Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2008, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 02.10.2008, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 2. október 2008 9 Smári Harðarson tók þátt í Keikóævintýrinu: Að horfast í augu við Keikó og leika við hvalinn eru ógleymanlegar stundir Viðtal Viiheim G. Krist- insson vilhelmg@ simnet. is „Við bundumst tryggðarböndum, ég og Keikó, enda var ég mjög oft einn niðri í sjónum hjá honum við alls konar viðhald á kvínni. Oft stóðst maður ekki freistinguna og brá á smá leik með hvalnum og mér fór smám saman að þykja óskaplega vænt um hann. Það er ólýsalegt ævintýri að vera í sjónum, leika sér við sjö til átta tonna hval og horfast í augu við hann.“ Þetta segir Smári Harðarson kafari og eigandi efnalaugarinnar Straums, sem án efa er sá íslendinga sem einna mest kom við sögu Keikó- ævintýrsins í Vestmannaeyjum. Smá Hollywoodfílingur „Ég var og er atvinnukafari hér í Eyjum og þegar Keikóævintýrið hófst stóð ég á ákveðnum kross- götum og sá tækifæri þama. Mér fannst þetta vera spennandi verk- efni og ekki laust við smávegis Hollywoodfíling. Fyrir utan það hentaði þetta ágætlega miðað við það sem ég hafði verið að gera fram að því. Ég fór á kynningar- fund um verkefnið og kynntist náunga sem heitir Andy. Svo komu fyrstu flutningabílamir með gáma og tæki og hann spurði hvort ég gæti hjálpað þeim. Þar með var ævintýrið hafið hjá mér.“ Nægir peningar til alls „Síðan hófst mikið undirbúnings- starf. Við smíðuðum kvína hér við bryggjuna og þar var unnið frá morgni til kvölds. Verkið hófst í aprfl eða maí og hvalurinn átti að koma í september. Sumarið fór því allt í þetta verkefni. Síðan vafði þetta upp á sig smátt og smátt. Það vom nægir peningar til allra hluta og allt fullt af flottum græjum og tækjum. Ef eitthvað vantaði var það bara pantað." Skemmtilegir strákar „Ég kunni ágætlega við Amerík- anana. Ég hef verið talsvert fyrir vestan og kann á þeim lagið. Þetta vom skemmtilegir strákar upp til hópa. Almennt má segja um Ameríkana að maður er fljótur að kynnast þeim og verða góður kunn- ingi. Vilji maður hins vegar komast nær þeim, þá segja þeir stopp. Maður kemst aldrei alveg að þeim. Eftir því sem leið á sumarið fjölg- aði mannskapnum og spennustigið jókst, enda styttist í Hollywood- stjömuna." Að nýta möguleikana til hins ýtrasta „Ég ákvað með sjálfum mér að nýta til hins ýtrasta þá möguleika sem þetta tilstand gaf, því þetta var bæði skemmtilegt og þama vom vissir tekjumöguleikar. Eftir að smíði kvíarinnar lauk og hvalurinn var kominn, fór ég að hugsa hvað nú yrði um mig. Þá heyrði ég að uppi voru umræður um nauðsyn öryggisgæslu á kvínni og ég sló til og gerði þeim fast tilboð í gæsluna. Tveir menn á mínum vegum vom því við gæslu á kvínni allar nætur. Auk þess fékk ég fasta vinnu við viðhaldsverkefni. Kvíin var heill heimur út af fyrir sig. Þar vom tvö hús. Annað með eldhúsi og svefn- aðstöðu, hitt var hátæknihús með tölvum, mælitækjum og hlustunar- ÞEIR komu mikið við sögu, Hallur Hallsson, Jeff Foster yfirþjálfari og Charles Vinick yfirmaður verkefnisins. TVEIR góðir, Greg Shore og Smári sem unnu mikið saman við viðhald á kvínni. VÉLIN sem flutti Keikó til Eyja lenti með miklum hvelli og skemmd- ist. Stóð hún nokkra daga á brautinni á meðan viðgerð fór fram. DAGURINN sem Keikó kom til Eyja var stór dagur og buðu skólakrakkar háhyrninginn velkominn. búnaði; himnaríki fyrir sjávar- spendýrafræðinga. Þar var líka að- staða fyrir kafara og aðra starfs- menn. Við leiddum rafmagn úl í kvína úr landi og meðal annars nutu lundaveiðimenn íYstakletti góðs af þvf og gátu slökkt á gas- græjunum. Einnig var lagður sími út í kvína, svo og ferskt vatn úr landi." Klettsvíkurnetið „Það var heilmikið að gera í viðhaldinu og að auki vann ég við að setja upp svonefnt Klettsvíkur- net, sem var gífurlegt mannvirki úr ofurtógi. Tilgangurinn var að loka víkinni af til að hægt yrði að hleypa hvalnum þangað út, meðan verið var að venja hann við náttúrulegt umhverfi, án þess þó að eiga það á hættu að hann synti strax burtu. Netið var fest í bergið báðum megin, bæði ofansjávar og neðan- sjávar. Keikó fór sér í engu óðslega þegar kvíin var opnuð út í víkina. Hann hafði vanist örygginu í kvínni og var því mjög hikandi í fyrstu. Þetta endaði svo með því að hann synti um alla Klettsvíkina og stökk meðal annars, áhorfendum til mikillar ánægju." Tilfinningatengsl við Keikó „Ég var oft einn í sjónum ásamt hvalnum og ég neita því ekki að við bundumst tryggðarböndum, Keikó og ég. Stundum þegar ég var að vinna neðansjávar fann ég að Keikó kom aftan að mér, potaði með