, en þetta mál fer fyrir rétt hjá alþjóða-pílusambandi uppsjáv- arskipa annan október og beram við ykkur fréttir af málinu um leið og þær berast, heyrst hefur að fréttaskýringaþátturinn Kompás sé komin í málið, vonandi nást samningar um málið áður en það fer lengra. En á meðan biðjum við að heilsa. Kv. Huginsmenn. http://www.huginn.is/ Er þetta málið? Tek það fram að þetta er samsæris- kenning sem hafði verið sett inn á eitl af hinum mörgu spjallborðum sem loga stafna á milli vegna Glitnis- málsins. Fannst hún áhugaverð og ákvað að setja hana inn : Landsbankinn fær Glitni mjög fljótlega, Ifklega í næstu viku. Ríkið kom með svona mikið fé (í því samhengi að einhverjir töldu minni upphæðir duga) í bankann svo það þyrfti ekki að leggja fram meira þegar Glitnir myndi sam- einast Landsbankanum. Þá lítur það þannig út að Landsbankinn þurfi ekki hjálp. Þeir gátu ekki látið Glitni fara á hausinn því þá hefði Landsbankinn tapað umtalsverðum upphæðum í lánatryggingum sem þeir eiga hjá Jóni Asgeiri og co. Landsbankinn fær því skuldimar greiddar auk þess að fá Glitni og miklar upphæðir í Evrum. Getur verið að forsætisráðherra, seðlabankastjóri og co. séu alveg búnir að plana þetta til hins ítrasta ? www.smarijokull.blog.is Hippatónlist höfðar til unga fólksins Einar Gylfi Jónsson er Eyjamaður vikunnar Hippahátíð verður haldin um helgi- na. Einar Gylfi Jónsson, sálfræð- ingur verður kynnir á stórtónleikum hippans 3. október n.k. þar sem frábærir tónlistarmenn stíga á stokk. Einar Gylfí þekkir mjög vel til tónlistar frá hippatímanum og einnig sögu hippanna bæði hér heima og erlendis. Einar Gylfi er sögumaður af guðs náð og það veður enginn svikinn af því að hlusta á hans sjónarmið og í hvaða ljósi hann sér tímabilið. Einar Gylfi Jónsson er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Nafn: Einar Gylii Jónsson. Fæðingardagur: 1. sept. 1950. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar. Fjölskylda: Konan mín er Ingi- björg Pétursdóttir iðjuþjálfi og við eigum tvö börn. Fyrir á ég fjögur böm og barnabömin eru orðin sjö. Draumabfllinn: Fyrir mér era bflar nytjahlutir. Nú keyri ég á VW Passat og er mjög sáttur. Uppáhaldsmatur: Konan mín er snillingur að matbúa, ekki síst kjúkling. Ýmsir kjúklingaréttir hennar eru vart af þessum heimi. Versti matur: Matur sem lyktar illa, t.d. skata. Uppáhaids vefsíða: baggalutur.is og vefsíður yngstu barnabamanna. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Öll góð tónlist, en þó alveg sérstaklega sú tónlist sem ég hreifst af á unglingsárunum. Aðaláhugamál: Bóklestur, tónlist, hreyfmg, fuglaskoðun svo eitthvað sé nefnt. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Bítlana. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmanneyjar í sól era fallegasti staður á jarðríki og þó eru þeir margir fallegir. Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Michael Jordan, ÍBV. Ertu hjátrúarfullur: Nei. Stundar þú einhverja íþrótt: Sund og gönguferðir mér til and- legrar og lflcamlegrar heilsubótar. Uppáhaldssjónvarpsefni: Enska knattspyrnan og breskir sakamála- þættir. Hvað gerir Hippahátíð sérstaka: Það er auðvitað frábært að þau í Hippabandinu skuli standa að svona metnaðarfullri hátíð ár eftir ár. Stemmningin er alltaf frábær og Hippabandið er mjög góð hljómsveit sem leggur mikinn metnað í það sem þau era að gera. Hafa hippalögin þýðingu fyrir þig: A árunum '67 - '72 komu fram fjölmargar perlur og ýmsir af mínum uppáhaldstónlistarmönnum gerðu sína bestu hluti á þessum tíma. Ótrúlega mikið af tónlist “hippaáranna” eldist vel, sem sést best á hvað hún höfðar mikið til unga fólksins í dag. Hvað finnst þér minnisstæðast frá þessu tímabili: Út á við er það auðvitað uppreisnin gegn ríkjandi skoðunum, gerjunin í tónlistinni og þessi einfalda og jákvæða lífsspeki: “ást og friður”. En persónulegar minningar eru líka fjölmargar. Ein er þegar við Runi heitinn á Hvann- eyri sátum í herbergi þeirra tvíbura- bræðra og hlustuðum saman á Stg. Pepper's plötuna í fyrsta sinn. Við vissum að undur og stórmerki höfðu gerst. Matgazðingur vikunnar: Girnilegar kjúklingabringur og mús Ég vil byrja á því að þakka henni Rakel fyrir áskorunina. Ég ákvað að velja gríðarlega góðar fylltar kjúklingabringur og í eftirrétt Tobleronemús. Fylltar kjúklíngabringur 4 kjúklingabringur. 