neftnu í súrefniskútana á bak- inu á mér og vildi fá mig til að leika við sig. Ég hafði lært að svara með því að leggja lófann mjúklega á nef honum og ýta honum varlega frá mér. Það merkti að ég vildi fá að vera í friði og vildi ekki leika mér við hann. Oft tók hann ekkert mark á þessu og potaði aftur og stundum stóðst ég ekki freistinguna, greip í einn uggann og við fórum einn hring saman. Þetta var nú eiginlega bannað, þar sem verkefnið snerist um að venja hann af mannfólkinu, en freistingin varð yfirsterkari reglunum hjá mér. Það er ótrúleg tilfinning að horfast í augu við stærðarinnar hval neðan- sjávar og mynda við hann sam- band. Hann hefði að sjálfsögðu getað rifið mig í tvennt á auga- bragði, en eftir tuttugu ár í dýra- garði var slíkt ekki inni í myndinni og dýrið var einstaklega gott. Ef hann til dæmis synti fram hjá mér þá sleppti hann alltaf að hreyfa sporðinn um leið og hann synti hjá, til þess að meiða mig ekki með honum.“ Fyrirtækið Köfun og öryggi „Eins og ég gat um áðan var mikið að gera í viðhaldinu og þetta var bæði mikil og erfið vinna. I óveðrum brotnaði alltaf eitthvað og þetta voru þungir hlutir og allir neðansjávar. Það sem fór verst með okkur voru þó ekki óveðrin sjálf, heldur sogið sem myndaðist í höfninni eftir óveður. En þetta var samfellt ævintýri. Ég stofnaði fyrirtækið Köfun og öryggi um starf mitt fyrir Keikósamtökin og það nafn er á fyrirtækinu enn í dag, eftir að ég keypti efnalaugina og þvottahúsið. Sumir sem fá reikn- inga frá mér fyrir þvottaþjónustu finnst stundum skrýtið að fá reikn- ing frá Köfun og öryggi. Það hefur komið fyrir að menn sem hafa sótt jakkafötin sín í hreinsun til okkar hafi verið að fara yfir vísanóturnar sínar einhvem tíma seinna og ekkert skilið í því að hafa greitt fyrir köfunarþjónustu!" Unnum að því að verða atvinnulausir „Manni varð vel til vina við marga af þessum mönnum sem hér vom. Þetta voru á bilinu tuttugu til þrjátíu manns. Fólkið vann venju- lega einn mánuð en fór síðan heim til sín í mánaðar frí. Það voru því miklir flutningar á fólki þessi ár sem verkefnið stóð, því þetta fólk bjó flest á vesturströnd Banda- rfkjanna. Þetta var auðvitað mjög skrýtið atvinnuumhverfi. Menn voru í rauninni að vinna að því að verða atvinnulausir. Alls vann ég liðlega hálft fimmta ár við þetta ævintýri, eða frá því í apríl 1998 fram í ársbyrjun 2003. Mér finnst sorglegt að horfa inn í Klettsvíkina núna og sjá þessar leyfar sem þama grotna niður, því þetta var virkilega flottur vinnustaður á sínum tfma.“ Allt snerist um þetta ævintýri „Þegar maður lítur til baka þá sér maður að þetta var ekki bara starfið manns, heldur snerist allt manns líf um þetta ævintýri. Erlendu starfs- mennimir vom í mat hjá manni og maður tók þátt í því þegar þeir gerðu sér dagamun á hátíðum og tyllidögum. Maður var eiginlega Ameríkani þessi tæpu fimm ár sem þetta stóð yfir. Ég á bara góðar minningar frá þessum tíma og þetta var mjög gott fólk upp til hópa. Eflaust hefði maður getað reynt að fá einhverja meiri vinnu hjá þessum körlum í Kaliforníu; þeir eru mikið í San Diego og svæðinu þar um kring. Hins vegar var maður og er fjölskyldumaður og því ekki auð- velt um vik. Ég fæ reglulega fréttir af þessu fólki, en sjálfur er ég alltof linur við að halda reglulegu sam- bandi við það. Ég frétti að einn vinur minn er nú yfirþjálfari við Sea World í Orlandó í Flórída. Það væri ekki amarlegt að fá VIP skoðunarferð um svæðið ásamt fjölskyldunni. Ég fékk líka dapur- lega frétt fyrir skömmu því einn fyrrum félaga minna, sjávarspen- dýrafræðingur, lét lífið í flugslysi þegar hann var í hvalaleit“ Hann var frjáls „Ég man alltaf þegar punktarnir frá staðsetningartækinu sem Keikó var með á bakinu fóru að stefna í suð- austur. Þá vissi maður að þetta var búið. Maður vissi svo sem fyrir að þetta yrði ekki endalaust ævintýri. Ég man að ég hugsaði þegar hann var kominn að Færeyjum, að hann kæmi aldrei inn í Klettsvík aftur. Ég hugsa stundum um það að kannski hefur dauðdagi Keikós ekki verið svo slæmur eftir allt saman. Að vísu eignaðist hann ekki maka og afkvæmi og synti inn í sólarlagið. En hann var frjáls,“ sagði Smári Harðarson að lokum um Keikóævintýrið, en endur- minningarnar um þessa ógleyman- legu tíma munu eflaust ylja honum um hjartarætur um ókomin ár. „Oft tók hann ekkert mark á þessu og potaði aftur og stundum stóðst ég ekki freistinguna, greip í einn uggann og við fórum einn hring saman. Þetta var nú eiginlega bannað, þar sem verkefnið snerist um að venja hann af mannfólkinu, en freistingin varð yfirsterkari reglunum hjá mér.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.