1 rjómaostur. 1 Mexico-ostur. 1 piparostur. 2 salsasósa (medium eða hot fer eftir smekk). Ferskt basil. Bacon. Smá BBQ sósa. Látið bringumar liggja í BBQ á meðan þið skerið piparostinn, mex- ico-ostinn og basil í skál. Skerið baconið í bita og steikið á pönnu og blandið í skálina. Hrærið saman rjómaostinum og salsasósunni og Salome Ýr Rúnarsdóttir er matgceðingur vikunnar setjið í eldfast mót. Skerið vasa í bringurnar og setjið osta/bacon- fyllinguna í bringumar og raðið þeim í eldfasta mótið. 180°C í ca 35 mfn. fer eftir þykkt bringnanna. Gott er að ausa smá af sósunni yfir bringurnar á meðan þær eldast. Tobleronemús Uppskrift fyrir 6 200gr toblerone. 3 dl rjómi. 2 dl vanilluskyr. 1 dl sýrður rjómi 18%. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Þeytið rjóma og blandið við vanil- luskyrið og sýrða rjómann. Hellið blöndunni smátt og smátt saman við súkkulaðið og hrærið varlega saman. Hellið f litlar skálar eða glös og skeytið með dökku rifnu súkkulaði og jarðaberjum. Borðið fram með ferskum ávöxtum eða berjum. Verði ykkur að góðu! Svo vil ég skora á hana Sigrúnu Öldu aðfinna eitthvað gott handa okkur sem matgœðing nœstu viku. Nýfazddir Vestmannaeyingar: Þann 16. maí fæddist á Landspítalanum í Reykjavík, Victoría ísól. Foreldrar hennar eru Karólína Omarsdóttir og Agnar Þór Agnarsson. Fjölskyldan býr í Reykjavík. Ernir fæddist í Reykjavík 2. júlí. Hann var 11 merkur og 49,5 cm langur. Foreldrarnir eru Guðrún Haraldsdóttir (Júlíussonar) og Guðmundur Harðarson. Fjölskyldan er búsett í Hafnarfirði. Kirkjur bazjarins: Landakirkja Fimmtudagur 2. október Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Samverastund foreldra með ungum börnum sínum. Kl. 14.30. Helgistund á Sjúkra- húsinu, dagstofu 2. hæð. Kl. 20.00. Kór Landakirkju, æfmg. Kl. 20.00. Opið hús hjá Æsku- lýðsfélagi Landakirkju-KFUM&K í KFUM&K húsinu við Vestmanna- braut. Föstudagur 3. október Kl. 13.00. Æfing hjá Litlum læri- sveinum, yngri hópur. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlum læri- sveinum, eldri hópur. Laugardagur 4. október Kl. 10.30. Útfararguðsþjónusta Indíönu Björgu Úlfarsdóttur. Kl. 14.00. Útfararguðsþjónusta Sveins H. Magnússonar. Sunnudagur 5. október Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta með söng og leik og fjársjóðskistu kristinnar trúar. Kirkjurprakkarar (6-8 ára) starfið byrjar á sama tíma og heldur áfram í Fræðslustofu. Kl. 14.00. Guðsþjónusta. Matteus 22: “Boðið til brúðkaups.” Kór Landakirkju. Sr. Kristján Bjömsson prédikar og þjónar til altaris. Kaffi- sopi í Safnaðarheimilinu á eftir. Kl. 15.30. NTT - kirkjustarf 9 - 10 ára krakka. Kl. 17.00. ETT - kirkjustarf 11 - 12 ára krakka. Kl. 20.00. Fundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju-KFUM&K f Landa- kirkju. Mánudagur 6. október Kl. 16.00. Kirkjustarf fatlaðra, yngri hópur Kl. 17.00. Kirkjustarf fatlaðra, eldri hópur. Kl. 19.30. Vinir í bata, 12 spora andlegt ferðalag. Kl. 20.00. Vinnufundur hjá Kven- félaginu í Safnaðarheimili. Þriðjudagur 7. október Kl. 14.30 og 15.50. Fermingar- fræðsla í fræðslustofunni. Kl. 20.00. Fundur í Gideonfélagi Vestmannaeyja. Miðvikudagur 8. október Kl. 13.00, 13.45 og 14.30. Fermingarfræðsla í fræðslustofunni. Hvítasunnu- kirkjan Bænastundir alla virka morgna kl. 7.30 , vertu velkomin(n). Fimmtudagur 2. október Kl: 20.30 Bænaganga, vertu með í varðstöðunni. Laugardagur 4. október Kl: 20.30 Bænastund, Guð heyrir og svarar á sinn einstaka hátt. Sunnudagur 4. október Kl: 13.00 Samkoma, ræðumaður Renaldo þjálfari. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur Kl. 10.00 Biblíurannsókn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.